Leita í fréttum mbl.is

Rætur ógnarinnar er að finna í rótum hennar

Donald J. Trump

Mynd: Donald J. Trump

Þetta finnst sumum ofboðslega flókið, eða jafnvel bannsvæði. En ekki reyndum Styrmi

Einu sinni sögðu menn að ekki mætti rugla Þýskalandi saman við nasismann. Winston Churchill sagði þetta fáránlega og gagnslausa heimsku. Hann orðaði það að vísu betur en ég geri hér

Mið-Austurlönd eru hjarta íslam. Þau reka glóbal hernað gegn þeim sem eru ekki stjórnmálatrúar þeirra. Þetta hefur hjartað í íslam gert alltaf. Heimur íslams telur nú 1,6 milljarð sála. Fjórðung alls mannkyns

Hik ofan á hik einkennir Evrópulönd gegn glóbal herópi íslamista. Þau passa sig í hel á að rugla ekki Þýskalandi saman við nasismann. Og þau passa sig á að rugla ekki nasismanum við Þýskaland, og alls ekki nasismanum saman við nasista. Bara bannað

Til dæmis voru starfsmenn þýsku DB ríkisjárnbrautanna yfir hundrað þúsund og enginn þeirra þóttist vita hvað væri að gerast á brautarteinum heimsveldis nasismans, sem ekkert hafði með Þýskaland að gera, auðvitað. Fjögur hundruð þúsund Gyðingar fluttir frá Ungverjalandi í gasofnana á aðeins nokkrum vikum, og enginn starfsmaður vissi af neinu. Það þarf að passa sig á að rugla ekki hlutunum saman við hlutina

Hikið er svo skemmtilegt að það hefur tekið "bandalag" sextíu og átta landa, fimmtán sinnum lengri tíma að taka 62 prósent þýðingarlauss landmassa af Ríki íslam, en það tók Ríki íslam að sölsa það allt undir sig. Þetta bandalag er svona eins og allsherjar samkunda öryggisráðsins; skrifstofuveldi að kveikja á kertum

Og allir vita, að um leið og landsvæðið er allt fallið úr höndum þeirra sem hafa það núna, þá spretta endalausar nýjar einingar upp eins og gorkúlur á öðrum stöðum, jafnvel á sömu stöðum, en undir nýjum nöfnum og skelfingin í Evrópu stigmagnast, stig af stigi

Boðað er nú til nýs ráðherrafundar í skrifstofuveldi NATOs í Brasseli. Hann á að fara fram 5. til 6. apríl næstkomandi. Þetta verður merkilegur fundur evrópskra skrifstofumanna, því Bandaríkin mæta ekki. Þau koma ekki á fundinn

Á fundinum munu því ráðherrar meginlands Evrópu sitja í kringum stórt borð og horfa í andlit hvors annars. Horfast í augu við gjaldþrotið. Nema að fundartíma sé breytt þannig að fjármagnarinn geti, sökum veraldlegra anna, komst á fundinn til að bjarga andliti bandalagsins. Forða meginlandi Evrópu frá því að horfast í augu við gjaldþrot sitt

En allir vita samt að ekkert kemur út úr svona fundum. Það má ekki rugla þeim saman við raunveruleikann,- og það er þó rétt og satt, sérstaklega í þessu tilfelli

Aldrei ættu menn að rugla Bandaríkjum Norður-Ameríku saman við meginland Evrópu

Fyrri færsla

Eru "frjáls viðskipti" Ricardos dauð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Góð grein, sammála. Evrópa er að gera nákvæmlega sömu mistök með Íslamnasismann og með Þýskalandsnasismans. Jafnvel verri mistök. Bíða alltof lengi með að taka á málinu og láta það kosta tugum ef ekki hundruðum milljóna fleiri mannslíf.

Eitt (af svo mörgu) sem hefur stuðað mig, með flóttamannastrauminn, er að ungir menn eru að flýja til Evrópu, svo þeir þurfi ekki að gegna herskyldu í eigin löndum. Þetta er tekið sem sjálfsögð afsökun til að fá hæli.

Sem sagt á sama tíma og ungt fólk frá Miðausturlöndum og Afríku, á herskyldualdri, er að lifa lúxuslífi á Vesturlöndum, til að sleppa við herskyldu, þurfa Vesturlönd að senda sitt eigið fólk til að fórna lífi sínu, til að berjast við hryðjuverkahópa í Sýrlandi/Írak og víðar, vegna þess að hermenn þessara landa flýðu flestir til Vesturlanda!

Theódór Norðkvist, 25.3.2017 kl. 14:48

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

BANKAKERFI ISLENDINGA HEFUR VIST EKKI FENGIÐ SKÓLAGÖNGU ÞARNA  ????undecided

Erla Magna Alexandersdóttir, 25.3.2017 kl. 18:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Theodór,athyglisvert og stuðar mig einnig hvílíkt rugl er í þessu alþjóðavæðingafólki. Alþjóðahyggjan er þeim eins og heilög trúarbrögð og öllu fórnað í þeirra eigin landi til að ná markmiðum þessa.- Erla peningar stjórna þessu landi og hver einasti íslendingur sem vinnur fyrir eigendur þeirra,halda K.J.um nöfn þeirra. þetta má m.a. lesa í Fréttatíma dagsins í dag. Haldi það svona áfram er ég hætt að senda það í endurvinnslu ólesnu. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2017 kl. 02:12

4 identicon

Vandamálið er, að þú gerir þér ekki grein fyrir "stærð" vandamálsins.

Lygar í Evrópu, eru algerar ... við sjáum með eigin augum, hvernig Evrópa "snýr baki" við Evrópubúum fyrir peninga.  Á sama hátt, viðurkennir ekki Evrópa hvað þeir gerðu þjóðverjum.  Né heldur, þakkr Evrópa Rússum fyrir að hafa lagt þýskaland nasismans að velli.  Heldur þakkar kananum, sem var á sömu leið og bretin (Back to Dunkirk) þegar Rússar lögður Þýskaland að velli.  Hin góðu gömlu landamæri austur og vestur þýskalands, voru skilin þegar þjóðverjar gáfust upp.  Skjálfanid af hræðslu við Rússan, lögðu þjóðverjar sig fyrir Kananum .... og voru hengdir fyrir.

Sama má segja um "brautarteina þína".  Kanski er það "heimska" eða bara "vankunnátta", að þú vitnar í óhugnað sem Rússar og austur-Evrópu búar gerðu þjóðverjum eftir heimstyrjöldina, á sama hátt og "bío-myndirnar".

Að sama leiti ferst þér að tala um þann aðsúg, sem gerður var að þjóðverjum í aldaraðir.  Til dæmis, "herkonungurinn" Sænski, Kalli púkk ... var málaliði fyrir Róm, og gekk um Pólland og myrti þjóðverja.

Allt þetta, skolar þú sjálfur ofan í klósettið ... fyrir "hollywood" sögu ... um "Dracula". Sem á sér rót, í staðreyndum ... en ekki segir þú söguna, hvernig "Róm" og "Evrópa" ... framdi "Genocide" gegn fólkinu sem bar "Drekan" sem skjaldamerki.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.3.2017 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband