Leita í fréttum mbl.is

Eru "frjáls viðskipti" Ricardos dauð

Glen Campbell - seldi betur en Bítlarnir í Bandaríkjunum. Sumir muna kannski enn eftir Gentle on My Mind og línumanninum frá Wichita

- XY -

Sagt er að hagfræðikenningar Ricardo séu grunnur hugsunarinnar um það sem í daglegu tali er kallað "frjáls viðskipti" eða "fríverslun" á milli ríkja. Sagt er í dag að þessi hugsun sé nú fallin um sjálfa sig

Í abstrakti sínu lítur kenningin um "frjáls viðskipti" svona út: Land sem er gott í að framleiða eða selja X, en sem er ekki eins gott í að framleiða eða selja Y, ætti að láta það land sem er betra í að framleiða eða selja Y, um það að framleiða eða selja Y, og einbeita sér að því að framleiða eða selja X. Jafnvel meira af exinu

Þeir sem missa vinnuna í landinu við að framleiða Y, já þeir munu í staðinn fá vinnu við að framleiða meira X

Ef land er til dæmis ekki best eða gott í að framleiða eða selja stál, já þá á að láta það land sem er gott í að framleiða eða selja stál um að gera einmitt það

Þeir sem þá missa vinnuna við stálframleiðsluna heima fyrir verða að flytja sig yfir í að framleiða X. Þeir fá vinnu við það, í stað þess að framleiða eða selja stál

Þetta gildir ekki lengur segja sumir stórir. Þetta gildir ekki vegna þess að þá sem missa vinnuna við stálframleiðsluna er ekki hægt að flytja yfir í að búa til dæmis til stýrikerfi, hugbúnað eða fjármálaþjónustur

Vinnuaflið á tímum Ricardo, og nokkuð lengi þar á eftir, bjó við annan veruleika en er núna. Þá var hægt að flytja landbúnaðarverkamenn inn í verksmiðjur þeirra tíma

En í dag er hins vegar ekki hægt að flytja þá yfir í Microsoft tölvukóða-verksmiðjur eða í gangandi gjaldþrota alþjóðlega-óþjóðlega fjármálastofnun, sem þessir verkamenn halda uppi í dag. Þeir eru ekki nógu sérfræðilega hámenntað-heimskir til að fá vinnu í þeim geira, sem orðinn er enn meira abstrakt en sjálf kenning Ricardos

Þessir missa því vinnuna það sem eftir er lífsins. Missa hana kannski um fertugt og fá aldrei sæmilega vinnu aftur. Þessir þeir geta heldur ekki fengið verra starf en þeir voru í, því að stjórnmálamennin sem uppfylla hæfniskörfur upp í bankalögmálið um pólitískt gjaldþrot og Samfylkingar-ASÍ, hafa flutt inn erlenda þræla til að nota þá sem þjóna við að bera stálfátæktar-evrur á borð fyrir sig og enga aðra. Þetta geta þeir sem framleiddu stálið á okkar tímum, ekki keppt við. Líf þeirra fer í rúst og þeir verða að pólitísku gereyðingarvopni massífs atvinnuleysis og lágra tekna

Kenning Ricardo um þessi óefni var upphafin í lögmál sem látið hefur verið gilda í marga áratugi. Ekki ósvipað lögmálinu um "sjálfstæði seðlabanka" sem áttu að bjarga heiminum frá því sem hann nú situr fastur í

Þetta veit Donald J. Trump mjög vel. Þess vegna var hugtakið "frjáls viðskipti" þurrkað út úr yfirlýsingu G20 fundarins í Baden Baden í síðustu viku. Fjármálaráðherra Trumps sagði að hann hefði enga heimild né umboð til að skrifa undir abstraktið hans Ricardo lengur

Fjármálaráðherra Þýskalands, sem er útflutningsdópisti, fékk taugaáfall og hætti skyndilega að sjá sýnir (e. visions). Hann sagði að G20 fundurinn hefði rekist á vegg

Að fundinum loknum flaug hinn bandaríski Niccolo Machiavelli heim til að skoða úr fjarlægð taugaáfall Þýskalands á fjallinu, sem Bandaríkin ráða yfir. G20 samkundan vissi þar með að kaflaskipti hafa orðið í mannkynssögunni

Þetta hafa gjaldþrotnir fjármálamenn á Íslandi ekki uppgötvað enn. Þeir halda að 2008 hafi bara verið ein holan í veginum og að prinsippið um veginn eftir holuna haldi enn. En svo er ekki. Holan er massífur veggur og veggur er ekki prinsipp. Hann er realpolitk ja

Fyrri færsla

Auðvitað skulda NATO-ríkin NATO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Þetta er nokkuð góð lýsing á þeirri hagtrú eða bábilju sem hefur farið ránshendi um Vesturlönd síðustu 30 árin eða svo, kennda við frjálshyggju, og fjármögnuð af örfáum auðmönnum sem vildu verða ennþá ríkari. 

Liðið sem endurvakti hagkefi hins gamla Rómarveldis, en þar var vinnuafl þræla svo ódýrt, að gufuvélin lá ónotuð á teikniborðinu.

Þá gerðu þrælarnir uppreisn, og þeir gera uppreisn í dag.

Fyrsti valkostur að kjósa hina svokölluðu popúlista, og ef þeir bregðast, þá verður næsta skref bein blóðug bylting. 

Þannig að það er eins gott að Trump standi sig.

Kveðja að austan.

PS, takk fyrir að rifja upp hann Clen.

Ómar Geirsson, 22.3.2017 kl. 17:37

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið og skrif Ómar.

Já. Við erum svo sannarlega að upplifa tímana tvenna. Meira að segja ég er meira og meira hissa.

Og þá er nú gott að halda í það sem er naglfast, eins og landið okkar og þjóð-félagið. Stóra félagið.

Kveðjur að vestan, austur til þín

PS: Já hann Glen, ekkert smá. Vissi ekki að hann væri svona fær gítarleikari, eins og sést svo vel í Gentle on My Mind

Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2017 kl. 19:34

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Takk fyrir góða lýsingu á hagkerfinu.

Síðasti naglinn í frjálsum viðskiptum er hjá ESB þegar það vill að Bresk flugfélög yrði að hafa höfuðstöðvar í ESB ef það vild fá að lenda í löndum ESB.

Frjáls viðskipti í dag er þá sem vampíran ESB segir að sé frelsi.

Ómar Gíslason, 23.3.2017 kl. 08:55

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið og skrif Ómar G. 

Já þetta verður skrautlegt. Heimsveldi Evrópusambandsins gegn frelsi manna lætur ekki að sér hæða. Og með Evrópudómstólinn í rassvasanum, sem fæddur í þennan heim er til að dæma og drottna ESB-samrunanum í hag. Sovéskur dómstóll í eðli og heimspeki sinni. Uppskriftin að einræðinu. Vegurinn til ánauðar. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 23.3.2017 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband