Leita í fréttum mbl.is

48 til 73 milljarðar þurfa að fara til varnarmála okkar á ári

Varnarmálaútgjöld Bandaríkja Norður-Ameríku á tuttugustu öld

Mynd: Varnarmálaútgjöld Bandaríkja Norður-Ameríku á tuttugustu öld, hlutfall af landsframleiðslu

Í gær birti Hagstofan enn eitt heimsmet Íslands í hagvexti. Landsframleiðslan á fjórða ársfjórðungi í fyrra jókst um 11,3 prósent á milli ára. Og þar með var hægt að gera hagvöxtinn fyrir allt síðasta ár upp og var hann í heild 7,2 prósent, sem einnig er nálægt heimsmeti

Verg landsframleiðsla fyrir árið í heild var 2.421.959.000,00 krónur, sem er einn besti gjaldmiðill veraldar. Í milljörðum eru þetta 2422 stykki af svoleiðis

Til varnarmála hins dýrmæta lands okkar og þjóðar ættum við sem lágmark að eyða 48 milljörðum króna, sem eru aðeins tvö prósent af landsframleiðslunni. En vegna þess hve seint við förum af stað í uppbygginu varna landsins, þá þyrftum við að eyða um það bil 6 prósent af landsframleiðslu í uppstartið, eða eins og Bandaríkjamenn gerðu í enda Kalda stríðsins, þegar varnarmálaútgjöld bandaríska þjóðríkisins voru, í fyrsta lagi, komin niður úr 42 prósent af landsframleiðslu í Síðari heimsstyrjöldinni og, í öðru lagi, niður í 12-10 prósent af landsframleiðslu á fyrri helming Kalda stríðsins, er þeir gættu lífs, lima og eigna íslenskra barna og fjölskyldna þeirra

Í dag nota Bandaríkjamenn 3,61 prósent af landsframleiðslu til varnarmála og þeir borga einnig 74 prósent af varnargetu kostnaði 27 annarra NATO ríkja, sem annars væru varla til. Þessum skollaleik 27 NATO-landa frá og með 1991 -og þar á meðal erum við- er frá og með nú lokið

Við þurfum því einnig að geta lagt okkar að mörkum til varnar Bandaríkjunum því þau hafa svo lengi lagt ofboðslega mikið af mörkum okkur til varnar og aðstoðar. Nú gengur ekki lengur að haga sér eins og aumingi. Við erum ekki aumingjar og ættum því ekki að koma fram sem aumingjar

Þegar Ísraelsríki lýsti yfir sjálfstæði sínu 1948, þá var sú þjóð ekki nema rétt rúmlega tvöfalt fjölmennari en við erum núna, í sínu landi. Sú þjóð varðist þá samstundis-innrásum allra aðliggjandi nágrannaríkja. Hún varðist og hún varðist og hún sigraði. Við, hins vegar, þurfum einungis að sigrast hér á okkur sjálfum

Flugfloti Norðmanna telur meðal annars 60 stykki orrustuþotur, 6 stykki Orion kafbátaleitarvélar og í pöntun eru 5 stykki nýjar P-8 Boeing slíkar vélar. Alls er flugfloti Norðmanna yfir hundrað vélar. Okkar flugfloti er hins vegar enginn á þessu varnarsviði

Þetta gengur ekki lengur. Við ættum sem lágmark að geta sjálf staðið fyrir loftrýmisgæslu okkar með okkar eigin herþotum og með okkar eigin flugmönnum, áhöfnum, viðhaldsliði, vopnum, flugvöllum og að minnsta kosti tveimur birgðavélum. Kafbátaleit ættum við með tímanum líka að geta tekið yfir. En númer eitt er að geta stuggað óvinum út úr lofhelginni og skotið vont niður ef með þarf

Við megum þakka fyrir að vera staðsett á Vesturhveli jarðar því þar mun eina pólitíska stöðugleikann í veröldinni vera að finna næstu 100 árin. Allur hinn pólitíski stöðugleiki Austurhvels jarðar -gamla heimsins- er að brotna upp og þar er Evrópu-Asíu landmassinn að tvístrast upp í pólitískar frumeindir sem enginn veit hvenær og hvernig munu lenda. Evrópa, Asía og Mið-Austurlönd eru komin í upplausnarferli. Enginn veit hver útkoman verður

Svo kæru Íslendingar, það er bara að setja í gang og koma landvörnum Íslands fyrir í öllum landsfjórðungum, þar sem hver flugvarnarstöð muna verða lyftistöng fyrir alla landshluta. Þetta yrði ein flott lyftistöng fyrir allt okkar fullvalda og sjálfstæða þjóðríki. Við getum þetta og verðum að gera þetta, því engin sanngjörn afsökun fyrir að bregðast skyldum okkar dugar lengur

Fyrri færsla

Vandamálahælið Evrópa - fundur í Antalya


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Við [...] þurfum einungis að sigrast hér á okkur sjálfum"

Vel sagt Gunnar, nú þegar sundurlyndisfjandinn gengur laus í samgönguáætluninni.

Ragnhildur Kolka, 10.3.2017 kl. 08:43

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Eru einhverjir að ógna okkur íslendingum?

Væru þessum 40-70 milljörðum ekki betur varið í vegaframkvæmdir á landsbyggðinni?

Jón Þórhallsson, 10.3.2017 kl. 12:46

3 identicon

Góður pistill, Gunnar.  Og það hefur alltaf verið ýjað að því að Íslendingar ættu að standa að eigin varnarmálum.

En til að standa að eigin varnarmálum, verða Íslendingar að vita hver óvinurinn er og hvað hann er fær um.  Hvernig hann berst, og hver hættan af honum stafar.

Vesturveldinn, eru að berjast í mið-austurlöndum ... drepa þar miljónir "muslima" og Íslendingar telja sér "vel" farið að standa með múslimum.

Sama má segja um nánast alla pólitíkusa í Evrópu.  Kína segir, "Merkel, hefur lagt í rúst fleir en eitt Evrópu ríki með flóttamanna athæfi sínu".

Það sem Íslendingar, að mínu mati, hefðu getað lagt til varnarmála ... er sjóhernaður.  Íslendingar eru góðir sjómenn ... en sem flugmenn, eru þeir ekki færir í nokkurn sjó.

Þar fyrir utan, þá þurfa Íslendingar að læra að "vita" hvað "The great game" ... gengur út á.  Hvað meinar "Trump" ... þegar hann segir "Taka í píkuna á þeim". Hversu margir Íslendingar áttuðu sig á því, að hér var "jafnréttismál" á ferðinni ... eiga konur einhver forréttindi, vegna þess að þær eru með pjötlu? Má ekki tala um pjötluna á þeim, eins og þær tala illa um punginn á okkur?

Hvað meinar "Mattis" þegar hann segir "ég get treyst rússum, til að vinna að eigin hag"? Eru Íslensk "góðmenni", eða önnur "evrópsk góðmenni" að vinna að eigin hag? Var Merkel að vinna að eigin hag, þegar hún "bauð alla velkomna" og lagði fleir en eitt Evrópu ríki á náðarvölina?

Er hægt að "treysta" fólki, sem hagar sér "andstætt" hagsmunum lands síns, fólks og þjóðar?

Getur verið, að "þetta" sé hluti af ákvörðun Bandaríkjamanna ... að leggja niður "aðstoð" við NATO?

Hversu margir á Íslandi, "áttuðu" sig á þessu? og hversu margir, eru ennþá að leika "gott fólk" ... með PC sínu, sem heitir "Political Crap" á góðri Ensku?

Hvað getur þetta fólk ... lagt til varnarmála? sem selur landið, börn sín og þjóð ... hæðst bjóðanda?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.3.2017 kl. 00:38

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aldeilis kostulegt að sjá okkur líkt við Ísraelsmenn sem hafa frá byrjun verið studdir dyggilega hernaðarlega af Vesturveldunum. Væri ekki nær að huga að ömurlegu ástandi landhelgisgæslunnar og borgaralegu björgunar- og öryggiviðbúnaði okkar áður en farið er að búa til íslenskan her sem verði með sömu yfirburði í Norður-Evrópu og Ísraelsmenn hafa í Miðausturlöndum? 

Ómar Ragnarsson, 13.3.2017 kl. 01:14

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlit og skrif.

Ómar Ragnarsson: Þetta er rangt hjá þér. Við stofnun Ísraelsríkis var enginn hernaðar-stuðningur við hið nýja ríki. Og sá hergagna-stuðningur sem kom frá Vesturlöndum  í sjálfstæðisstríði þessara 600 þúsund Ísraelsmanna gegn 40 milljón manna nágrönnum þeirra, var lítill sem enginn. Mest frá Tékkum í formi skotvopna. Það gefur auga leið að óvinirnir studdu þá ekki, þannig að sá litli stuðningur sem kom í formi hergagna koma frá þeim sem voru ekki óvinir þeirra, og það eru fyrst og fremst Vesturlönd, því Ísrael er hinn forni hornsteinn Vesturlanda.

Stuðningur Bandaríkjamanna við Ísraelsríki hófst ekki fyrr en um 1960, í embættistíð Johnsons.

Það voru hins vegar Bandaríkjamenn sem studdu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga 1944 með herafla.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2017 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband