Leita í fréttum mbl.is

CNN gerir í buxurnar - og pilsin

Mattis, - okkar hlutverk er að halda vígstöðunni, með símtólið frá fólkinu í hendinni. Hlusta og hlýða

James Mattis varnarmálamálaráðherra Bandaríkjanna sat fyrir svörum. Frá CNN kom nátúrlega sjálfselskuleg sjálfsupptekningar spurning um eigið ágæti frá blaðamanni CNN. Hún spurði varnarmálaráðherrann að því hvort hann væri samþykkur því sem þjóðkjörinn Trump sagði um fjölmiðla; að þeir væru óvinur fólksins

Mattis svarar eins og hans er von og vísa; þ.e. á fullkominn hátt. Hann sagðist hafa átt í vandamálum með fjölmiða, en að fjölmiðlarnir væru hópur með sameiginlega hagsmuni (e. constituency) sem hann kljáðist við (eins og annað. GR)

Svo kom önnur sjálfselskuleg sjálfsupptekningar spurning CNN um áhrif "óreiðu" í Hvíta húsinu á herinn. Því svaraði Mattis svona: velkomin í lýðræðið. Það er subbulegt og allir myndu óska að allt keyrði smurt. En svona er það. Það er hið besta stjórnarfyrirkomulag sem við höfum. "Hlutverk hersins er að halda vígstöðunni, að halda vígstöðunni og að halda vígstöðunni, þar til ríkisstjórn fólksins hefur merkt leiðina áfram og fólkið talað" - sagði hann

James Mattis er ekki þjóðkjörinn og það gerir hann sér fullkomlega grein fyrir. En hann er hins vegar skipaður beint af hinum þjóðkjörna, svo lengi sem sá óskar eftir þjónustu hans. Hann er þjónn

Enginn hefur kosið hinn sjálfselskulega sjálfsupptekningar blaðamann CNN til neins. Og enginn hefði kosið hana hefði hún boðið sig fram. Fólkið kaus Donald J. Trump. En þarna býður hún sig fram sem sjálfselskulegan sjálfsupptekningar blaðamann CNN, sem engan áhuga hefur neinu nema sjálfri sér, kompaní sínu og stöðu hennar innan þess. Hún hefur engan áhuga á lýðræði, því í hennar kokkabókum virðist það þýða lýðbræði

Mattis er með sitt hlutverk á tandurhreinu. En hvert skyldi hlutverk CNN vera; jú að koma ríkisstjórninni frá með lýðbræði ókjörins CNN, greinilega

Fyrri færsla

Fjölmiðlar ógn við lýðræðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver sem hlustar og tekur mark á CNN? frekar en Mogganum?

Hefurðu lesið fréttirnar í Mogganum ... "maður reis upp frá dauðum".  Þetta er fréttaflutningur Morgunblaðsins ...

... og CNN ... eina fólkið sem hlustar á þá, er trúgjarnt fólk

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 26.2.2017 kl. 20:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Bjarne

Reis upp frá dauðum fréttin er nú ansi skemmtileg Bjarne, verð ég að segja. Hún passar svo vel við mig því ég geng í tréklossum úr tré og heimaprjónuðum ullarsokkum og reyki úti, og meira að segja stundum pípu. Ég flaug líka á hausinn í þeim í hálku og rotaðist smávegis. Horfði upp í stjörnubjartan borgfirskan himininn er ég rankaði við mér og hélt að ég væri kominn í himnaríki. En kaffið í fantinum var hins vegar komið yfir mig allan. En mér hélst þó á tóbakinu. Ég sé að þetta hefði getað farið miklu verr.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2017 kl. 20:46

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Gunnar.

Það er sannarlega vandlifað á Vesturlöndum – upp til hópa á þessum síðustu og verstu tímum.

Einmitt þessi öfga áróður sem birtist svo ljóslega í áróðri og árásum á nýkjörinn forseta Bandaríkjanna er greinilegt dæmi um þessa nýju stefnu eða heimsmynd, sem aðalega er byggð á vaxandi tæknivæðingu og breyttri heimsmynd í kjölfar kvennréttinda byltingar síðustu kynslóðar.

Auðvitað eru konur frábærar, yndislegar og fullkomnar, en er ekki auðvelt að ímynda sér að ef einhver tiltekin tegund fugla, þar sem kvenfuglinn liggur á eggjum uns ungarnir komast á legg, tæki upp á að njóta bættra lífsskilyrða og léti karlfuglinum eftir að liggja á eggjunum og hlúa að ungunum, að sú breyting myndi leiða til ófremdarástands – eða hreinlega útrýmingar tegundarinnar?

Ég hef auðvitað hugleitt að setja skilti á póstkassann, þar sem ég afþakka Fréttablaðið og sömuleiðis er undarlegt að hafa CNN í Vodafone áskriftinni, en svona er ástandið bara á því herrans ári 2017.

Jónatan Karlsson, 26.2.2017 kl. 21:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jónatan kærlega fyrir innlit og skrif.

Já mér sýnist nú að margir séu, vegna krónískra ferðalaga um heiminn fyrir næstum ekki neitt, farnir að verða svo leiðir á plánetunni okkar að þeir eru hættir að kunna að meta hana. Þeir bara fljúga yfir allt og sést yfir flest. En svo koma kosningar og þeir neyðast til að lenda til að fá fóður og til að mjólka landann. En ég efast samt um að velmegunar-leiðindi skili mönnum framförum, sérstaklega ekki í geimflugi né sjálfkeyrandi sjálfskaparvíti hinna leiðu (bored). 

Það er að verða furðulegt ástand hjá mörgum að það sé mest karlpeningurinn sem stendur fyrir stöðugleika heimilisins, en ekki konan. Af er það sem áður var. Já afkvæmi fugla krefst beggja foreldra, annars deyja þeir út eins og ESB-búar eru að gera.

Fréttablaðið á ekki langt eftir. Það eru engar fréttir í því. Það telst nú varla vera annað en auglýsingabað. Sem betur fer fæ ég það ekki.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.2.2017 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband