Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlar ógn við lýðræðið?

Já það eru þeir, svo sannarlega, eins og sést á viðbrögðum flestra þeirra við niðurstöðum bæði Brexit-kosninganna og kjöri Donalds J. Trump. Og í aðdraganda kosninganna voru þessir fjölmiðlar svo svæsnir að sovéska Pravda hefði ekki komist með tærnar þar sem þeir höfðu hælana

Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar kom við á skrifstofu ríkisstjórnarstjóra Bandaríkjanna í Hvíta húsinu og upplýsti Reince Priebus um að frétt New York Times um "Rússamálið" væri það sem á amerísku er kallað "bullshit". Að FBI vissi að fréttir blaðsins um málið væru "bullshit". Aðför blaðsins, í skjóli ónafngreindra heimilda sem blaðið getur hafa skáldað eða blaðrað upp, að forsetanum og ríkisstjórn hans vegna þessa, væri algjör þvæla frá upphafi til enda. Það sagði FBI

Ríkisstjórnarstjórinn Priebus spurði þá yfirmann FBI að því hvort að FBI gæti ekki sent frá sér fréttatilkynningu um málið. Það sagði FBI að væri ekki hlutverk sitt

Priebus og blaðafulltrúi Hvíta hússins snéru sér þá beint til fjölmiðla með málið. Að bjóða ekki New York Bad Times í það blaðamannaboð er skiljanlegt. Það er varla hægt að snúa sér til þess sem er að reyna að drepa mann

Embætti Barak Ombama var víst þekkt fyrir að bjóða ekki nema útvöldum vinstrifjölmiðlum í sum þau blaðamannaboð sem haldin voru. Bæði formleg og óformelg

Í Bretlandi sturtuðu flestir fjölmiðlar sjálfum sér í það salerni sem þeir höfðu sturtað lýðræðinu í og er nú svo komið að óbragðið í munni manns er svo svæsið og krónískt að ég fæ mig varla til að opna þá sem ég er áskrifandi að. Mest langar mig til að segja áskriftum mínum upp

Eftir forsetakjörið í Bandaríkjunum hafa blöð eins og New York Times og Time beðið áskrifendur á flótta frá blaðinu afsökunar á kamri sínum í þeirri von að halda mætti í þá. En aðeins nokkrum vikum síðar er blaðið fallið ofan hina í krónísku rússnesku tunnu á kamri þess og eygir þar smá áhrifa-, athyglis,- og hagnaðarvon frá skríl hinna vinstri afla sem já, það er leiðinlegt að segja það, hafa bara engan áhuga á lýðræði og virðast ekki einu sinni vera lýðræðissinnar. Sjálft blaðið hefur ekki áhuga á lýðræði, þvert á móti. Það hefur áhuga á lygum og fölskum fréttum, en ekki á niðurstöðum kjósenda

Ég vona að hernaðaráætlun Trumps og Steve Bannon um að tæta í sundur skriffinnskuríkið í Bandaríkjunum takist vel. Hér heima þyrfti að rífa og tæta það apparat í tætlur og koma Íslandi út úr EES, sem er banvæn snerting Íslands við Evrópusambandið, sem þróast hefur í krabbamein

Í Frakklandi hafa dómsdagsspár Sameinaða Seðlabankaveldisins nú hafið göngur sínar í torfum. Af hverju? Jú þar er í forsetaframboði kona sem villa rústa 100 þúsund starfsmannaveldi þess

Fyrri færsla

Fjármálaráðherra Trumps hjólar í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn


mbl.is „Ógn við lýðræðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðdómlega sammála þér ... er ekki frægt, hvernig stjórn Óbama útilokaði "Russia Today" á fundunum.

Þegar Rússar eru farnir að líta út eins og góðu kallarnir, og Rússnesk blöð farinn að birta betri fréttir ...

Þá er andskotanum fokið í flest skjól hér, og kominn tími til að taka þumalinn úr afturendanum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.2.2017 kl. 17:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Stórgóð grein  og tími til kominn að fjalla AÐEINS um ÞESSA HLIÐ á málinu og menn ættu að skoða það "að sjaldan veldur einn er tveir deila"...........

Jóhann Elíasson, 25.2.2017 kl. 17:45

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Bjarne Örn og Jóhann fyrir innlit og skrif.

Já manni ofbýður þessi króníska Rússafóbía og þessi skrílslæti.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.2.2017 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband