Leita í fréttum mbl.is

Afsögn þjóðaröryggisráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta

Furðulegar fréttir berast af afsögn Michael T. Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa forsetaembættisins. Flynn er fyrrum yfirmaður upplýsinga- og leyniþjónusta bandaríska hersins og snýr sú þjónusta að heiminum utan landamæra Bandaríkjanna. Flynn gagnrýndi stefnu bandaríska hersins varðandi stefnumörkun gagnvart þeim óvini sem Bandaríkin hafa staðið í styrjöld við í 15 ár: ISIS og íslam og í reynd allar útgáfur íslam. Ofboðslega margir gleyma því að Bandaríkin heyja styrjöld. Hún er sú lengsta í sögu landsins

Flynn sagði að þeir sem mótað hefðu stefnuna gegn óvinunum gerðu sér rangar hugmyndir um hið sanna eðli hans. Leita mætti frekar upplýsinga og dýpri þekkingar á óvininum í bókum og fræðiritum, en í höfðum þess lifandi hluta hans sem borað væri í. Fyrir þetta vék Obama honum burt

Engin hætta er á að Flynn hafi ekki þekkt öll lög og allrar reglur um allt í sambandi við umgengni við alla óvini og vini Bandaríkjanna. Lítil hætta er á að hann hafi gert neitt sem brýtur í bága við lög og reglur að neinu leyti

Það sem hins vegar hefur gerst er að stefnumörkunarálit varnarmálaráðherrans og utanríkisráðherrans og hins vegar þjóðaröryggisráðgjafans stangast á. Og svo það að Flynn hefur líklega verið kominn með stefnu í varnarmálum upp á skotpall, áður en samkomulag um heildstæði hennar hafi getað náð að myndast í ríkisstjórn Trumps. Donald Trump er þekktur fyrir trygglyndi við sína menn. Hraðinn í heild er ef til vill of mikill, eða þá að Flynn hefur farið of hratt upp á sitt einsdæmi

Flynn var sennilega kominn framúr hinum með framkvæmd stefnu, og þegar þeir uppgötva það þá eru þetta afleiðingarnar. Um er því að ræða ósamkomulag innan ríkisstjórnarinnar. Þetta hefur ekkert með Rússa að gera, frekar en Siggu Jóns. Öll valdaskiptateymi í Bandaríkjunum hefja samskipti við þau erlendu ríki og aðila sem þau þurfa að hafa samband við, áður en í embættin er komið. Þessi óformlegu samskipti hefjast strax eftir kosningar og jafnvel fyrir þær, eins og þegar teymi Reagans var komið í samband við Teheran vegna gíslatökumálsins, fyrir kosningar. Þetta er gert svona og hefur ávallt verið gert svona til þess að nýja ríkisstjórnar-teymið mæti frá fyrsta vinnudegi verkefnum embættisins á fullum vinnuhraða 

Ekkert er að marka það sem flokkleiðtogar þingsins segja um málið. Hægt væri að tala um málið við karlinn í tunglinu og fá réttari niðurstöðu, en með því að hlusta á þingmenn tjá sig um það. Og enn minni botn er hægt að fá í málið með aðstoð fjölmiðla, því þeir eru að mestu orðnir ein samfelld pólitísk hreyfing, og það eiga þeir alls ekki að vera

Restin er gas og DDRÚV

Fyrri færsla

Evrópusambandið verður að tryggja að Bretland skaddist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisvert hjá þér, Gunnar, sem fyrri daginn.

En ég næl lítilli meiningu út úr þessari málsgrein: "Flynn sagði að þeir sem mótað hefðu stefnuna gegn óvinunum [lesist trúlega: óvininum] gerðu sér rangar hugmyndir um hið sanna eðli hans. Leita mætti frekar upplýsinga og dýpri þekkingar á óvininum í bókum og fræðiritum, en í höfðum þess lifandi hluta hans sem borað væri í." Þetta síðasta fer svona fyrir brjóstið á mér!

Jón Valur Jensson, 15.2.2017 kl. 12:25

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En ég næ ...

Jón Valur Jensson, 15.2.2017 kl. 12:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Jón Valur.

Þegar Flynn sá um upplýsingadeild bandaríska hersins í Afganistan setti hann sig gegn því á hvaða hátt og samkvæmt hverslags doktrin (sannfæringu) baráttan var háð. Hann sagði að þessi sannfæring sem byggt væri á myndi ekki fæða af sér þá strategíu sem skila myndi hernum sigri, og sjá, eftir 15 ára baráttu er óvinurinn enn ósigraður.

Hann sagði að saga heimshlutans, og sérstaklega íslam, væri þannig að eina leiðin til að sigrast á þeim óvini sem barist væri gegn, væri að skilja doktrin (sannfæringu) íslams og hvernig sú doktrin væri uppbyggð. Án þess að skilja þetta myndi sigur ekki vinnast, og sjá, hann hefur ekki unnist. Obama neitaði að skilja, 1) rótfestu Taliban og íslamska ríkisins í 2) sjálfu íslam.

Flynn sagði að það þýddi ekkert að sigra bardagaeiningar islam, því að allt íslam sjálft, væri herinn. Bryðji maður niður eina bardagaeininguna (fighting unit) þá sprytti bara önnur upp sem tæki stað hennar.

Flynn sagði að upplýsingaþjónustan sem herinn stólar á til að geta mótað sannfæringu og stefnur, setti til hliðar fræðimenn og utan að komandi þekkingu á óvininum. Ergo: að Obama væri grasasni sem sóaði mannslífum og auðæfum Bandaríkjanna til einskis, því hann þekkti ekki óvininn, rætur og rótfestar hans

Hann er að segja að það sé ekki til nein ópólitísk útgafa af islam. Sem er hárrétt hjá honum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2017 kl. 13:03

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér. Þetta var fínt til útskýringar.

En doktrin væri hér betur þýtt (a.m.k. um það fyrirbæri hjá múslimunum) sem kennisetning, eins og orðið er líka þýtt í kristinni hugmyndasögu.

Jón Valur Jensson, 15.2.2017 kl. 13:18

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er verið að tala um að þetta sé Bilderberggrúppan að verki en þeir réru gegn Menntamálaráðherranum sem rétt slapp inn. Ég hugsa oft þar sem Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson sátu þarna einhver ár.

Spurningin getur verið að Ólafur rói undir fölsku flaggi eða hafi róið en oft verður að bakka þegar illa gengur og svo fara þessir menn af stað aftur með heimsvaldastefnuna. NWO. George Soros er bara peð sem dreifir áróðurs peningnum.  http://www.bilderbergmeetings.org/participants.html

Valdimar Samúelsson, 15.2.2017 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband