Fimmtudagur, 19. janúar 2017
Segir Donald Trump satt um að NATO sé úrelt - eða ekki?
Er þetta rétt hjá forsetanum? Og hver hefur áhuga á sannleikanum?
Til að svara því þá verða menn fyrst að spyrja sig þessarar spurningar: Ef við gefum okkur að NATO sé úrelt, fyrir hverja er varnarbandalagið þá úrelt og fyrir hverja það þá ekki úrelt?
NATO var stofnað sem varnabandalag Bandaríkjanna og Evrópu gegn hættu frá Sovétríkjunum. NATO átti að verja Evrópu og Norður-Ameríku gegn hættunni frá Sovétríkjunum.
Evrópa var í rúst vegna heimsveldisdrauma Þýskalands og markmiðs Versalasamningsins um að viðhalda valdaójafnvægi á meginlandinu vissum aðilum í hag, en öðrum ekki. Sá samningur var vopnaða útgáfan af evru og myntbandalagi Evrópusambandsins (EMU)
Efnahagur og sjálfstraust Evrópu var í rúst. Efnahagur Bandaríkjanna var ekki í rúst og sjálfstraust þeirra var í lagi. Efnahagur Íslands var einnig í rúst vegna kúgunar öldum saman og sjálfstraustið var næstum ekki neitt, en fór samt batnandi vegna 1918 og 1944. Vonin bjargaði okkur
Bandaríkin höfðu þá mikilla varnarhagsmuna að gæta á meginlandi Evrópu. Kalda stríðið var tilvistarógn gagnvart þeim og Evrópu og Íslandi
Bandaríkin sáu auman á Evrópu og stofnuðu NATO sér til varnar, og til varnar Evrópu, og Íslandi
Bandaríkin borguðu brúsann - allan
Frá því að þetta var staðan hefur margt breyst þökk sé Bandaríkjunum. Bandaríkin hjálpuðu Evrópu að rísa á fætur með örlátum gjöfum og gerræðislega kostnaðarsamri öryggis regnhlíf sem kom í veg fyrir að Sovétríkjunum rigndi niður á þá sjálfa og Evrópubúa sem voru á vestrænu áhrifasvæði Bandaríkjanna. Evrópa lifði og andaði undir varnarregnhlíf Bandaríkjanna. Vegna þessa varð Evrópa rík, en Sovétríkin og leppríki þeirra urðu fátæk
Sovétríkin detta svo í sundur vegna fátæktar. Þau höfðu ekki efni á sjálfum sér eins og Evrópa hafði ekki efni á sjálfri sér í rústum Þýskalandskeisarans Adolfs Hitlers. Hún þurfti hjálp og fékk hana. Bretland fékk enga hjálp en veitti hins vegar Evrópu og Íslandi hjálp og verndaði hana og okkur
Vegna þessa varð Evrópa rík. Það gat hún orðið vegna þess að hún fékk gjafir og vernd. En núna eru engin Sovétríki til sem ógna Evrópu. En Evrópa getur samt ekki varið sig. Bandaríkin verja hana ennþá. Hagkerfi Evrópu er stærra en hagkerfi Bandaríkjanna. Og 200 milljón manns fjölmennari. Evrópa er rík og hún er rík vegna verndar og gjafa Bandaríkjanna. Ísland er líka ríkt en gerir ekkert. Gerir sjálft lítið sem ekkert sér til varnar. Hvað er að?
NATO á að heita varnarbanalag. En í fyrsta skiptið sem 5. grein sáttmálans var virkjuð, þá brugðust bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu að mestu. Ekki alveg, en samt að mestu. Það gerðist þegar íslamistar réðust á Bandaríkin 11. september 2001. Sólarhring síðar var 5. grein NATO virkjuð vegna ákalls frá Bandaríkjunum til að lögga himininn yfir þeim (operation Eagle Assist, október 2001 til maí 2002). Bandaríkin stóðu næstum því ein, nema að því leyti að NATO gat skaffað AWACS, en sem Bandaríkin áttu þó sjálf. Gagnslaust og úrelt drasl evrópska meginlandsins tók aðeins að litlu leyti þátt í og bara vissum aðgerðum á erlendri grund. Aðeins Bretland stóð að fullu með Bandaríkjunum
Þýskaland og Frakkland neituðu þess utan í kjölfarið að rétta Bandaríkjunum hjálparhönd í bæði fyrsta og öðrum fasa eftirmálans; Afganistan og Írak. Þar breyttist sambandið á milli Bandaríkjanna og annars vegar Þýskalands og Frakklands á afgerandi slæman hátt. Þýskum hermönnum er þess utan bannað að taka þátt í bardögum þar sem þeir koma við sögu í NATO ISAF. Herafli NATO getur ekki einu sinni ferðast yfir landamæri margra NATO-ríkja í sjálfri Evrópu nema með því að bíða í 5 daga eftir leyfi frá yfirvöldum viðkomandi landa. Herveldi Eistlands gegn Rússlandi er til dæmis aðeins sex þúsund manns á friðartímum og helmingur þeirra eru í honum vegna herskyldu. Hinum megin við landamærin, sem fíflkerlingar segja í Evrópu að séu úrelt fyrirbæri, stendur 60 til 100 þúsund manna herafli Rússlands á þessum hluta Vestursvæðis rússneska hersins.
Virkjun NATO gegn Rússum við austurjarðar NATO-svæðisins er næstum því til að hlægja að. Þau fjögur lönd sem kalla sig Visegrad-löndin (V4) -Pólland, Ungverjaland, Tékkland og Slóvakía- ætla til samans að senda 600 hermenn til Eystrasaltsríkjanna, eða 150 hver, á þessu ári og Þýskaland 200 hermenn með sín kústsköft. Á þessu ári munu Bandaríkin hins vegar sjálf og stranglega tvíhliða hafa sett inn fullvopnaða 5-8 þúsund manna herdeild og tæplega þúsund topp tjúnaða skriðdreka á þessum væng og sem er meira en helmingi meira en allur styrkur NATO er á þessu heita svæði. Allur hinn gangfæri skriðdrekafloti alls Þýskalands er aðeins 220 stykki af úreltum Leopard2 brandara frá 1970. Hvað á þetta að þýða?
Bandarískir skattgreiðendur og mannslíf eru lögð beint að veði beint framhjá NATO til varnar Evrópu! Af hverju er þetta svona? Jú vegna þess að þegar að NATO ríkjum Evrópu kemur þá eru fyrirvararnir svo margir á þátttöku þeirra í aðgerðum, að vonlaust er að eiga við það bákn á neyðarstund. Til dæmis voru í gildi 83 þátttöku-fyrirvarar evrópskra ríkisstjórna NATO-landa innan ISAF-herfaflans í Afganistan
Summa summarum:
Sovét er dautt. Tilgangur NATO var að mæta ógninni frá Sovét. Sjálft skotmark NATO er horfið. Hvað á það þá að miða á? Bara eitthvað út í loftið?
Evrópa er rík og Ísland er ríkt, en Bandaríkin aumkvuðu sig þó samt yfir fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna þegar þau losnuðu mölbrotin undan oki þeirra, og samþykktu þeirra vegna að standa áfram sem ábekingur NATO á meðan þau ríki væru að koma sér á fætur og innlima sig sjálf inn í herstjórnarkerfi Vesturlanda, sem er viðamikil stofnun. Síðan þá eru liðnir áratugir
Bandaríkin sjálf njóta lítils gagns af NATO vegna þess að Sovét er dautt. NATO gagnast ekki hagsmunum Bandaríkjanna í Evrópu. Þess vegna snúa þau sér beint til Intermaríum ríkjanna og ganga þar tvíhliða til verks; með tvíhliða samningum um varnir þeirra. Þar er NATO bara til athlægis og jafnvel beinna trafala með sinn hernaðarlega kústskaftaskóg meginlandsins
Ef einhver getur sagt mér að NATO sé ekki úrelt vegna þess að það er gamalt og gagnslítið fyrir þann sem borgar fyrir það, þá má viðkomandi mjög gjarnan svara mér með rökum um að svo sé ekki
Fyrir meginland Evrópu og Ísland er NATO hins vegar ekki úrelt, því þau fá þar allt gratís á kostnað Bandaríkjanna. Þannig félagsskapur er ekki bandalag, heldur sogrör þeirra ofan í Bandaríkin. ergo: NATO er í reynd úrelt stofnun. Donald Trump segir satt
Ísland er ekki mikilvægt fyrir Bandaríkin lengur. Að minnsta kosti ekki eins og er. Það getur hins vegar hæglega orðið það aftur. En hin krónísku pólitísku vandræði við land eins og Ísland, sem virðist ekki kunna að skammast sín, eru svo mikil að landföst herstöð fyrir Bandaríkin er ekki eins álitleg og fljótandi herstöð. Mitt álit er að NATO sé úrelt af því að það er gamalt og að Bandaríkin viti það mjög vel. Og að í stað þess munu koma tvíhliða sáttmálar við hvert ríki fyrir sig eins og er að gerast í Intermaríum ríkjunum
Við verðum að taka málin í okkar hendur og að minnsta kosti vera fær um að lögga lofthelgi okkar eins og landhelgina og sjá um fyrstu varnir í þær klukkustundir sem það tekur Bandaríkin að koma á vettvang og að þeir hafi þá sanngjarnan rétt til að lenda hér og vera hér með sínar ómetanlegu græjur okkur og þeim til varna án hins eilífa pólitíska aumingjakjaftæðis allt of margra í okkar bandarískt blessaða landi. Það er staðreynd að Bandaríkin hafa blessað Ísland og gera enn. En þeir hafa ekki þolinmæði í endalausan aulahátt okkar
En eins og er þá er held ég að skömm okkar sé mikil í augum Bandaríkjanna. Mér finnst það sálfum, en ég vona að ég sé svo illa að mér í þessum efnum að ég hafi algerlega rangt fyrir mér. Ég vona það
Takk
Fyrri færsla
Bretland losar sig við hlut sinn í Evrópusambandinu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Kallinn hefur fylgst með og eðlilega tekið upp þykkjuna fyrir þjóð sína.
Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2017 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.