Þriðjudagur, 17. janúar 2017
Auðvitað er NATO úrelt - eins og það er núna
Mikið, ákaflega flott og tilætlað fjaðrafok í kjallaraholum meginlands Evrópu hefur orðið vegna ummæla Donalds Trump um NATO. Hann segir að NATO sé úrelt. Þrjú orð: NATO er úrelt og menn svitna í ESB. Svitna bókstaflega
En það er ekki þar með sagt að hann hafi sagt að sjálft hlutverk NATO sé úrelt. Hann er að segja að NATO eins og það er núna, er ófært um að gegna því hlutverki sem það á að gegna í þerri stöðu sem ríkir núna. Og sú staða er einungis algerlega dæmigerð. Hún er á engan hátt einstæð né hvað þá sérstæð
Menn hafa beintengt NATO um of við (bölvunar) þróun Evrópusambandsins. En það samband hefur verið í upplausnarferli frá því að tilvist þess byrjaði að reyna á það. Það er vonlaus góðvirðisstofnun sem á engan hátt er hægt að tengja við NATO á neinn hátt. En samt hefur það verið gert. Og það er ekki gott. Það er slæmt
NATO sjálft hefur engan her. Það eru meðlimir þess sem hafa her, en það eru í reynd einungis Bandaríkin og Bretland sem hafa raunverulegan her. Hvort að Frakkland er með eða ekki með, veit enginn fyrir víst fyrir utan sex mánaða fyrirvara
Grundvöllur NATO eru útgjöldin sem skapa bandalagið. Og útgjöldin koma frá fullvalda ríkjum sem vilja verjast. Bandaríkin borga 650 milljarða dala af grundvelli NATO sem í heild er 900 miljarðar á verðlagi ársins 2016. Bretland borgar 60 milljarða dala. Kanada borgar 16 milljarða dala. Restin af öllu NATO, þ.e allt meginland Evrópu, borgar 170 milljarða dala. Bandaríkin, Kanada og Bretland halda NATO uppi með því að borga 80,5 prósent af þeim útgjöldunum sem mynda afl NATO - og sennilega borga þau 200 prósent af getu þess inn í framtíðina. Það er að segja: 430 milljón manns á meginlandi Evrópu borgar svo að segja mjög mjög lítið og Ísland borgar að því ég best veit ekki neitt, sem er alger skandall, ef rétt er. Við eigum að minnsta kosti ekki neitt okkur til varna nema loft
Við Íslendingar erum næstum því að helmingi til jafn fjölmenn þjóð og Ísraelsríki var við stofnun þess 1948 og sem barðist þá eitt fyrir sjálfstæði sínu gegn fimm ríkjum samtímis og sigraði: Egyptalandi, Jórdaníu, Írak, Sýrlandi og Sádi Arabíu. En við! já við, eigum ekkert til að verjast með; ekkert! Við getum ekki einu sinni löggað loftrými okkar. Þetta er svo skammarlegt að varla er hægt að segja neinum manni frá þessu. Við ættum nú þegar að hafa fjórar væng-stöðvar á landinu til að lögga lofthelgi okkar með orrustuþotum. En hér er bara hola ofan í jörðina. Tóm hola. Af hverju er þetta svona aumingjalegt!
Ef ég væri Donald Trump þá myndi ég hugsa svona: Helsta ríkið á meginlandi Evrópu er Þýskaland. Þetta ríki þykist eiga Evrópu núna, en gallinn við þetta ríki er að það er svarthol. Og það er ekki hægt að byggja sólkerfi umhverfis svarthol. Það hagar sér þannig. Og af hverju slær þetta ríki þá ekki einnig eignahaldi sínu á vandamál meginlandsins og leysir þau með því að borga fyrir þau. Af hverju hefur meginland Evrópu ekki séð um varnir á austur"strönd" þess, gagnvart Rússum?, sem þess utan eru á brauðbótum eins og er. Af hverju ver Þýskaland ekki Austur-Evrópu gegn Rússlandi? Hvað er að? Jú það sem í raun og veru er að, og þegar til kastanna kemur, er að Þýskaland veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Það hefur í reynd gamla drauma um að stofna stórveldi saman með Rússlandi, sem storkað getur Bandaríkjunum á veraldarvísu. Þýskaland er geðklofið ríki í þessum málum og það er fæðingargallað 1871-veldi sem enn er að ryðja sér til rúms á meginlandinu, með mestmegnis ömurlegum afleiðingum. Það er enn óþekkt stærð. Og vegna þessa, þá eru það auðvitað ennþá Bandaríkin sem eru ábekingur Austur-Evrópu, en ekki NATO. Allar þær varnaraðgerðir sem gripið hefur verið til í Austur-Evrópu eru á beinum vegum Bandaríkjanna sjálfra og Intermarium ríkjanna (Pilsudski), en ekki NATO, þar sem einróma samþykki allra meðlima þarf til aðgerða
Vegna þessa mun ég, Donald Trump, senda shock, awe og terror skilaboð til meginlands Evrópu og henda mönnum þar sofandi úr söðli sínum. Hrista upp í aulaveldi Evrópu og sjá hvað gerist. Í leiðinni vil ég helst losna við Evrópusambandið sem stofnun, því það stendur í vegi fyrir því að NATO geti orðið það sem það var, og ESB býr samtímis til vandamál sem eru óleysanleg
.."the right of all peoples to choose the form of government under which they will live" - sáttmálaörkin frá 1941
En NATO var frá meira en upphafi þess varnarbandalag fullvalda ríkja - þið munið þetta kannski enn; Atlantshafssáttmálaörk (e. Atlantic Charter) Roosevelts og Churchills frá árinu 1941, sem um borð í skipi á flóa við Nýfundnaland, meitluð var í þeirra daga steintöflur sem staðfesting á Gamla testamentinu um þjóðfrelsið. Hófst þar með samstillt barátta bandalags frjálsra fullvalda þjóðríkja gegn heimsveldi (imperial-state-hönnun) Adolfs Hitlers kanslara Þýskalands, sem var uber-imperialisti og ætlaði sér að ráða yfir öðrum ríkum og vera konungur yfir mörgum ríkjum og hneppa þjóðir þeirra í þrældóm. Þessum tilgangi NATO hafa hinir frjálslyndu, þ.e. imperíalistar nútímans, algerlega gleymt. Og það sem verra er; hinir "frjálslyndu" fatta ekki hvernig þeir eru orðnir sjálfir; þ.e. ný-imperíalistar
Eftir þessi ummæli Trumps, skemmti ég mér konunglega við að horfa á kínverja Evrópu, Þýskaland, svitna við að halda utanum illa feginn gróða sinn af því Evrópusambandi sem er að rústa Evrópu. En rústuð Evrópa þarf ekki NATO, hún þarf leiðtoga eins og Donald Trump til að byggja upp handfestu og staðfestu. Mann sem veður í gegnum sýnilega sem ósýnilega múra á hverjum andskotans degi og tekst það! Hann er líklega öflugasti leiðtogi sem Bandaríkin hafa átt síðan ég veit bara ekki hvenær. En auðvitað sjá menn það ekki núna, því þeir eru svo önnum kafnir við að baktryggja sjálfa sig gegn því að líta úr sem bjálfar, ef leiðtoganum skyldi nú ekki takast það sem takast þarf: að byggja upp Vesturlönd á ný
Eins og James Mattis sagði: "Ef NATO væri ekki til í dag, þá yrðum við að finna það upp". Já, NATO er ekki til í dag. Trump er að finna það upp. Það gengur sennilega svona fyrir sig, subbulega
Stofnun Evrópusambandsins byggðist á því að láta sambandið líta út sem gjafabúð í augum asna til að verða ríkur á. Allir áttu að geta tekið út, en enginn átti að þurfa að leggja neitt inn. Þetta drasl er allt saman algerlega gjaldþrota í dag. ESB er búið að vera. Það er eitrað svarthol, stofnað til höfuðs fullvalda ríkjum. Út með það - og aftur inn með þá ríkjaskipan Gamla testamentisins sem Roosevelt og Churchill meitluðu út í stein og börðust svo hart fyrir; þjóðfrelsi og fullveldi þjóða. Ekkert annað afl en bandalag þeirra geta ráðið niðurlögum ófreskja. Án þeirrar ríkjaskipunar mun heimurinn fara aftur til fjandans
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 1387440
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Réttara hjá mér er að segja að grundvöllur NATO sé ávallt tilgangur/markmið bandalagsins (e. the mission statment). Það eru útgjöldin sem hins vegar gera NATO kleyft að ná tilgangi sínum, hver sá sem hann er.
En meðlimir NATO eru hins vegar ekki lengur sammála um tilgang bandalagsins, því hótunin sem við blasir á hverjum tíma frá því að Kalda stríðin lauk, já hún hefur ekki sömu/jafna þýðingu fyrir alla meðlimi þess lengur.
NATO-svæðið (NATO-area) er í dag miklu meira mis-kalt eða mis-heitt en áður. Staðan er heit fyrir Austur-Evrópu á meðan hún er köld fyrir okkur og til dæmis Spán. Og áttavillt Þýskaland segist samþykkja Rússland upp að landamærum Póllands á meðan Pólverjar eru að brjálast yfir kæruleysi Þýskalands og allrar Vestur-Evrópu. Bandaríkin eru því miklu meiri bandamenn Póllands en bæði Þýskaland og allt ESB er til samans. Allt ESB utan Austur-Evrópu býr á annarri plánetu miðað við Pólland, gagnvart Rússum, þegar að NATO kemur. Vestur-Evrópa reynir svo að velta þessu öllu yfir á Bandaríkin.
Staðan í Kalda stríðinu var önnur. Því er tilgangur NATO einnig annar í dag en hann var áður. Staðan í Evrópu minnir núna meira á stöðuna eins og hún var eftir Fyrri heimstyrjöldina, en á stöðuna eftir Síðari heimstyrjöldina. Og þá láðist bæði Bretum og Frökkum að taka stöðuna nægilega alvarlega og því fór sem fór. Þeir voru óviðbúnir og sofandi.
Gunnar Rögnvaldsson, 17.1.2017 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.