Leita í fréttum mbl.is

Gladrabrennur: Karl gat ekki orðið ráðherra vegna þess að hann er ekki kona

Þær eru orðnar ansi margar galdrabrennurnar sem kyntar eru í dag undir heilbrigðri skynsemi manna. En segja má að Stalínisminn um kynjakvóta sé eitt það hallærislegasta um þessar mundir - fyrir utan kommúnismann í vísitölusjóðum sem fjárfesta í öllu því drasli sem viðurvist hefur í vísitölum, bara vegna þess að það er í vísitölunni. Hreinn og tortímandi Marx-Lenín sósíalismi af verstu gerð

Mér þykir leitt að maðurinn sem ég kaus í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og sem sigraði stórt í mínu kjördæmi, Norðvestur, Haraldur Benediktsson, skuli ekki hafa getið orðið ráðherra vegna þess að hann er ekki kona. Þetta er hreint brjálæði

Hverslags endemis galdraþvæla og Stalínismi er þetta eiginlega. Eru menn gengnir af göflunum. Hvað verður næst? Ef menn halda að þeir séu að vinna góðum málstað gagn með svona rugli, þá get ég upplýst þá um að þetta er það versta sem hægt er að gera konum og jafnréttismálum yfir höfuð. Þetta eru bara nýjar galdrabrennur. Hafið þið ekkert lært? Er það þetta sem kemur út úr þeim hluta landsframleiðslunnar sem varið er til menntamála. Tóm þvæla!

Ísland barðist ekki fyrir fullveldi og sjálfstæði til að geta orðið skrifræðisríki. Alþingi Íslendinga var ekki stofnað til þess að verða sovésk matrixa. Og embætti forsætisráðherra -hins pólitíska höfuðs lýðveldisins- var ekki hugsað sem bókfærsluembætti

Fyrri færsla

Meginland taparanna: "Evrópusambandið aldrei sundraðra"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sérkennilegt hvað sumum er illa við niðurstöðu kosninga og jafnrétti virðist alsekki mega vera með.   

En réttur kvenna sem fara halloka í kosningum er öðrum rétti æðri, meira að segja svo að  atkvæði kvenna sem kusu karlmann freka en konu eru hunsuð. 

Framganga karla á alþingi hefur svo sem ekkert verið til að hrópa húrra fyrir nú síðasta áratuginn, en það væri alveg þess virði að skoða gagnsemi kvenna á sama tímabili.

Að minnsta kosti heyrist mér að ekki séu allar konur sáttar við frammistöðu kynsystra sinna á alþingi.      

Hrólfur Þ Hraundal, 13.1.2017 kl. 07:21

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ekki einmitt verið að þjóna femínistum þ.e. þagga niður í þeim svona fyrirfram. Ég sá glimpsa fyrir í grein að Svíarnir eru farnir að endurskoða kynjakvótahugmyndina enda röng hugmyndafræði og eins og Hrólfur segir að konur kusu þessa menn.

Valdimar Samúelsson, 13.1.2017 kl. 12:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat Valdimar,þagga niður í þeim,mjög líklegt.                    En afhverju varð Pétur Blöndal aldrei ráðherra þrátt fyrir ára ef ekki tugi ára setu á þingi fyrir sinn flokk? Einhvern veginn finnst mér það skipta máli,með því hve miklu hann vann að fyrir landið.


Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2017 kl. 16:46

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir það og blessuð sé minning hans. Ég man alltaf þegar hann hrópaði í sölum Alþingis. Þetta er landrá, þetta er landráð þegar tæpur meirihluti samþykkti að senda inn umsókn um aðild að ESB. 

Valdimar Samúelsson, 13.1.2017 kl. 19:34

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innlit og skrif; Hrólfur, Valdimar og Helga.

Forsætisráðherra lýðveldisins má ekki og getur aldrei myndað ríkisstjórn byggða kyni, hæð, þyngd né útliti þingmanna. Það er bannað. Hann er sjálfur forsætisráðherra vegna þess að hann fékk embættið frá okkur kjósendum og útaf engu öðru. Að iðka slíka fáránleikaiðju eins og kyjnaþvaður með aðra en sjálfan sig hlýtur í síðasta enda að leiða hann sjálfan út úr embættinu og láta það í staðinn í hendur galdramanna samkvæmt svona þvaðurblaðri um loft. Þetta er hneisa. Þetta er algerlega óásættanleg iðja við fóðurvélar heimskunnar.

Forsætisráðherrann á að leiða en ekki að vera leiddur, né hvað þá heldur að vera langt leiddur burt frá því sem er rétt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2017 kl. 01:22

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta á við um alla forsætisráðherra. Alla pólitísku leiðtoga lýðveldisins.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2017 kl. 02:13

7 identicon

Ég held að þessi ríkisstjórn hafi bara veið sett saman um eitt mál og það er að stela ríkisfyrirtækjum. Nei fyrirgefiði það er víst kallað að einkavæða ríkisfyrirtæki. Það sýndi sig svo vel í fyrri einkavæðingu bankanna að það var best að hafa konur sem ráðherra þá. Því þær höfðu ekki hugmynd um einavæðinguna fyrr en allt var um garð gengið. Þess vegna er verið að setja konur í ráðherrastóla núna, því þá verður þetta miklu auðveldara.

En verði það bara best sem vitlausast.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 18:55

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Steindór.

Get ekki séð neina tengingu við kyn í þessum málum. Karl- og kvenkerlingar í pólitík eru sama stærðin.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.1.2017 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband