Þriðjudagur, 10. janúar 2017
Meginland taparanna: "Evrópusambandið aldrei sundraðra"
Mynd: geopólitískt perspektíf Þýskalands á landmassa evrasíu. Svona sér Þýskaland heiminn sinn og Evrópusambandsins. Þessari sýn deilir Austur- og Suður-Evrópa ekki með Þýskalandi, sem á orðið allt ESB
Já þetta er mikið rétt hjá honum Sigmari Gabríel þarna í Þýskalandi (sjá frétt Morgunblaðsins að neðan); Þýskaland þénar mikið og stórt á óförum annarra. Enda var það alltaf tilgangurinn með evrunni og myntbandalagi Evrópusambandsins
Evrusvæði Evrópusambandsins er núna haldið saman með peningapólitísku ofbeldi án skriðdreka til að komið sé í veg fyrir að Þýskaland verði gjaldþrota. Þýskaland er því miður öfugsnúið öldrunarhagkerfi, sögulega ólæst á efnahagsmál og jafnframt vestur-kína Evrópu, sem getur ekki staðist vegna þess að 50 prósent útflutningsfíkn þess af landsframleiðslu þolir ekki að missa neinn gísl úr því gíslatökubúri sem búið er að gera Evrópusambandið að handa Þýskalandi
Þýskaland þolir ekki að neitt land yfirgefi útflutningsmarkað þess sem er hinn svo kallaði "innri markaður" og sem hönnunarlega séð er fyrst og fremst til fyrir Þýskaland, alveg eins og allt ERM dótið sem sprakk 1992 var, og gerði um leið Þýskaland þá að hinum sjúka manni Evrópu. Evran átti hins vegar að halda þessu búri saman
Helmingur alls útflutnings Þýskalands fer til hins svo kallaða innri markaðar. Útflutningsfíkn upp á tæp 50 prósent af landsframleiðslu í fjórða stærsta hagkerfi veraldar með 18 lönd hlekkjuð við sig í læstu gengisfyrirkomulagi, er stærð sem startað getur heimsstyrjöld. Og það er einmitt það sem líklega mun gerast, með dyggri aðstoð frá austur-kína í Kína. Það er ekki hægt að byggja sólkerfi með 18 plánetum í kringum svarthol. Þýska hagkerfið er svarthol. Eyðileggjandi massíft svarthol
Vanti Þýskalandi enn lægra gengi gagnvart umheiminum, þá kveikir það bara í einu landi evrusvæðis í viðbót. Dugi það hins vegar ekki til, þá er milljón manna massa af geimverum með handsprengjur frá öðrum plánetum rétt í þessu sleppt lausum á hin handjárnuðu leppríki sem læst eru föst inni í Evrópusambandinu með evrum undir pervertri peningastefnu, sem einungis er tandurhrein heimsvaldastefna (e. imperialism) í nýjum klæðum
En það er alrangt hjá Sigmari Gabríel að þá myndu "börnin okkar og barnabörn fordæma okkur" fyrir að frelsa Evrópu frá oki evru og ESB með því að leggja sambandið niður. Þau munu hins vegar fordæma foreldra sína fyrir að hafa búið til þann Frankenstein peningamála sem evra Evrópusambandsins er. Fordæma þá eins og heimsvaldasinnaðir nasistar voru fordæmdir fyrir að tortíma Evrópu með imperialisma sem stúta átti öllum þjóðríkjum Evrópu, Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku með líkamlegu ofbeldi. Sagan er að endurtaka sig, en bara í nýju formi. Þetta munu börn Gabríels ekki fyrirgefa. Ekki þarf að hafa neinar áhyggjur af börnum þýska kanslarans, því hún á engin sjálf, nema þau sem hún reynir að kaupa ást frá með brjálæðislegum tilraunum til að drekkja Þýskaland í tifandi tímasprengjum og geimverum
Þegar hrun fjármálabólunnar skall á, og sem í Evrópu var sköpuð með rotnum ECB-seðlabanka Evrópusambandsins sem átti þann veginn --framhjá þýska seðlabankanum og innlendri löggjöf frá Bandamönnum-- að skaffa dauðvona Þýskalandi dulbúinn örvunarpakka með gerræðislegum óábyrgum lánveitingum og peningapólitík sem drekkti gíslum evrusvæðis í suðri í skuldum undir neikvæðum raunstýrivöxtum til þess að búa á þann hátt til eftirspurn eftir þýskum vörum úr norðri, á hinum innri markaði, þar sem gíslar Þýskalands eru læstir inni í, já, þá kom auðvitað í ljós að hagsmunum þjóðríkjanna varð að fórna fyrir yfirríðandi hagsmuni Evrópusambandsins
Á fagmáli heitir þetta heimsveldisstefna e. imperialism. Þetta er jú hún gamla Evrópa og hún er ávallt söm við sig. Evrópumennin hafa langa reynslu í svæsnum pólitískum perraskap. Þau menni hennar blikkuðu ekki einu auga er hálf milljón manna misstu lífið á fyrstu viku Fyrri heimstyrjaldar. Hefði álfan haft kjarnorkuvopn þá og allar götur síðar, þá hefðu villimenn Evrópu notað þau án þess að blikka einu auga
Í frámálakreppunni sem enn blússar á meginlandi Evrópu var þjóðríkjunum fórnað á altari evrunnar til þess að hún gæti lifað af. Ef Þýskaland missir evruna, þá fer það í þrot. Miklu betra er því fyrir það að láta önnur ríki um að bjarga því og um leið leggja sjálf sig niður svo að vér í Þýskalandi getum sest ofan á alla álfuna einu sinni enn. Þetta er sá hvati sem lá að baki stofnun myntbandalagsins og Evrópusambandsins og einnig sjálfs Þýskalands 1871; samkeppnisfyrirkomulag og ekkert annað. Restin var sölugas sem hálfvitar Evrópulanda keyptu
Nú er 30-50 prósent af öllum lánasöfnum ítalska bankakerfisins í vanskilum. Skuldararnir geta ekki borgað því þeir hafa verið lagðir í rúst með evrum. Vel rekin fyrirtæki og heimili geta ekki einu sinni borgað né hvað þá flokkast sem lánshæf til að hægt sér að framlengja lengur og útilokað er að búa til hagvöxt. Þau eru varanlega lögð í rúst með evru. Þessi lánasöfn eru allar þær eignir sem bankarnir hvíla á. Allt hlutafé bankanna er löngu brunnið til ösku og nýtt algerlega ófáanlegt vegna fullkomins vantrausts. Lánasöfnin eru ekki bara í vanskilum, heldur eru þau algerlega brunnin rúst sem rýkur ekki einu sinni úr lengur. Þeim hefur verið framlengt svo lengi og ástandinu haldið leyndu svo lengi til að reyna að blekkja heiminn svo hann farist hreinlega ekki úr evrum
En nú er tíminn svo gott sem úrbrunninn líka og staðreyndirnar á jörðu niðri, teppasprengjugígar evrunnar, fara að tala sínu máli. Orðaforði ECB-seðlabankalings Evrópusambandsins yfir ástandið er algerlega tómur og eiginfé hans mun brátt fara sömu leið og eignasafn ítalska bankakerfisins; í þrot. Þessi seðlabankalingur hefur rústað öllu meginlandi Evrópu, enda var hann og myntbandalagið stofnanaleg hönnun algerra vitfirringa í peningamálum frá upphafi. Algerlega lúnatikk stofnun út í gegn frá upphafi
Þjóðir þjóðríkja Evrópu eru því að hoppa í gömlu björgunarbátana, gamla þjóðríkið sitt sem fyrri heimsveldi reyndu að útrýma. Hoppa í gömlu landamærin sín, fullveldi sitt í peningamálum og sjálfsákvörðunarréttinn. Hægfara en algerlega geigvænleg vatnaskil hafa orðið - og framhaldið verður ekki skemmtiferð því að heimsvaldastefna elur aldrei af sér annað er hörmungar. Það stendur ritað svart á hvítu í Hinum heilögu ritningum sem Vesturlönd voru byggð upp með
En sannleika og mörg þúsund ára reynslu Hinna heilögu ritninga var varpað fyrir róða og tandurhreinn imperialismi eins og þeir kalla ekki hina glötuðu stefnu sína var tekinn upp í staðinn, og þetta er árangurinn: Já, árangurinn er þessi ESB-imperial-state-hönnun sem er að fara með Evrópu og heiminn til andskotans, í stað fullvalda og blómstrandi þjóðríkja. Og síðan alþjóðavæðing hinna "frjálslyndu" sem varð því miður og fljótlega að ferlegum alheims-imperialisma og sem þar með hefur gert hina "frjálslyndu" sjálfa að algerum uber-imperialistum, en sem þeir gera sér þó ekki enn grein fyrir sjálfir. Nýr stóri-ófriður blasir því við. Til hamingju hálfvitar Evrópu, ykkur tókst þetta einu sinni enn!
Það verður fróðlegt að skoða þetta úr þeirri góðu fjarlægð sem Atlantshafið og íslenska krónan veitir okkur svo giftusamlega. Því bráðum, já bráðum, sest eini forseti Bandaríkjanna, sem að sögn fróðra, vit hefur haft á peningamálum í embætti sitt. Þá mun munkaklaustur klikk-fræðimenna seðlabankalings Evrópusambandsins kannski verða enn fróðlegra stjarnfræðilegt fyrirbæri næturhimnum Vesturlanda til að skoða í austri, frá öruggu Vestri
Fyrri færsla
Þess vegna sigraði Sjálfstæðisflokkurinn með Bjarna
Evrópusambandið aldrei sundraðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 1387420
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þetta er átakanleg hryllingssaga, Gunnar. Aldrei hefði mig grunað það - ég átti samt heima í Þýskalandi í 33 ár - að "Þýskaland þénaði mikið stórt á óförum annarra" ( ! ) Illska Þjóðverja hlýtur að vera mikil þótt hún hafi alveg farið fram hjá mér öll þessi ár sem ég bjó í landinu.
Orri Ólafur Magnússon (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 10:19
Þakka þér Ólafur.
Ég skil ekki af hverju athugasemd þín birtist ekki fyrr en núna. Samkvæmt pósti sem kemur frá bloggkerfinu þá kemur hún inn kl 17:57 og ég fæ póst um hana. En samkvæmt þessu hér að ofan þá er hún frá því kl. 10:19 í morgun, en í mínum vafra sást hún ekki fyrr en kl 19:30. Það er greinilega einhver hugbúnaðarvilla hér á ferð. Og fyrir hönd bloggkerfisins bið ég þið velvirðingar á því, þó svo að ég stjórni því bara alls ekki. En þetta á ekki að vera svona.
En að efninu: Þú getur ekki gert þýskan almenning ábyrgan fyrir neinum Evrópusambandsmálum því að í fyrsta lagi hefur þjóðin aldrei verið spurð álits í neinum málum sem tengjast ESB og þar fyrir utan er Þýskaland ekki lýðræðisríki í venjulegum skilningi heldur er því stjórnað utanþings með þríhyrndri skepnu útflutningsiðnaðarmafíu,- bankamafíu,- og EUphiles-mafíu sem ræður öllu í landinu, en utan þings. Þingið ræður litlu og þjóðin ræður engu. Og fyrir utan það þá er allt sem hefur með Evrópusambandið að gera algerlega umboðslaust ófreskja án nokkurrar tengingar við vilja þjóða þjóðríkjanna sem logið var þangað inn af stjórnmálamönnum sem enga enga minnstu hugmynd né ábyrgð höfðu og hafa ekki enn í neinum þeim málum.
En það breytir því ekki að gerræðislegur viðskiptahagnaður Þýskalands við umheiminn er sá stærsti í veröldinni og hann er tilkominn vegna gengisfölsunar undir evru og samfelldrar 18 ára innvortis gengislækkunar í hagkerfinu sem þýtt hefur að raunlaun Þjóðverja hafa ekki hækkað í 15 ár. Þjóðverjar hafa ekki fengið kauphækkun í 15 ár.
Þeir peningar sem vantar í Suður-Evrópu liggja því miður á kistubotnunum heima í Þýskalandi. Þeir urðu til á þann hátt sem Sigmar Gabriel segir.
Í hugum Þjóðverja er bara til einn móralskur viðskiptajöfnuður við útlönd; hagnaður Þýskalands. Þeir skilja ekki að jöfnuður er jöfnuður. Og þetta munu þeir aldrei skilja. Enda mun Þýskaland aldrei ganga upp og hefur aldrei gengið upp því að til þess var stofnað á fölskum forsendum 1871. Þetta land mun því aldrei verða til friðs í Evrópu, því miður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2017 kl. 19:56
Orri Ólafur átti það að sjálfsögðu að vera.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2017 kl. 20:09
Um Þýskaland má segja að það sé "efnahagsleg hugmynd um þjóð". Þannig stofnsáttmáli um þjóð og ríki hennar, gengur náttúrlega aldrei upp. Enda er það reynslan af tilvist Þýskalands á meginlandi Evrópu. Hún gengur ekki upp.
Um allt Evrópusambandið gildir það sama. Byggt á geðklofinni hugmynd á svipuðum nótum. Enda er fyrirmyndina ekki langt að sækja.
Hmpf!
Gunnar Rögnvaldsson, 10.1.2017 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.