Leita í fréttum mbl.is

Ítalski forsætisráðherrann segir af sér

Matteo Renzi forsætisráðherra Ítalíu hefur sagt af sér eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem að hans sögn áttu að leiða til meiri stöðugleika í ítölskum stjórnmálum. Þessu sagði þjóðin stórt nei við, því hún veit vel hvað það er sem er að drepa landið

Í þessum kosningum sögðu Pódalurinn í iðnaði og textílbransinn í Toskana, sem að miklu leyti er kominn á svartar og falsaðar kínverskar hendur, já við bón Renzi. Restin af landinu sem misst hefur af öllu og tapað mestu, nema sjálfstjórnarhéraðið uppi í Tíról, sagði 60 prósent hrópandi nei og hoppaði í björgunarbátana sína; þ.e. gamla þjóð-ríkið sitt sem er gjöf til mannkynsins frá hinum Heilögu ritningum Vesturlanda

Eini stöðugleikinn á Ítalíu síðustu 15 árin hefur verið djúpfrysting hagkerfisins, sem engan hagvöxt hefur séð á tímabilinu sem landið hefur haft evru sem þýskan gjaldmiðil á Ítalíu

Ítalía og Þýskaland geta ekki búið við sama gjaldmiðil og það vissu allir frá byrjun. Þessi lönd geta heldur ekki búið í sama húsi, svo ólík eru þau innbyrðis

Búist er við áhlaupi á ríkisskuldabréfaverð og vaxtakostnað ítalska ríkisins. Dekkstu spárnar gera einnig ráð fyrir stigmagnandi almennu bankaáhlaupi á Ítalíu, því að bankakerfi landsins riðar til falls

Sagt er að ECB-seðlabanki Evrópusambandsins sé fær um að styðja við skuldabréfin með stuðnings uppkaupum í nokkra daga eða vikur, án þess að byltingarandinn stóreflist um of innanborðs í Þýskalandi

Á hinn bóginn þolir útflutningsfíkillinn Þýskaland ekki að missa Ítalíu sem gísl út af efnahagssvæði sínu, því þá fer Þýskaland, sem flytur út helming landsframleiðslu sinnar, einfaldlega á hausinn. Þýskaland þolir yfir höfuð ekki að missa neitt ESB land út úr gíslatökubúri sínu; þ.e. út af hinum innri markaði ESB, nema að það skaffi sér nýjar nýlendur í staðinn, eins og til dæmis Rússland

Hvað verður, veit enginn. Þannig virkar evran; Sem kúgandi tímasprengja, efnahagslegt gereyðingarvopn og pólitísk fjöldagröf Evrópu

Flest yfirríkislegt (lesist: ESB) og næstum allt alþjóðlegt (lesist: alþjóðaisminn), hefur brugðist Ítalíu og Ítölum

Fyrri færsla

Galdrabrennur kveiktar á ný


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Á meðan sitja þingflokkar á Íslandi og plotta hvernig koma megi landinu inn í sambandið.

ISIS er ekki eini öfgatrúarhópurinn sem við þurfum að óttast.

Ragnhildur Kolka, 5.12.2016 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband