Leita í fréttum mbl.is

Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn er að ganga fast og öruggt í sjálfan sig. Það hefur verið þungur baggi fyrir flokkinn að hafa Benedikt Jóhannesson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Þorstein Pálsson innanborðs. Þessi þrenna var ósamrýmanleg sjálfstæðisstefnunni. Var það því sem mælt við manninn að um leið og það fólk og fylgismenn þess fór úr flokknum, þá gátu þeir sem aðhyllast grunnstefnu flokksins um sjálfstætt og fullvalda Ísland, gengið til liðs við hann, kosið hann, og komið pólitískum vilja sínum til áhrifa á sönnu og réttu pólitísku raunverði. Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins er því tvöfaldur sigur. Þetta er ákaflega ánægjuleg staðreynd

Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að kvíða neinum komandi kosningum því hann er endurnýjaður í trú sinni á gömlu grunngildin og mun staðfastur ganga þrepin upp í sitt gamla 40 prósent fylgi af miklu öryggi. Honum verður ekki settur stóll fyrir neinar dyr í neinum kosningum hvenær sem þær mættu koma og hvenær sem efna þarf til þeirra, sé þörf á að hreinsa andrúmsloftið

Bæjarfélagið Reykjavík er að verða sérstakt tilfelli í íslenskum stjórnmálum. Bæjarfélagið gengur ekki lengur í viðunandi takt við Ísland og er að verða meiri og meiri sérútgáfa af því. Hlýtur því að vakna sú spurning hvort eðlilegt sé að bæjarfélagið verði áfram höfuðstaður Íslands. Sem þingstaður Alþingis, ætti bæjarfélagið Reykjavík heldur ekki að vera sjálfgefin staðsetning. Þetta tvennt hlýtur að þurfa að skoða áður en þessi núverandi höfuðstaður þjóðarinnar verður of meðtekinn. Öll kjördæmi landsins, ekki bara tvö samanlögð 34 prósentu kjördæmi Reykjavíkur, eiga heimtingu á að höfuðstaður þjóðarinnar sé ekki tákn sértrúarríkis í þjóðríki okkar Íslendinga

Ég óska Sjálfstæðismönnum og forystu okkar, um allt land, innilega til hamingju með þann merka glæsilega áfanga og árangur við landsstjórnina sem náðist á kjörtímabilinu, og í þessum kosningum til þess næsta

Fyrri færsla

Erlendir fréttamenn berja forsætisráðherrabifreið Birgittu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Varðandi Reykjavík, þá getur hrun Samfylkingarinnar hér ekki skýrst af neinu öðru en framkomu Dags og Hjálmars, og því finnst mér, að Oddný verði að skoða mál flokksins í því ljósi. Það skrifast á reikning Dags og borgarstjórnar hans, framkomu hans í garð okkar borgarbúa, þetta eilífa stríð um Reykjavíkurflugvöll, og hvernig allt er að drabbast hérna niður, eyðilegging miðborgarinnar, framferðið í matarmálum skólabarna og allan annan ósóma, sem Dagur og kó hafa staðið fyrir, að ógleymdu Samfylkingarfréttastofu Rúv, sem allir eru löngu orðnir hundleiðir á. Ef Oddný gerir sér ekki grein fyrir þessu, þá getur hún jarðað flokkinn með það sama. Ég bjóst nú við slöku gengi hjá Samfó, en að hann kæmist á grafarbakkann datt mér seint í hug. En þetta hefst upp úr hrokanum, frekjunni og yfirganginum, sérstaklega hjá Degi og kó. Það þýðir ekki lengur fyrir Oddnýju, og raunar ekki Degi heldur að loka augunum fyrir þessu eða stinga hausnum svona sífellt niðrí sandinn eins og strúturinn. Varðandi Framsókn, þá hefði það verið sterkara fyrir hann, ef Sigmundur og Sigurður hefði sýnt og sannað, að þeir gengju sameinaðir í takt til kosninganna. Þá er aldrei að vita, hvað hefði getað gerst, en þrátt fyrir, að ríkisstjórnin hafi fallið, þá má segja, að hún hafi að sumu leyti unnið varnarsigur, ef svo mætti segja, því að kjósendur sýndu, að þeir kunna að meta störf hennar, sem er fyrir mestu. Þeir þyrftu bara að geta haldið áfram að vinna saman, þrátt fyrir tap Framsóknar, með tilstyrk frá þriðja flokki, og finnst, að Bjarni ætti ekki að vera hræddur við það. Hann er vaxandi leiðtogi, sem ætti að muna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Ég vona bara, að Guðni hafi vit á að láta hann fá stjórnarmyndunarumboðið fyrstan, enda vel kominn af því. Það væri líka gaman að fá annan forsætisráðherra með þessu nafni úr sömu fjölskyldu. Ég er viss um, að Bjarni mundi standa sig vel sem slíkur, og vona, að við fáum ´stjórn með honum, áður en lýkur. Enga vinstristjórnarvitleysu, takk. Við borgarbúar höfum fengið okkur fulllsödd af slíku, eins og sást á útkomu þeirra flokka í kosningunum, sð VG frádregnu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 13:45

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sitjandi ríkisstjórn vantar þriðja hjólið undir vagninn til að geta haldið áfram:

Ertu með tillögu að nýjum samstarfsflokki?

Jón Þórhallsson, 30.10.2016 kl. 16:41

3 identicon

Ef Benedikt frændi hans er ófáanlegur til að ganga til bandalags við þá og ekkert nema stífnin í þeim efnum, þá má líta til Bjartrar framtíðar, enda held ég, að það myndi reynast þeim gott að fara einu sinni í ríkisstjórn. Þó að ég hafi ekki verið sammála Baldri Þórhallssyni í útvarpinu í morgun, þá finnst mér hann hafa rétt fyrir sér um það, að það mundi ekki auðvelda framsóknarmönnum að sameinast aftur utan ríkisstjórnar. Mér líst ekkert á tillögu Katrínar um vinstri stjórn, enda finnst mér sjálfgefið, að Bjarni fái að spreyta sig fyrst, enda fer hann fyrir stærsta flokknum. Ég held, að landsmenn hafi fengið nóg af vinstri stjórn í bráð og lengd, auk þess sem það væri ávísun á, að okkur yrði ekið beint inn í brennandi kofaskrifli ESB, sem enginn heilvita maður kærir sig um. Sjálfstæðisflokkurinn væri eina tryggingin gagnvart því. Ég get vel séð Bjarta framtíð fyrir mér sem samstarfsflokk stjórnarflokkanna. Nema Benedikt gefi sig að lokum. Það er aldrei að vita, en aðrir flokkar koma tæpast til greina, held ég. Bara að stjórnin verði traust og haldi áfram að vinna að þeim góðu verkum, sem fráfarandi stjórn var að vinna að. Það er fyrir mestu.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2016 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband