Leita í fréttum mbl.is

Skattafjármögnuð þöggun um ESB

Svavar Alfreð Jónsson sóknarprestur íslensku Þjóðkirkjunnar, birtir á vef sínum staðreyndir um ESB-aðlögun. Þessar staðreyndir hefur Ríkisútvarpið þaggað niður í upplýsingaþöggunarþágu ESB-flokka. Ríkisútvarpið er fjármagnað af okkur almenningi. ESB-flokkarnir eru einnig fjármagnaðir af okkur almenningi

Svavar bað Evrópusambandið um svar og fékk það. Engar aðildarviðræður fara fram né geta farið fram frekar en þegar útlendingur sækir um íslenskan ríkisborgararétt. Engar aðildarviðræður Íslands fara fram við hann. Hann er einfaldlega innlimaður og öll lög og reglur íslenska Lýðveldisins varða og gilda fyrir hann, eins og okkur öll

Lönd sem sækja um í Evrópusambandið eru innlimuð með því að samþykkja 90 þúsund blaðsíðna laga- og regluverk sambandsins. Það er umsóknarlandið sem ætlar að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki Evrópusambandið sem ætlar að ganga í umsóknarríkið. Ekki frekar en Ísland ætlar að ganga í neinn umsækjanda um íslenskan ríkisborgararétt

Þeir stjórnmálamenn og frambjóðendur sem halda því fram að hægt sé að eiga í aðildarviðræðum við Evrópusambandið eru ósannindamenn af verstu sort. Engar aðildarviðræður fara fram, vegna ofangreindra ástæðna. Það eina sem fer fram er innlimun með því að samþykkja 90 þúsund blaðsíðna laga og regluverk Evrópusambandsins og tímaáætlun þar að lútandi. Fundað er um stundaskrá yfir innlimunina og farið er yfir framgang innlimunar, blaðsíu fyrir blaðsíðu. Þegar innlimun er lokið þá er landið komið í Evrópusambandið og Ísland hætt að vera Ísland. Því hefur þá verið umbylt. Þetta er ekki flókið og Evrópusambandið er ekki lýðveldi

Ríkisútvarpið ohf. fær fé frá okkur almenningi til að upplýsa íslenska þjóð um svona mál. Það hefur Ríkisútvarpið ekki gert. Það hafa ESB-flokkarnir á framfærslu okkar almennings heldur ekki gert. Það gerði heldur ekki Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Samfylkingar. Samt var hún á okkar framfærslu. Það gerði heldur ekki Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sama flokks. Það gerði heldur ekki Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherra Vinstri grænna. Það gerði heldur ekki Katrín Jakobsdóttir núverandi formaður Vinstri grænna og gerir ekki enn. Það gerði og gerir heldur ekki stjórnmálaflokkurinn Píratar, sem er á opinberri framfærslu okkar skattgreiðenda. Það gerir heldur ekki stjórnmálaflokkurinn Viðreisn

Hvenær ætlar þetta fólk að hætta að segja ósatt og svíkja íslensku þjóðina?

Ekki skal neinn undra að erlendir hrægammasjóðir bíði eftir að óheillinda persónur þessar setjist í valdastóla þjóðríkis íslenska Lýðveldisins, sem áframhaldandi fulltrúar ósanninda á kostnað okkar almennings. Það er skelfielg tilhugsun fyrir allt sómakært fólk. Við eigum betra skilið en þetta

Fyrri færsla

Danmörk: "forðum okkur út úr Evrópusambandinu"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hefur heldur aldrei verið sagt bofs um það hjá RUV að viðræðurnar strönduðu á því að ekki var búið að samþykkja breytingar á stjornarskrá sem heimila framsal ríkisvalds.

Það var ekki sett á pasu að frumkvæði Össurar. Stjórnarskrárdrögin voru send til umsagnar hjá Feneyjanefndinni og hún skilaði áliti sínu 2013 og gaf henni algera falleinkun sem ónýtt plagg til hins upphaflega tilgangs að gera okkur gjaldgeng í Sambandið.

Þessvegna öll þessi áhersla og lýðskrum um Stjórnarskránna nú. Henni verður að breyta til þess að hægt sé að opna kafla er varða framsal.

Ég hef tíundað þetta ansi oft og gefið tengla á þessa umsögn Feneyjanefndarinnar.

Feneyjanefndin fékk raunar tvö erindi frá landsölumönnum. Hið fyrsta var um það hvernig hægt væri að krækja framhjá fyrirvörum í stjórnarskránni sjálfri sem kvaðu á um tveggja þinga samþykki. Það svar barst 2010 og er ekki síður athyglisvert.

Nú er ennþá inni í stjórnarskrá bráðabirgðarákvæði um að ekki þurfi að senda þingið heim og kjósa ef stjórnarskrá er breytt heldur nægja þjóðaratkvæði. Þessi fyrirvari fellur úr gildi að mig minnir um miðjan Júlí n.k. Og þessvegna lá svona mikið á að knýja fram kosningar.

Fjalla um þetta allt ítarlegar hér:

http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/2178138/

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2016 kl. 16:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Blaðsíða 9

"Acquis"

"Það sem hefur verið samþykkt" (franska)

    • Binding allra komandi kynslóða. Óafturkræft.

    • Fullveldi þjóða og völd eru aldrei aftur færð úr hendi Evrópusambandsins, eftir að þeim hefur verið afsalað þangað einu sinni. Óafturkræft

    • Þetta stríðir algerlega gegn öllum vestrænum skilningi á lýðræði.

    • Reform = þér er breytt í að vera ekki þú áfram, heldur eins og við. Óafturkræfar breytingar

    important to underline that the term negotiation can be misleading 350pix

    Gunnar Rögnvaldsson, 26.10.2016 kl. 16:58

    3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

    Þakka þér Jón Steinar

    Það undrar mig enn, af hverju er ekki búið að ákæra ESB-flokka stjórnmálamennina fyrir samsæri gegn þjóðinni. Og fyrir að brjóta stjórnarskrá lýðveldisins þegar umsókinin var send af stað, sem er eina vörnin sem við höfum gegn bandalagi ESB-flokka og Ríkisútvarpsins gegn þjóðinni. Eina vörnin sem við höfum gegn samsæri stjórnmálamanna gegn þjóðinni.

    Þetta er svo ærandi grafalvarlegt mál að ákvæði stjórnarskrárinnar um landráð er það sem manni dettur helst í hug í þessu máli.

    Kveðjur

    Gunnar Rögnvaldsson, 26.10.2016 kl. 17:29

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Höfundur

    Gunnar Rögnvaldsson
    Gunnar Rögnvaldsson

    Búseta: Ísland.
    Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
    tilveraniesb hjá mac.com

    Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

    Bloggvinir

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband