Leita í fréttum mbl.is

Það hitnar: og volgnar nú Þrakía á ný

Það hitnar

Einkafjölmenningarvinur Þýskalands, Erdogan forseti næstum alls Tyrklands og hins þriggja milljón manna tyrkneska minnihluta einmitt Þýskalands, hélt mikla ræðu í háskóla einum í Tyrklandi um helgina. Hann sagði að Þrakía tilheyrði svo gott sem Tyrklandi, en ekki Grikklandi. Svo fór hann sömu orðum yfir til Kírm og Kýpur og upp Balkanskagann. Ekki er skrítið að Grikkir neiti að skera niður herinn sinn að kröfu Þýskalands, sem Bandaríkjaforseti sagði í gær við ítalska forsætisráðherrann, að væri sjálf orsökin fyrir stjórnmálaástandinu á Ítalíu. Hvað skyldi frú uppstoppuð Merkel segja við þessu á safni sínu

Og það hitnar

Um 96 prósent af íbúum Anbar héraðs (Sunni meirihluti) og 55 prósent íbúa Mosúl (Sunni meirihluti), þ.e. flestir þeir sem búa á landsvæðum sem Mosúl er helsta borgin fyrir, sögðu á sínum tíma, árið 2005, nei við þeirri nýju stjórnarskrá Íraks sem nú hefur sent herafla sinn til að frelsa þá ekki frá en með því sem þeir vildu ekki samþykkja. Ekki er nándar nærri allt sem sýnist, frekar en fyrri daginn

og hitnar

Það styttist óðum í allsherjar upplausn og enduruppstillingu á því sem varð niðurstaðan úr bæði fyrri og síðari heimsstyrjöldinni - og kalda stríðinu. Mikil og ófriðsamleg ný uppstilling á útskaganum Evrópu, sem er minnsta heimsálfa veraldar út úr meginlandi Evrasíu, er fyrirstandandi, ásamt mestum hluta Austurhvels jarðar. Þeir sem fastir eru í heiminum sem varð til úr síðustu þremur stóru stríðum, munu eiga erfitt með að fóta sig héðan af. Hollt er að muna að Rússland er meginland útkjálkans Evrópu

Fyrri færsla

Andófsmenn fá enn gamla pakka Stalínistanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamál Evrópu er það, að ESB er lítið annað en stefnulaust rekald, með kerlingablækur í fararbroddi.  Það byrjaði ágætlega ... með Kohl og mitterand, en það er ekki nóg að einn eða tveir séu stoðstólpar. Og síðan hengdir fyrir.

Rússar sigruðu síðari heimsstyrjöldina, en littlar þakkir fá þeir fyrir.  Bandaríkjamenn, komu inn í Evrópu, nógu snemma til þess að geta bjargað megin þorra nasistanna ... allvega þeirra, sem var "hagvænlegt" að bjarga, og krossfesta hina fyrir lýðinn.  Fá allar þakkir, sjálfsagt fyrir að hafa bjargað nasistunum.

Fyrir nokkrum áratugum, stóð upp vandamál milli "Sovét" og "bandaríkjanna", sem kallaðist "kúbudeilann". Þá varð "Kennedy" málaður sem hetja, fyrir að ógna heiminum með kjarnorkuvopnum ... en eins og allir vita, þá höfðu "kúbumenn" engann rétt á að verja sig.  Alla vega ekki sama rétt og Saudi Arabar, miðaldarlýðurinn í mið-austurlöndum, hefur rétt á að verja sig gegn bláfátækum almúganum í Yemen. Nei, þá er í lagi að sprengja upp giftingar og jarðarfarir ... enda sjálfir konungarnir í húfi.

Núna, stöndum við framma fyrir nýrri "deilu".  Bandaríkjamenn, færa alltaf vopn sín nær og nær Rússum, og undirbúa "pre-emptive nuclear strike" til að myrða 120 miljónir manna.  En þetta er allt í lagi, að sjálfsögðu ... enginn samlíking hér með kúbudeilunni.  Önnur en sú, að Sovét hafði engan áhuga á styrjöld og tók vopn sín tilbaka ... ekkert sem kaninn hefur í hyggju.  Að forðast kjarnorkustyrjöld, þ.e.

Krím, sem er Rússneskt svæði ... en var "gefið" til Ukraínu, af leiðtoga Sovétríkjanna ... Krutchev, sem var í Raun Ukraínubúi. Fæddur í Kalinovka, bæ nálægt Ukraínu. En Rússar verða að samþykkja hvað "Sovétríkin" ákváðu ... einir allra austur Evrópubúa. Engin önnur ríki, eða lönd austantjalds ... samþykkja þá þvælu. Enda Sovét liðinn undir lok, og öll þau blöð sem þeir skrifuðu undir ...

Nú erum við aftur á sömu slóðum ... Rússinn er ljótur, enda algerlega óskiljanlegt málið sem hann talar. Kaninn, en bíomyndirnar hans eru skemmtilegar ... er alveg æði.  Að sá eini hefur miljónir barna á samviskunni, en ekki hinn ... hefur ekki áhrif á kerlingablækur á Íslandi. Nei, þær eru hraustari en svo, að láta svona "smáatriði" hafa áhrif á sig.

Nei, eina sem kemst fyrir í vitund manna er "Stalín", en að þessi glæpamaður var frá Georgíu, og að flest fórnarlamba hans voru Rússar ... hefur ekki einu sinni dagað uppi, í gáfnafari Íslendinga.

Nei, það eina sem gildir er bresk heimsvaldastefna, með bandarísku ívafi. Að þessi lönd, hafa staðið fyrir verstu ósköpum þessarar veraldar, með bæði stalin, hitler og caesar meðtöldum. Er ekki einu sinni á dagskrá. Eða að skjäolstæðingar þeirra séu Saudi, versta mannréttinda afbrotaríki nútímans.

Nú ætla ég ekki að halda því fram, að Rússar séu skárri ... þeir eru bara undir svo þéttri smásjá, að þeir komast ekki upp með það ... fyrir almenningsálitinu.

Svo að lokum, spyr ég ... síðan hvenær, gáfu Rússan svo mikið sem skít í, hvað mér eða þér finnst?

Nú ætla ég heldur ekki að segja að kaninn sé alljótur. Í upphafi hafði hann rök fyrir sér, eins og þegar hann tryggði "viðskiptaleiðir" um hafið.

En það er langt bil á milli þess, að "opna" viðskiptaleiðirnar ... eða að "halda þein í einokun". Það sem kaninn gerði fyrir um hundrað árum síðan, hefur ekki sama gildi í dag.

Og spurning, hversu mikið það hafði gildi þá ... hversu mikið gildi höfðu ópíum verslanir bretans? svo mikið högnuðust þeir á ópíuminu, að þeir vildu lögleiða söluna ... Eða whiskey sala kanans, og síðar ópíum, til innfæddra í Ameríku? Án þessa "lyfs", hefði þeim ekki tekist eins auðveldlega að vinna landsvæðin.

Svo að röksemdir um að "morality" standi á bak við hugmyndaþekkju Evrópu, á ekki við mikil rök að styðjast.  Ætli það sé ekki frekar "fyllerí af sigurgleði". Svona svipað eins og "fótbolti" Íslendinga, þegar þeir mæta á leikinn og hrópa "huh huh huh" í anda "300". Sjálfsagt liggur það ennþá í undirmeðvitund Íslendinga, draumurinn um að þeir séu komnir af morðóðum víkingum ... og sjá sjálfan sig í anda sem Leonidas, þar sem hann veður í leðju af líkum.

Hú Hú Hú

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 09:34

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Bjarne fyrir athyglisvert innlegg

Nú lítur út fyrir að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Hún er föst með bæði sál sína og stefnu í því sem menn héldu að væri óhagganleg niðurstaða síðustu stríða, þó sérstaklega Kalda stríðsins. En nú er mannkynssagan aftur mætt til leiks og stórar breytingar munu verða. Það held ég að muni reynast henni erfiður biti að kyngja. Trump hefði verið réttari maður í þessa tíma því hann hefur enga sál eins og fjölmiðlar hafa sannað  svo pottþétt og umfram allt hefur hann enga stefnu. Hans hugur er því opnari og betri í slaginn. Samt bíð ég niðurstöðu hins þölga meiri hluta Bandaríkjamanna með mikilli spennu. Hún gæti orðið óvænt.

Ég efast um að Rússland lifi af næstu tvö árin innan landamæra sinna. Rússneska hagkerfið á við mikla erfiðleika að stríða og þolinmæði þjóðarinnar er ekki endalaus. Landið hefur stærðar sinnar og stjórnarfars síns vegna, aldrei getað brauðfætt sig nema sem smábændaríki. Þetta eitt er alltaf mjög erfitt mál fyrir Rússland. Því miður.

Við lifum á athyglisverðum tímum.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.10.2016 kl. 10:51

3 identicon

Kannski ekki skrítið að þýsk vopnafyrirtæki selji grikkjum hripleka kafbáta.

Og það ætti ekki að koma á óvart ef að upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar yrðu átok á milli Tyrklands og Grikklands.

Í sogulegulegu ljósi ætti það ekki að koma á óvart með hverjum rússar tækju afstoðu með, þótt alls óvíst hvernig þá hlutir þróast.

Tvisvar á síðustu old voru heimstyrjaldir afleiðing eða undanfari breytinga.

Við holdum því fram að heimurinn sé flóknari í dag en hann var þá og ennþá stendur mannkynið frammi fyrir fæðingahríðum stokkbreytinga.

Þá er spurning hvort þeir sem halda utan um þá atburðarrás, hafi þá burði að komast hjá eyðingu alls mannkyns en ekki aðeins fækkun þess.

Hagsmunir valdapíramída heimsins hafa sameinast að einhverju eða miklu leyti. Svokolluð fjolmenning/alþjóðavæðing.

Og ekki hafa íslendingar farið varhluta af henni og verið hótað heimsendabústað í torfkofa ef þeir ekki vildu umfaðma EES samninginn í einu og ollu...

L. (IP-tala skráð) 19.10.2016 kl. 20:36

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta sögulega yfirlit.

Þá er að eysa málið með því að bjóða íbúm Mósúl og Aleppo hingað sem stríðhrjáða múslímska uppgjafahermenn.

Ekki bjóða hingað litlum börnum til fósturs? Gröfum þau bara undir rústunum því Islam verður að lifa með fullorðnu fólki. 

Halldór Jónsson, 20.10.2016 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband