Leita í fréttum mbl.is

Frétt: Reynt til þrautar að endurheimta Mosúl - er það?

Er þetta raunhæft? Það leyfi ég mér að efast um

Mosúl er milljón manna borg. IS hefur haft tvö ár til að byggja vígi sitt í borginni. Þeir hafa haldið borginni í tvö ár. Nefna má að til dæmis Bandaríkjaher hefur aldrei náð svo stórri borg á sitt vald með því að berjast frá götu til götu, sem er eina leiðin ef ekki á að gera borgina að þeirri rúst sem einmitt byggir varnir óvinarins enn sterkari og torveldar alla sókn að honum. Rauði herinn missti 300 þúsund manns þegar hann fór inn í Berlín. Mannfallið gæti orðið stjarnfræðilegt og hér er að mínu mati einungis um áróður að ræða. Enginn her mun voga sér þarna inn

Þriðja eldaflaugaárásin á einni viku var á föstudaginn gerð á skip bandaríska flotans á alþjóðlegri siglingarleið í Rauðahafi. Um það bil 10 prósent af öllum siglingum á heimshöfunum fer um þetta svæði. Lokist það þá þarf að sigla suður fyrir Gróðrarvonarhöfða, sem oft tekur tvær vikur. Allt er reynt til að inndraga Bandaríkin enn frekar í fjölmenningarstyrjöld Mið-Austurlanda, sem legið hefur og marrað og úlmað síðan að kalífat Ottómanska heimsveldisins gaf upp öndina 1919

Hefur einhver tekið eftir því hversu hin efnahagslegu bönd Tyrklands og Þýskalands eru orðin svakaleg. Hvað segir ESB-Evrópa við því?, fyrst að ESB var stofnað til að allir gætu aukið friðinn með því að vera með nefið niðri í öllum pottum allra annarra ríkja samsteypunnar, nema auðvitað Þýskalands og Frakklands. Svo tryllast ESB-menn þegar Pólverjar hætta við 50 Airbus vesalingaþyrlur og ætla í staðinn að gæta hagsmuna sinna með því að smíða þær sjálfir í þeim Black Hawk verksmiðjum sem Sikorsky Lockheed Martin er með í Póllandi. Frakklandsforseti hótar því Pólverjum með "pólitískum afleiðingum". Ætlar hann kannski að siga Rússum á Pólverja? Mikið gengur þetta allt vel og fallega fyrir sig þarna í afglapasæluríki ESB-beljunnar

Ekki veit ég enn hvernig mér líst á fyrirætlanir franskra yfirvalda að gera borgara landsins að vopnuðum varð- og eftirlitsmönnum vegna hryðjuverka íslamista í landinu. Var þetta tilgangurinn með frönsku byltingunni? - að láta borgarana um að hafa eftirlit með borgunum? eða er hugmyndin austurþýsk að uppruna. En kannski er ég bara svona vitlaus að sjá ekki glæsileikann í þessari skelfilegu vanþróun niður á lægsta plan. En allt ber að sama brunni á meginlandi Evrópu: sagan er að endurtaka sig þar í nýrri mynd. Einskis góðs er þaðan að vænta

Fyrri færsla

Af hverju vilja píratar útrýma Sameinuðu þjóðunum ?


mbl.is Reynt til þrautar að endurheimta Mosúl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband