Sunnudagur, 16. október 2016
Af hverju vilja píratar útrýma Sameinuðu þjóðunum ?
SUNNUDAGUR
Að sameinast um - er ekki sameining
Birgitta Jónsdóttir hafði skuggalegan áhuga á Sameinuðu þjóðunum. Ekki veit ég á hverju hún og flokkur hennar hafði áhuga þar, nema þá helst tortímingu þjóðanna sem eru í samtökunum. Þessa dagana er enn einn Íslendingur úr alþjóðaelítuhreyfingu pírata staddur þar á framfærslu íslenskra skattgreiðenda
Eins og aljóðavæðing viðskipta- og fjármála vill og krefst í dag, þá krefst alþjóðavæðing stjórnmála einnig þess að þjóðríki þjóðanna séu þrædd upp á lyklakippur hinna alþjóðlegu elíta, til að láta þau vinna í þeirra þágu. Þessar elítur ætla ekki að vinna fyrir þjóðríkin né þjóðir þeirra, heldur krefjast þær að þjóðríkin vinni fyrir þær. Séu þrælar þeirra. Elítur þessar tala eigið tungumál og eiga lítið sameiginlegt með litla manninum sem talar íslensku sína í næsta hverfi eða næsta bæ. Þær eiga meira sameignlegt með elítum í öðrum löndum, jafnvel hinumegin á hnettinum, og þær nota sömu brandarana um þá sem tala ekki tungumál þeirra
Þetta er illilega þveröfugt við allt gott sem unnist hefur síðan að breska iðnbyltingin réði niðurlögum furstaklíkudæma elítuvelda hins vestræna heims. Og það var einnig það sem hin nýja alþjóðavæðingin átti upphaflega að gera, hún átti að vinna fyrir þjóðríkin, en þau ekki fyrir hana. Þjóðríkin og þjóðir þeirra áttu ekki að vinna fyrir alþjóðavæðinguna. En hin alþjóðlegu og ríkisfangslausu elítuveldi viðskipta- og stjórnmála hafa því miður tekið alþjóðavæðinguna yfir og sú fjandsamlega yfirtaka hefur staðið yfir síðan 1989, eða í tæplega 30 ár. Og sömuleiðis voru það einnig alþjóðastjórnmálin sem áttu að vinna fyrir þjóðríkin en ekki öfugt. Þjóðirnar áttu ekki að þræla fyrir alþjóða stjórnmála elíturnar, né hvað þá heldur fyrir hinar alþjóðlegu elítur viðskipta og fjármála
Breska iðnbyltingin vann fyrir þjóðríkin og þjóðirnar, en ekki öfugt. En alþjóðavæðing viðskipta, fjármála og stjórnmála er hins vegar að reyna að eyðileggja þjóðríkin og þjóðir þeirra í þeim tilgangi að gera þau að þrælum hinna nýju furstaklíkudæma elítuvelda nýjustu tíma. Færa þjóðríkin inn í furstadæmin sín og einangra þjóðir þeirra frá hinni nýju alþjóðlegu yfirstétt elíta, sem er að yfirtaka stjórnmál þjóðanna og gera sjálft hugtakið þjóð dirty
Fyrsta grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem undirritaður var 26. júní 1945 í San Fransisco í Bandaríkjum Norður-Ameríku, er sjálfur hinn tilvistarlegi hornsteinn Sameinuðu þjóðanna. Íslendingar fengu aðild að Sameinuðu þjóðunum þann 19. nóvember 1946. Í þessari allra fyrstu grein stofnsáttmálans stendur:
"Markmið hinna sameinuðu þjóða er að efla vinsamlega sambúð þjóða á milli, er byggð sé á virðingu fyrir grundvallaratriði jafnréttis og sjálfsákvörðunarréttar, og gera aðrar hæfilegar ráðstafanir til að styrkja alheimsfrið"
Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna gengur sem sagt ekki út á að útrýma þjóðum og leggja landamæri þeirra niður, heldur að elfa sjálfsákvörðunarrétt og öryggi þjóða. Og þjóðir geta einungis í öryggi þrifist vel í þjóðríkjum sínum. Landamæri eru frumforsendur þjóðríkja þjóðanna, tilvistar þeirra og öryggis. Landamærin og þjóðríkið eru pólitísk hönnun úr hinum Heilögu ritningum, sem jafnframt eru hinn tilvistarlegi hornsteinn Vesturlanda
Landamæri stuðla meðal annars að því að koma í veg fyrir að reynt sé að þenja ríki út og éta önnur ríki. Að halda ríkjum innan landamæra sinna. Hinn 3500 ára lærdómur hinna Heilögu ritninga er sá, að enginn má nokkru sinni komast í þá aðstöðu að drottna yfir heiminum. Þetta var vitað þegar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í rústum ríkis sem braut niður landamæri, þandi sig út og gleypti önnur ríki og reyndi að gleypa allan hinn siðmenntaða heim. Bæði nasismi og kommúnismi eru alþjóðlegar stjórnmálahreyfingar stjórnmálaelíta sem ávallt hafa ætlað sér að þræða þjóðir og þjóðríki þeirra upp á lyklakippu sína - til að drottna yfir þeim
Píratar hafa á stefnuskrá sinni að eyðileggja þann merka áfanga sem náðist með því að gefa þjóðum sjálfstæði, sjálfsákvörðunarrétt og fullveldi í eigin málum svo að þær geti með öðrum þjóðum stuðlað að betra lífi fyrir þjóðirnar
Forsenda þess að Sameinuðu þjóðirnar gátu orðið til er sú, að til séu þjóðir sem standa sameinaðar um eitt að minnsta kosti eitt: Að vera áfram þjóðir. Tilgangurinn var ekki að sameina þjóðirnar. Það er alveg stranglega bannað og það er jafnframt það versta sem hægt er að gera mannkyninu
Píratar eru enn ein kynslóð af kjánum í fjölskyldu síðustu fífla mannkynssögunnar: alþjóðabyltingu kommúnista. Kommúnisminn og nasisminn kröfðust þess að þjóðin og þjóðríkið ynni fyrir kommúnismann og nasismann og yrðu þrælar þeirra. Og auðvitað voru þær hreyfingar alþjóðahreyfingar, eins og píratar eru alþjóðahreyfing kjána sem leggja vilja niður landamæri og útrýma þjóðríkjum þjóða. Þessi slæmu fyrirbæri lykta öll banvænt fyrir allar þjóðir og þjóðríki þeirra. Svo ekki skaltu ganga í neinar þeirra glansandi gildrur
Alls þessa vegna, er Brexit svona ofboðslega mikilvægt og áríðandi. Og þessa vegna er Brexit svona óskaplega mikið og stórt mál. Það getur að mínum dómi orðið að stærstu breytingum sem orðið hafa á Vesturlöndum síðan að breska iðnbyltingin breytti heiminum. Brexit er ekki bara Brexit, það er miklu stærra og dýpra mál en bara útganga Bretlands af elítuveldi Evrópusambandsins. Þetta hefur breska Íhaldsflokknum orðið ljóst þegar sest var niður og dómur kjósenda skoðaður niður í kjöl og einnig í skuggalegum aðdraganda kosninganna, sem tryllti alþjóðaelítuna úr hræðslu og gerði flest málgögn hennar að stikandi ómarktækri hlandfor til eilífðarnóns. Afsakið orðbragðið, en þetta er því miður satt og rétt
Og dómur kjósenda verður tekinn grafalvarlega því að þetta er síðasti séns sem Bretland hefur til að beygja af braut eyðileggingar sem tortímt getur flestu því góða sem vannst með iðnbyltingunni fyrir sérstaklega litla manninn, sem setið hafði fastur og fjötraður í fangageymslum elítuvelda í fimm þúsund ár. Hvorki meira né minna
Við lifum á afar sögulegum tímum, því að árið 2008 breytti heiminum til frambúðar og hvert eitt rangt skref í viðbót getur eyðilagt margt það góða sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag. Þetta er síðasti séns sem Bretland hefur innan ramma hins lýðræðislega stjórnarfars til að framkvæma þær nauðsynlegu breytingar sem verður að gera. Sé hann ekki virtur og vandlega nýttur, þá munu breytingarnar fara fram utan ramma hins lýðræðislega stjórnarfars: þ.e. annað hvort með byltingu eða borgarastyrjöld
Í komandi kosningum til Alþingis Íslendinga er mikilvægt að hafa þetta efst í huga: að segja nei við því sem er rangt og slæmt fyrir þjóð vora og hið íslenska þjóðríki okkar. Ekki kjósa alþjóðaelítuflokka, hverju nafni sem þeir nefnast - og er Evrópusambandið og aðild að því þar efst á listanum yfir banvænt eitur fyrir þjóðir og þjóðríki okkar
Ég sendi Theresu May forsætisráðherra Bretlands mínar ýtrustu baráttukveðjur í baráttu Íhaldsflokks hennar fyrir því að endir sé bundinn á yfirríkisleg völd ríkisfangslausra elítuvelda í landinu. Ég margtek hatt minn ofan fyrir henni og breska Íhaldsflokknum fyrir Brexit, og ég veit að systurflokkur þeirra hér á Íslandi mun taka við keflinu og sýna okkur 1944 á ný. Því trúi ég og treysti og þess vegna gekk ég í Sjálfstæðisflokkinn um daginn. Fagna ég brottför Viðreisnar úr Sjálfstæðiflokknum. Af því fólki mun líklega aldrei renna. Þú ættir að gera hið sama eða að öðrum kosti ganga til liðs við Framsóknarflokkinn, sem einnig er massíft bolverk gegn elítumusteri Evrópusambandsins. Kjóstu með Íslandi, en ekki á móti því
Fyrri færsla
Fátæktin dafnar og vex í Evrópusambandinu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 06:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 39
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 258
- Frá upphafi: 1390888
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 156
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Gunnar minn, velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Þetta eru góð tíðindi frir ykkur báða. Það munar um hvern baráttumanninn sem gerir sér rauðu hættuna ljósa og lætur ekki mata sig á illkvittni einni og persónuníði eins og gamli kommúnistinn Kári gerir sig beran að í Baugstíðindum í gær.
Það munar aldeilis um þig Gunnar í baráttunni við heimskuna.
Halldór Jónsson, 16.10.2016 kl. 06:04
Þetta er ágætt, en nú þarf að halda flokknum okkar á stefnunni, líkt og Ásmundur stjóri á Gissuri Hvíta hreitti í okkur kjánanna við stírið á sundinnu á milli Papeijar og landds.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.10.2016 kl. 14:21
Þakka þér góðar kveðjur Halldór
Já, nú er ég í tveimur félögum. Þjóðfélaginu og Sjálfstæðisflokknum. Eini stjórnmálaflokkurinn sem ég hef gengið í á ævi minni.
Ekki veit ég mikið um þennan Káramann sem þú nefnir. En ég man þá tíð þegar venjulegir Íslendingar voru alls ekki varaðir við því af Kára og Co að festa sparifé sitt í áhætturekstri Kára, sem samkvæmt skilgreiningu um tegundir atvinnurekstrar, er fyrst og fremst áhætturekstur, enda varð fé fólks að algerlega engu.
Þetta var þá kynnt í öllum fjölmiðlum sem gulli varin fjárfesting. Það gleymdist alveg af þeim sem þáðu fé almennings að upplýsa þjóðina um hversu áhættusamur og fallvaltur þessi geiri ávallt er. Þá var Íslendingum sem efuðust bara sagt að norðurljósin yfir Reykjavík væru áran hans Kára. Það keypti ég aldrei. Svona fyrirbæri með gladralausnir skýtur alltaf upp kollinum í öllum þjóðfélögum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2016 kl. 14:40
Þakka þér Hrólfur
Mikið rétt, það þarf alltaf að laga kúrsinn með tilliti til stefnunnar, sem er föst. En nú hefur frú May sýnt hvernig það er gert - með glæsibrag. Ekki þarf því að leita langt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2016 kl. 14:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.