Sunnudagur, 2. október 2016
Þýska bankakerfið í miklum vandræðum
Margir hafa heyrt um alvarleg vandamál stærsta banka Þýskalands, Deutsche Bank. Lánasöfn bankans eru að falla saman og rekstur hans er í járnum. Næst stærsti banki landsins, Commerzbank, berst fyrir lífi sínu og hefur gripið til neyðarráðstafana. Reka á 10 þúsund starfsmenn og 40 prósent af virði hans er horfið úr vösum eigenda á aðeins 9 mánuðum. Vonast bankinn til að með þessum aðgerðum geti hann sýnt umheiminum einverja jákvæða afkomu
Deutsche Bank hefur nú fengið 14 milljarða dala sekt í Bandaríkjunum fyrir misnotkun á undirmálslánum á húsnæðismarkaði. Stærstu bankar Þýskalands og Landesbank NORD, sem stjórnmálamenn Þýskalands stýra, eiga í klemmu 100 milljarða dali sem þeir fjárfestu í skipaflota til sjóflutninga, sem meðal annars siglir þýskum útflutningi til áfangastaða, undir vernd bandaríska Kyrrahafsflotans, sem Þýskaland hefur fordæmt fyrir flest, og sem einn hefur staðið vörð um siglingarleiðir þýsks útflutnings í meira en 70 ár. Þetta er fjórðungur allra lánveitinga í veröldinni til þessa geira. Þau pólitískt bökuðu lánasöfn eru að rotna í bankabók Þýskalands í takt við tekjuhrun fragtskipaflota veraldar. Þar sem stór skip gátu á bóluskeiði þénað 200 þúsund dali á dag, en sem í dag mega þakka fyrir að geta skrapað inn 30 þúsund dölum á dag, fyrir sömu vinnu og sama tilkostnað. Í síðasta mánuði fór eitt stærsta skipafélag heimsins í gjaldþrot
Segja nú sumir að Angela Merkel geti ekki bjargað þýskum bankamálum af því að hún sé búin að fordæma Bandaríkin svo hart fyrir undirmálslánin sem hún keypti og sem banki hennar er nú að fá sekt fyrir þar vestra, en sem hann með góðu móti á ekki fyrir. Og menn segja enn fremur að mórölsk sprengjuvarpa þýska kanslarans hafi nú þegar skotið bankakerfi flestra ríkisstjórna Suður-Evrópu í kaf, fyrir að vera í svipaðri aðstöðu og sem hún og fyrirrennari hennar komu þeim sjálfum fyrir í, með því að endur-uppsetja þýska hagkerfið þannig að það er nú útflutningsháðasta hagkerfi veraldar, af þeim stærri. Þýskt hagkerfi þar sem helmingur landsframleiðslunnar er fluttur út til annarra landa. Helmingur hans fer til þeirra ESB og evrulanda sem hún og ECB-aukaseðlabanki hennar hafa tekið af lífi með fjármálabólu undir neikvæðum raunstýrivöxtum og þýskri banka-export-bólu
Bandaríkin sem eru nettó-innflytjandi flytja hins vegar aðeins 13 prósent landsframleiðslu sinnar út og helmingur hans fer til Kanada og Mexíkó. Ekkert fylki Bandaríkjanna er háð útflutningi og síst af öllu til Evrópu og Asíulanda. Falli útflutningur Þýskalans um helming, þá mun einn fjórði hluti hagkerfis þess þurrkast út, nema að nýir markaðir séu opnaðir með hvelli. Þeir einu sem eftir eru í hinu pólitíska skiptiborði landsins, eru fyrir austan Austur-Evrópu, sem þá verður að hindrun
Heimsviðskiptin eru á fallanda fæti og farin að dragast saman. Sú glóballar-þróun sem fór í gang 1991 er að snúast við. Það elítuveldi sem til varð undir þeim breytingum er komið í vandræði víða um heim. Meira en helmingur almennings á Vesturlöndum hagnaðist ekki á glóbelli þessara elíta. Og sennilega hefur sá hluti liðið tap. Þessi hluti þjóðanna hefur nú hoppað í gömlu björgunarbátana, þjóðríkið og landamæri þess, og ætlar sér ekki að láta þá af hendi til þeirra sem kveikt hafa í þjóðarheimilum hans
Þýskaland er að hitna. Það þokast í stjórnleysisátt og hin pólitískt ráðandi elítuöfl eru farin að þreytast og örmagnast. Við mun taka enn frekara stjórnleysi
Ekki er með öllu útilokað að spá Beatrix von Storch í AfD-flokknum í þýska ARD sjónvarpinu, um að Angela Merkel kanslari, öryggis síns vegna, neyðist til að flýja Þýskaland eftir gömlum flóttaleiðum til Suður-Ameríku, þegar hún fer frá völdum, muni rætast. Angela Merkel, sagði hún, hefur eyðilagt Þýskaland það mikið að leita þarf aftur til ársins 1945 til að finna álíka eyðileggingarafl í Þýskalandi og Evrópu. Þetta er sú flóttaleið sem Erich Honecker flokksfélagi Angelu Merkel úr DDR fór - og fleiri á undan honum
Öllu sem kanslarinn kemur nálægt klúðrar hún með ákvarðanatökufælni og pólitísku hug- og getuleysi. Mín skoðun er sú að útflutningsfíkn Þýskalands sé að éta fjármálakerfi landsins upp innanfrá. En því er hins vegar haldið vandlega leyndu fyrir almenningi. Export- og bankaelítan á lítið gott í vændum
Sú forna og heilaga móralska regla Þýskalands, að viðskiptajöfnuður (e. trade balance) sé jöfnuður sem byggist á að Þýskaland græði á meðan aðrir tapa -flytji út en aðrir neyti- getur ekki gengið upp. Ekki núna, frekar en nokkru sinni áður í langri sögu ófara landsins. Skoða ber stofnun Þýskalands 1871 með þeim augum. Sá fæðingargalli mun ávallt fylgja landinu. Pólitískar samkeppnisaðgerðir geta aldrei orðið að góðu ríki - þ.e.a.s fyrir hinn almenna borgara
Fyrri færsla
Kjörfylgi Deutsche Bank komið niður í einn tölustaf - og fundi frestað
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 12
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 1387427
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ég var í þýskalandi, hér fyrir nokkrum árum og sá mér til undrunar. Að bandarískir hermenn, eru ennþá við vörð í landinu ... bara óeinkennisklæddir. Síðan verður maður að fara varlega með að ásaka bankaelítuna í þýskalandi, því henni er alfarið stjórnað af ... maður má ekki segja Gyðingum, því það væri ekki rétt ... þó svo að það sé ýmislegt til í því, réttara er að segja "bandarískum" auðkýfis-stjórnendum og handbendum þeirra. Árið 2008, fóru Bandaríkin á hausinn ... í orðsins fyllstu merkingu. Þeir hafa, og gera ... notað sér Evrópu, sem botnfall fyrir sig.
Það eina sem Merkel, og aðrir þýskir stjórnmálamenn eru sekir um ... er hugleysi. Þora ekki að standa á móti máttarvaldinu (Bandaríkin, Hitler).
En það má segja það sama um Ísland líka.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 11:34
Nú eru vandamál evrunnar tekin að hrína á Þýzkalandi. Þýzka þjóðfélagið er reist á sparnaðarreikningum í bönkum og sparnaði í tryggingafélögum og lífeyrissjóðum. Þessi kerfi þola ekki neikvæða vexti evru-bankans. Skuldug Miðjarðarhafslöndin eiga hins vegar léttar um vik, og þess vegna er nú evrubankinn kallaður Miðjarðarhafsbankinn á meðal germanskra þjóða evru-samstarfsins. Það hriktir svakalega í þessu myntsamstarfi núna, þegar bankakerfi Þýzkalands stendur á brauðfótum þess vegna. Evran fær ekki staðizt.
Bjarni Jónsson, 2.10.2016 kl. 13:16
Þakka þér Bjarne Örn
Ekki einu sinni Þjóðverjar sjálfir halda svona firringu fram. Þýska bankakerfið gerði eignir Gyðinga upptækar, lokaði fyrirtækjum í þeirra eigu og fjármagnaði til dæmis byggingu Auschwitz útrýmingarbúðanna og annarra þar sem Gyðingum var útrýmt.
Þýska bankakerfið þráaðist við þar til svo seint sem 1990 að borga Gyðingaþjóðinni skaðabætur fyrir tilraunir til útrýmingar hennar. Milljónum og aftur milljónum Gyðingar var hent eins og hræjum inn í gasklefaa þýska iðnaðarins.
Athugaðu að til dæmis Deutsche Bank sem er stærsta fjármálastofnun landsins, er einu ári eldri en sjálft Þýskaland. Sú staðreynd segir því miður margt um þær breytingar sem því miður hafa ekki átt sér stað á of mörgum innviðum þýska ríkisins. Evrópusambandið hefur aðeins styrkt þessa slæmu innviði sem nú ógna borgurum landsins, einu sinni enn.
Gyðingar eru ofsóttasta þjóð veraldar. Ef það væri ekki fyrir framlag og gjöf hennar til mannkynsins, þá ættir þú líklega ekkert þjóðarheimili neins staðar í veröldinni núna. Hornsteinar Vesturlanda eru Hinar heilögu ritningar og úr þeim kemur uppskriftin að þjóðríkinu og landamærum þeirra. Að það sé hollt ríkjum að halda sig innan landamæra sinna, en ekki að reyna að gleypa önnur ríki. Og vörn borgaranna gegn brjálæði eins og því sem gerðist frá 1900 til 1945 í rústum imperial heimsvelda sem átu þjóðríkin upp til agna.
Engir nema yfirvöld hins endurheimta þjóðríkis Gyðinga, Ísraels, munu sjá til þess að Gyðingum sé bjargað úr klóm gerræðisafla í heiminum. En það er frómasta hlutverk þjóðríkisins: að vernda þjóð sína. Gyðingar eru því ekki heimilislausir núna. Þó svo að mörg ríki hafi útrýmingu þess á pólitískri dagsrká og sem því miður flest eru gamlir bandamenn Þriðja ríkisins.
Því miður eru Bandaríkjamenn farnir heim. Enda sést það á Þýskalandi og Evrópu nú þegar. Allt er brátt við að verða við það sama. Það rýkur því úr þessum hluta veraldarinnar aftur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2016 kl. 14:53
Þakka þér kærlega Bjarni Jónsson og þakka þér fyrir mörg góð skrif þin undanfarin mörg mörg ár. Duglegur ertu.
Já evran fær ekki staðist og hefur aldrei gert það nema í höfðum fáráðlinga. Hún var því af skynsömu fólki kölluð "hreint geggjunarverk" löngu áður en henni var sleppt lausri á Evrópu.
Góðar kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2016 kl. 14:57
Það bætist við ákærulistann á hendur Deutsche Bank. Í gær gaf rétturinn í Mílanó á Ítalíu út ákæru á hendur bankanum fyrir að hafa falsað viðskiptabókhald sitt við ítalska Banca Monte dei Paschi bankann árið 2008, sem er elsti banki heimsins, svo að undir samsæri væri hægt væri að fela taprekstur hans.
Hlutabréf Banca Monte dei Paschi hafa fallið um 84 prósent á þessu ári og þeir sem eiga hlut í Deutsche Bank halda nú a hlut sem fallið hefur um helming á þessu ári og 90 prósent frá 2007.
Deutsche Bank virðist standa með hendurnar fastar á kafi í hverri einustu fjármála-drullumallsdós veraldar. Sífellt bætist við ákærurnar á hendur honum.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2016 kl. 16:31
Firringin, Gunnar, felst í því að "bankaelítan" eða olígarki eða ..., eins og þú kallar hana á enga sök á pólitískum mistökum Bandaríkjanna í sinni "heimsvaldastefnu", eða misheppnaðri pólitík Merkel ... eða Evrópubandalagsins.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.10.2016 kl. 21:13
Ekki má gleyma útgöngu Breta úr ESB, ekki hjálpar það viðskiptalífi Þjóðverja, ef þeir ættla að halda til streitu yfirlýsingar Brussell veldisins, að það verða engir sér viðskiptasamningar gerðir við Breta.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.10.2016 kl. 22:31
Þakka þér fyrir Jóhann
Já, Bretland er tæplega 20 prósent af ESB. Evrópusambandið er að minnka um tæplega 20 prósent á einu bretti þegar Bretland fer.
Breska hagkerfið er stærra en það franska. Þarna fjölgar fátæklingum Evrópusambandsins hlutfallslega mikið þegar Bretland fer, og þeim ríku fækkar til muna. Þeir sósíalistar sem allt ESB snýst um frá og með 1991, ættu þar með að gleðjast mikið. Fátækum fjölgar og ríkum fækkar. Ný miðstýrð paradís er að verða til: Evrópuöreigasambandið!
Skríði Þýskaland ekki á fjórum fótum að Brexit-samningaborðinu, þá er úti um 7-10 prósent af heildarútflutningi Þýskalands, sem fer til Bretlands, þar á meðal milljón bílar, og landsframleiðsla Þýskalands getur dregist saman um helming þeirrar tölu ef illa fer.
Skríði allt ESB ekki einnig á öllum fjórum að samningaborði Bretlands, þá hringir Boris bara úr símanúmeri Bretlands í forseta Bandaríkjanna og er kominn með fríverslunarsamning við ekki bara öll Bandaríki Norður-Ameríku fjórum klukkustundum síðar, heldur og einnig við allt NAFTA í næstu viku (tímalengdin fyrir Ísland yrði þó sennilega tvöfalt lengri). Evrópa hefur hins vegar ekkert símanúmer til að hringja í neinn úr
Viðbrögð sumra landa í Mið-Evrópu minna mig á öfugt vor í Prag. En innrás Sovét átti að sýna öðrum ríkjum undir hæl Kremlarveldisins hvað gerist þegar lönd ætla að yfirgefa kommúnistaguðspjallið. Nú á að reyna að beita sömu aðferðum við Bretland - og það af fórnarlömbunum sjálfum! (Stokkhólmsheilkennið?). Hreint ótrúlegt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2016 kl. 23:26
Er ekki kominn tími til að einhver kæri ESB fyrir fjárkúgun? Fyrir að neita að gera viðskipti við aðrar þjóðir, nema að fá að stjórna öllu lífi þeirra, nánast?
Ímyndið ykkur ef Bæjarins bestu myndu neita að selja ykkur pylsu með öllu, nema pylsuvagninn myndi fá að ráða á hvaða tíma dags þið farið út að ganga með hundinn ykkar. Ég myndi fara að kaupa mínar pylsur annars staðar, þó ég eigi engan hund.
Theódór Norðkvist, 4.10.2016 kl. 12:16
Heh. Þetta þyrfti að birta alls staðar Theódór! Tær snilld og þakkir fyrir
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.10.2016 kl. 12:54
Takk fyrir Gunnar og sömuleiðis, ég les oft þína pistla, sem eru beittir og skemmtilegir yfirlestrar - þó umfjöllunarefnið sé oft alvarlegt.
Theódór Norðkvist, 4.10.2016 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.