Leita í fréttum mbl.is

Kjörfylgi Deutsche Bank komið niður í einn tölustaf - og fundi frestað

Screen Shot 2016-09-30 at 07.20.55

Þá gerðist það. Kjörfylgi Deutsche Bank í evrum fór niður í einn tölustaf í morgun. Úr þremur tölustöfum niður í einn - á 8 árum

Graham sagði að hlutabréfamarkaðurinn sé eins og kosningavél. Eina hlutverk hans er að birta kosninganiðurstöður. Hann býr ekki til neitt annað, frekrar en búðarkassi sem býr til tölur með hávaða

Bankinn starfar á öllum sviðum; fjárfestingar, fyrirtæki, almenningur, greiðslumiðlun, gjaldmiðlar, húsnæðislán, hið opinbera, tryggingar, spákup, sjóðir, afleiður, sjóðsstjórn, eignasýsla og þar fram eftir götum, sem og einnig liggja út um alla Evrópu og enn lengra. Tvö þúsund útibú bankans eru í Þýskalandi og tæplega þúsund erlendis, sem flest eru í evrulöndum í stórkostlegum vandræðum. Í ríkjum þar sem þorri almennings og vel rekin fyrirtæki geta ekki lengur borgað af lánum sínum í bankanum - og hafa ekki getað árum saman

Áhlaup almennings á bankann heima í Þýskalandi yrði ekkert grín, ef svo skyldi fara. Og enn verra erlendis. Þýskur almenningur myndi undir áhlaupi á bankann grandskoða hvern einasta evruseðil með stækkunargleri og ekki líta við neinum sem ekki væri prentaður og gefinn út af þýska seðlabankanum. Algert öngþveiti myndi skapast, virðiskreppa skella á og fara eins og eldstormur um landið

Þetta er dáliðið merkilegt mál. Deutsche Bank er einu ári eldri en sjálft Þýskaland, stofnaður 1870. Og það er einmitt það sem er svo skelfilega galið. Hér er ljóslifandi komið enn eitt sönnunargagnið fyrir því hvað Þýskaland stendur fyrir: algerri stöðnum og því sama og síðast. Fullkominni stöðnun. Bankinn ætti alls ekki að vera til lengur. En af hverju er hann til? Jú vegna þess að hann er sjálf ríkisstjórn Þýskalands, en ekki fólkið og þing þess. Og svo er ætlast til að önnur lönd í ESB geti keppt við land eins og Þýskaland þar sem ríkisstjórnin er banki sem gengur um Evrópu með peningapólitískt vald þeirra í rassvasanum

Öllu sem Angela Merkel kemur nálægt tekst henni að klúðra. Hún er búin að vefja Deutsche Bank svo kyrfilega um hálsinn á sér að bankinn er að kyrkja hana. Hún er að kafna. Hún þorir ekki að taka neinar ákvarðanir í neinum málum - fyrr en þau eru komin á óviðráðanlegt stig. Þýskaland er að verða stjórnlaust. Pólitískur stöðugleiki þessa svo kallaða "akkeris" meginlands Evrópu og um leið Evrópusambandsins sem liggur í tætlum, er farinn. Hvað mun taka við?

Deutsche Bank var stofnaður undir enduruppsetningarfasa Fyrsta ríkisins (e. Holy Roman Empire). Þriðja ríkið fór með Þýskaland til fjandans - og heiminn allan. Hvað stendur þá eftir. Jú Deutsche Bank!

Nú þarf því að láta hendur standa fram úr ermum og bjarga bankanum. Og svo ótrúlega vill til að í dag er föstudagur og á mánudag verður einnig lokað vegna fagnaðarhalda misheppnaðasta geópólitíska atburðar í Evrópu á nýrri tímum; endursameiningu Þýskalands! Þetta eru þá heilir þrír dagar sem stjórnvöld hafa til að reyna að kæla málið niður. En til fjandans með landið og allt það bull og staðleysu eins og ávallt. Bankanum verður að bjarga, eins og venjulega. Stífa verður beinagrindasafn bankans af svo það hrökkvi ekki upp úr kistunum, öllum til sýnis, með þekktum látnum og núlifandi andlitum á. Fjármögnun byggingaframkvæmda í pólskum bæ er nefnist Auschwitz, bankareikningar Gestapo, beinagrindasafn síðustu sameiningar og þar fram eftir glötuðu gatnakerfi bankans, sem fyrir skömmu sat á þremur af hverjum fjórum stjórnaratkvæðum í öllum helstu fyrirtækjum landsins. Þetta yrði verri leki en Chernobyl. Þynna steypuna strákar!, þá rennur hún hraðar ja!

Styttist nú í nýja enduruppsetningu Þýskalands (reconfig). En fyrst kemur wipe-out og svo install, eins og ég skrifaði um í gær

Þjóðin er hinsvegar að hoppa í björgunarbátanna, sem hún heldur að séu ennþá til. Hún vonar og heldur að þeir séu þarna enn, þ.e. þjóðríkið og landamæri þess. En hörð verður lending þýskrar þjóðar. Líf hennar í einkaþrælabúðum þýskra elíta hefur fært henni lítið annað en elítuknúnar hörmungar. Og sú seinasta, í langri röð elíta, er sjálf stóðelítan Evrópusambandið og flest sem henni tengist, langt inn í alla afkima þýskra stjórnmála. Viðbrögð þjóðarinnar við ástandinu geta hreint úr sagt orðið algerlega skelfileg

Ekki þori ég að hugsa um enn eitt sjálfsmorðið í allt-í-lagi undirheimum þýskra stjórnmála. Upplausn Evrópusambandsins heldur áfram og ekkert afl getur stöðvað þá þróun

Í næstu götu í Evrópu gerist frekar lítið nema þetta

Allsherjarráðstefnu Rétttrúnaðarkirkjunnar hefur nú verið frestað. Halda átti hana í sumar, eftir 1229 ára hlé. Sú síðasta var haldin árið 787. Hvað skyldi nú hafa komið fyrir í Konstantínópel síðustu daga? Eða jafnvel í Moskvu? En í Konstantínópel er biskupssetrið fyrir 250 milljón manns í 180 þúsund manna söfnuði sem er þar enn. Eitthvað hlýtur að vera að gerast á austurvæng Evrópu. Tja og mja, en já

í  K O N S T A N T Í N Ó P E L  !

esb hvað..?

Fyrri færsla

Þegar allt breyttist: hvað gerist næst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband