Leita í fréttum mbl.is

Þegar allt breyttist: hvað gerist næst?

Á sunnudaginn skrifaði ég um Hinar fjórar Evrópur (langt). Þetta verða Íslendingar að taka alvarlega

Útflutningsfíkn landa eins og Þýskalands (helmingur VLF), Rússlands og Asíu getur ekki lengur gengið upp vegna þess að heimurinn breyttist varanlega 2008. Stærðargráða breytinganna er á pari við síðustu stóru breytingar: þ.e. 1930, 1945 og 1991. Stórar breytingar eru í vændum og þær munu ekki fara friðsamlega fram

Ef halda á friðinn í heiminum, bara nokkurn vegin, þá verða stærstu útflutningaháðu ríki jarðar að grundvallar-breyta sér og hvernig þau virka: fara í enduruppsetningu (reconfig)

Þegar lönd, og eins og í þessu tilfelli, allt Austurhvel jarðar (EvrAsía), þurfa að fara inn í nýjan enduruppsetningarfasa, þá er næsta skref ávallt útþurrkun (wipe-out) og á eftir útþurrkun kemur innsetning (install)

Til einföldunar þá er svæsnasta útgáfa enduruppsetningar-ferlisins svona: hrun => stríð/bylting => nýr veruleiki

Bandaríkin eru ekki útflutningsháð, þau flytja aðeins 13 prósent landsframleiðslunnar út og helmingur þess magns fer til Kanada og Mexíkó. Ekkert fylki Bandaríkjanna er háð útflutningi til Evrópu né Asíu. Bandaríkin eru því hlutfallslega ónæmust fyrir þeim ofur-breytingum sem standa fyrir dyrum á veröldinni

Stór hluti þess fjármagns sem varð til á síðasta skeiði sögunnar, sem hófst 1991, mun hafa litla möguleika á að komast í vinnu á ný, nema þá kannski helst í eyðileggingu á því sem þá varð til, en sem almenningur fyrir neðan efri-miðju hagnaðist ekki á. Sá hluti stökk í gömlu björgunarbátana, þjóðríkið og landamæri þess, og stendur vopnaða varðstöðu um þá. Þeir eru það eina sem verndar þennan hluta og þeir eru Biblíusöguleg hönnun. Þetta skilur glóballar 1991-elítan ekki. Og hún skilur ekki Trump. En Trump er fram til þessa eini forsetaframjóðandi Bandaríkjanna sem skilur peningapólitík

Í dag er líklega árið 1912 og 1932 á Austurhveli jarðar

Fyrri færsla

Styrjaldarástand: Reykjavík myrkvuð, byltingin hafin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Deutsche Bank, fjármálaflaggskipi Þýskaland, og sem er að falla af því að bankinn er draugaskip, tókst að skrapa saman einum milljarði evra með því að selja eigur: Abbey Life í Bretlandi.

Deutsche Bank er útflutningsbanki ríkisstjórnar Angelu Merkel. Mario Draghi var grillaður í þýska þinginu vegna draugagangs í bankanum. Hendur Angelu halda skjálfandi um útflutningsflöskuna niðri í allt-í-lagi bunker kanslarans

Næst stærsti bankinn í útflutningsflösku Þýskalands, Commerzbank, ætlar að reka 9000 starfsmenn og sprengja bankann til í byssustæðinu með endurskipulagningu, svo að hann þekkist ekki lengur á ratsjá. Allar arðgreiðslur eru hér með stöðvaðar.

Á Ítalíu æðir stærsti banki landsins, UniCredit, um göturnar í leit að 16 milljörðum evra til að hella sem kælivökva á  bankann, áður en upp úr honum sýður. 

Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2016 kl. 15:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Engar fjárfestingar borga sig nú lengur í Kína. Elítur og stjórnvöld skófla því fé í eignir erlendis. Sama og gerðist í Japan rétt áður en það sprakk. Í Kína gengur því allt svo rosalega vel að ekkert borgar sig. Þetta er kallað "financial diversification" á fínu gjaldþrotamáli. Hei allt er svo gott hér og mikill vöxtur að ekkert borgar sig lengur, við erum rúlla .. þið vitið hvert ..

Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2016 kl. 15:38

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Balkanskagi og þar með þið-vitið-Sarajevo, er skyndilega orðinn vinsæll ferðamannastaður. Ekki er þó enn vitað hvort að ljósin verði slökkt á Balkan svo að úkraínsku norðurljósin sjáist betur á næturhimninum í norðri.

Recep Erdogan var í Króatíu í apríl. Vladimir Putin var helgi í Slóveníu í júlí. Joe Biden heimsótti Belgrad í ágúst. Michael Roth var þar í þessum mánuði. Dmitry Medvedev kemur þangað í október, auðvitað.

Serba lýðveldið (Srpska) sturtaði Dayton niður um helgina. Og um leið öllu ESB. Fleiri Balkan-lönd munu gera hið sama

Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2016 kl. 15:53

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Til að skapa vinsældir heimafyrir í frosnu Kína, varar kínverska varnarmarmálaráðuneytið nú Japan við því að vera að "leika sér að eldi" með því að sigla saman með bandaríska flotanum í Suður-Kínahafi. Kínverski herinn er lífvarðarlið kínverska kommúnistaflokksins gegn árásum frá almenningi sem telur tólf hundruð  milljón fátæklinga og peningafeitar gríselítur í stofufangelsum við suðurströndina

Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2016 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband