Sunnudagur, 25. september 2016
Hinar fjórar Evrópur (langt)
Evrópa skiptist í fjóra hluta. Þeir hafa oft minna með hvorn annan að gera en Ísland hefur með Mongólíu að gera.
1) Suður-Evrópa eða Miðjarðarhafs-Evrópa sem nær niður að eyðimörk Sahara. Miðjarðarhafið deilir ekki Suður-Evrópu í sundur, heldur tengir hana langt inn í Norður-Afríku, eins og menn sjá á fólksflóðinu sem fossar þaðan úr gamla Rómarríkinu. Suður-Evrópa er ekki löt, eins og reynt er að gefa í skyn, heldur er hún nú orðin fangi á röngu pólitísku áhrifasvæði, þ.e. á áhrifasvæði Þýskalands. Tyrkland er mjög vel á efnahagslegu lifi í dag, það er til dæmis að smíða skipin okkar, og það er á sæmilegu efnahagslegu lífi vegna þess að það er ekki í Evrópusambandinu. Hagvöxtur þar hefur verið kraftaverki nærri. Þetta er sönnunargagn þessa hluta Evrópu fyrir því hvað er að drepa alla Suður-Evrópu: Það er að segja ESB Þýskalands, en ekki leti
2) Þýsk-Norður-Evrópa, norðan eldveggs Alpafjalla, sem ávallt og að eilífu klýfur álfuna náttúrulega. Sumir vita enn hvað þessi hluti Evrópu er; hann er núverandi pólitískt sprengjuhólf álfunnar, því að Þýskaland er mjög nýlega stofnað veldi, sem enn þann dag í dag er að ryðja sér til rúms á meginlandinu og í heiminum. Þýskaland enduruppsetur Evrópu (reconfig) af því að það er nýtt veldi. Reconfig fylgir oftast útþurrkun (wipe-out) til að geta sett upp nýtt stýrikerfi (install) sem svo stjórna mun dótinu
Sameining Þýskalands 1871 eyðilagði þann frið sem þó stundum var í álfunni að hluta til og endursameining Þýskalands 1990, með þreytulegu samþykki Bandamanna, er misheppnaðasti geopólitíski atburður álfunnar á nýrri tímum. Hann mun tryggja varanlegan ófrið í Evrópu næstu 500 árin. Hann mótaði það Evrópusamband sem er að kyrkja Evrópu í dag
Frakkland er orðið svo þýskt að margir Frakkar álíta að nú sé við það að verða síðasti séns á að afþýska landið. Frakkland hélt um tíma að Evrópusambandið væri nokkuð sniðugt búr til að halda Þýskalandi uppteknu við föndur innan í. En þeir sjá nú, að svo var ekki. 1990 breytti svo miklu. Frakkland er áfram þungbúið vel viðhöldnum kjarnorkuvopnum, því að upp úr Hollandi í ESB, hefur enn ekki vaxið fjallgarður eins og er í frönsku suðri. Það er því jafn berskjaldað í norðri og áður
3) Austur-Evrópa, sem er frekar slæmt hugtak yfir Intermarium sem Pólverjinn Józef Pilsudski skilgreindi þó nokkuð vel. Austur-Evrópa er múrverkið á landamærum lífs og dauða. Þar mæta mótmælendur og universal kaþólikkar rétttrúnaðarkirkjunni, sem negld er þúsund metra niður í þjóðarjörðina, með tröllasaum. Og þarna mætir öll kristni álfunnar íslam
4) Sæfara-Evrópa sem er Skandinavía að hluta til, Bretlandseyjar og stundum Ísland. Þar kunna menn á skip. Restin af Evrópu er í pollagöllum innanklæða og plaskar á innpollum álfunnar. Strandlengja Noregs nær yfir hálfan hnöttinn, eða 25 þúsund kílómetra og strandlengja Íslands nær héðan til Afganistan, sex þúsund kílómetra. Strategísk þjóðaröryggisvörn Íslands á alla vegu er Atlantshafið, en hin strategíska dýpt lands okkar fram til síðasta dags allra daga, er hins vegar Washington. Lönd sem búa við úthöf og siglanlegar ár, verða alltaf ríkari en pollagallalönd
Enginn sem býr í Frakklandi hefur tilfinningu, náttúrulega samúð né samstöðu með Austur-Evrópu. Þýskaland álítur í pólitískri sál sinni að næsti nágranni þess í austri, sé Rússland. Þýska sálin hoppar því í höfðum þýska aðalsins yfir 120 milljón manns Austur-Evrópu, og álítur þær að mestu rusl og segir innvortis að hún samþykki Rússland upp að landamærum Póllands. Austur-Evrópa á engan bandamann í Evrópusambandinu utan Intermarium, eftir að Bretland fór. Eini raunverulegi bandamaður Austur-Evrópu er Bandaríki Norður-Ameríku
Austur-Evrópa er umferðarljós á innrásarhraðbraut lágsléttu Norður-Evrópu inn í Rússland. Um hana hafa farið Pólska samveldið, franskur Napóleon, þýskur Vilhjálmur annar og heill Hitler. Þetta svæði er án náttúrulegra landamæra. Og það sem meira er, þetta svæði álfunnar liggur landfast upp að landmassaríki Rússlands, sem hefur næstum engin náttúrleg landamæri sér til varnar. Landsvæði Rússlands er svo gott sem óverjanlegt. Það er því af Rússum notað sem örmögnunar-strategískur drekkingarhylur á heimska innrásarheri. Framboð heimsku er alltaf ótakmarkað eins og sést á stofnun Evrópusambandsins
Pólland er í öðrum heimi á annarri plánetu en til dæmis Frakkland. Enginn í Frakklandi mun koma Pólverjum til hjálpar nokkru sinni, af þeirri einföldu ástæðu að afkvæmi Frakka eru ekki Pólverjar, eins og Vestamannaeyingar í eldgosi eru skilgetin afkvæmi Íslendinga. Eðli þjóðernistilfinningar manna er sama eðlis og móðurást þeirra er. Hún liggur í erfðum okkar og án hennar værum við útdauð. Enginn í Þýskalandi mun heldur koma Austur-Evrópu til hjálpar. Og enginn mun fórna lífi sínu fyrir Evrópusambandið. Enginn. Eini bandamaður Póllands er Bandaríki-Norður Ameríku, og önnur ríki í Intermarium. NATO er ekki bandamaður Póllands nema á pappír sem háður er neitunarveldis uppsetningu þeirrar herlausu samkundu. Eini herafli NATO er Bandaríki Norður-Ameríku og Bretland. Restin af NATO er kústskaft
Evrópusambandinu, sem er hrynjandi, er í dag haldið saman með þýsku valdi og peningapólitísku ofbeldi. Þýskaland þolir ekki að missa nein lönd úr hinum svo kallaða þýsk-hannaða "innri markaði" ESB, án þess að fara í sitt fimmta þjóðargjaldþrot. Það flytur, með peningapólitísku ofbeldi útflutningsdópistans, út helming landsframleiðslu sinnar og helmingur þess helmings fer til hins innri-markaðar, sem minnkar um 20 prósent þegar Bretland mannar hafskip sín á ný
Rússland mun aldrei gefa Úkraínu upp á bátinn. Ekki frekar en Bandaríkin samþykja Texas sem rússneskt áhrifasvæði. Á næsta ári verður herafli Rússlands sennilega búinn að fylla tankinn og standa klár til Úkraínuferðar. Enginn mun hreyfa legg né lið, gerist það, nema Bandaríkin sem eru að hella hraðsteypu niður í undirstöður Intermarium. Bandaríki Norður-Ameríku munu aldrei þola að Þýskaland gangi í Úral-hjónaband með Rússlandi þegar innri markaður þess er þurrausinn, sem hann er að verða, og smám saman burt-floginn. Þátttöku Bandaríkjanna á meginlandi Evrópu í Síðari heimstyrjöldinni ber að skoða í því ljósi: Milljón manns sendir alla leið frá Vesturhveli jarðar yfir í þetta Austurhvel jarðar árin 1941-1945. Það var ekki góðmennska sem réði þeirri för, heldur þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna
Þjóðaröryggisstefnur landa byggjast á og taka alltaf mið af því versta hugsanlega sem getur gerst. Geri þær það ekki, þá breytast þær í þjóðar-óöryggisstefnur
Staðan í þessari Evrópu í dag er sú, að barist er í blóðugum hernaðarátökum í túnfæti álfunnar á suðurhlið, í Norður-Afríku, og innan hennar í austri. Og það rýkur meira og meira úr pípulögnum Balkanskaga-tappans niður til vítisvélar íslam, sem kveikt hefur að minnsta kosti 50 ára langan sinubruna í suð-austur túnfæti Evrópu, þ.e. í Mið-Austurlöndum sem eru í blóðugum enduruppsetningarfasa (reconfig) og sem enda mun líklega sem nýtt kalífat (install). Tyrkland mun verða endurunninn herra þess, verði Íran það ekki. Það eru bara þrjú alvöru lönd í Mið-Austurlöndum: Ísrael, Tyrkland og Íran. Restin er óstjórnlegt sull. Verið er nú skrifa núll yfir gamla install Bretlands og Frakklands í þessum hluta heimsins. Hvorki Bretland, Frakkland né Bandaríkin hafa lengur þörf fyrir að hafa afgerandi áhrif í heimshlutanum eins og er. Enginn utanaðkomandi mun handtaka þróunina. Að skrifa núll tekur sinn tíma. Að innan er Evrópa að falla saman undan þunga og ofbeldi Evrópusambands Þýskalands
Þeir sem sjá ekki hvað er að gerast né hugsa um hvað gerist næst, eru annaðhvort sérfróðir bjánar eða pírataðir niðurhalsafglapar með lokað próf úr fáfræðistofnun Samfylkingarmanna við Nautheimskuvík, eru í marxískri alþýðuskólun hjá geðklofnu VG eða í bankagreiningardeildaklúbb Viðreisnarmanna, sem réðst að seðlabankanum og lýðveldi Íslendinga, og þar sem partur þessarar samsteypu afglapa eru hálaunaðir opinberir starfsmenn er spyrja þá sem borga launin þeirra, hvort að Frakkland sé nú í Evrópusambandinu. Og þetta er ekki lygi. Taka þarf upp 19. aldar landafræðikennslu í skólum landsins, það er alveg greinilegt
Evrópa er einu sinni enn komin í reconfig fasa. Næst kemur wipe-out og síðan install. Hún verður óþekkjanleg, einu sinni enn. Og kernel hennar, Þýskaland, er óþekkt stærð, eins og áður. Þýskaland er óstöðugleikaaflvél Evrópu og veikasti hlekkurinn í efnahagsmálum álfunnar. Það mun annað hvort fara í nýtt þjóðargjaldþrot eða austur. Enginn veit hvað verður. Þannig virka nýir og ó-aflúsaðir kernels
Fyrri færslur
- Hann er bara einn þriðji af ríkisstjórninni
- Kolin hitna enn frekar undir landamæra-stöðu Evrópu
- ESB-fræðingarnir: evran mun ekki lifa af
- Íslenskri táningsstúlku nauðgað í Danmörku
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:15 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Fróðleg yfirsýn í "tímarúmi", þakk fyrir.
Egilsstaðir, 25.09.2016. Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 25.9.2016 kl. 11:29
Ég drekk þetta i mig með morgunkaffinu. Einhverjum hér heima er ekki sjálfrátt!!
Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2016 kl. 11:39
Flott samantekt hjá Gunnari og við verðum að vera fljót núna að taka ákvörðun hvort við viljum NWO on NoBorder með Peninga Georg Soros vaðandi inn í þjóð okkar.
Kjósum engan flokk sem vilja opna landamæri fyrir flóttamenn.
Valdimar Samúelsson, 25.9.2016 kl. 14:09
Þakka ykkur fyrir
Sagan mun halda áfram. Framhaldi hennar mun ekki verða lýst fyrir almenningi í fjölmiðlum neinna landa. Þeir, eins og stjórnmálamenn, eru uppteknir við fortíðina og að láta kjósa sig í næstu kosningum.
Þeir sjá ekki fyrir rússneska byltingu
Þeir sjá ekki fyrir stofnun Ísraelsríkis
Þeir sjá ekki fyrir hrun Sovétríkja. Stærsta heimsveldis sögunnar
Þeir sjá ekki fyrir hrun myntbandalags
Þeir sjá ekki fyrir upplausn Evrópusambands
Þeir sjá ekki fyrir heimstyrjöld
Stjórnmálamenn og fjölmiðlar lifa á því að bera poppkorn hins mikró-pólitíska veruleika á borð fyrir almenning.
Sagan verður hins vegar til í hinum makró-pólitísku loftslögum veraldar og henni slær örðu hvoru sem eldingum niður veruleika mikróbylgju poppkorna. Það er fullkomlega skiljanlegt, en þó samt miður.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.9.2016 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.