Leita í fréttum mbl.is

Moodys sprengir Brexit bankablöðru ESB

Ný skýrsla Moodys um ESB-útgöngu Bretlands og hins alþjóðlega bankakerfis þess, stingur gat á hræðslubandalags-blöðru ESBhólista

Matsfyrirtækið segir að útgangan muni hafa litla sem enga þýðingu fyrir hið stóra alþjóðlega banka-fjármálakerfi Bretlands, sem er það stærsta í heiminum á sínu sviði

Vel og dýrt menntað íslenskt vinnuafl á sviði alþjóðlegra fjármála, ætti nú að leggja við hlustir og hugsa sinn gang á ný. Leggja metnað í að byggja upp skothelt tilbrigði af passlega stórum alþjóðlegum anga af sérhæfðu fjármálakerfi, sem verða mun í vaxandi eftirspurn þegar hinn innri markaður ESB verður formlega leystur upp - og sá einkadregill Þýskalands dreginn undan því landi. Það upplausnarferli er komið mun lengra á veg en sýnist

Engin alþjóðleg fjármálastofnun með fullu viti mun úr þessu nokkru sinni flytja sig til ESB. Þar er hvorki peningapólitísk þekking, eins og sést, né skilningur á kapítalisma til staðar. Og viljinn til að skilja og samþykkja hann er enginn, eins og sést á þeim hamförum sem þar hafa rústað ríkjum og á þeim hamförum sem nú búa um sig undir kistulagningarferli sambandsins, sem endur-uppsetja (e. re-configure) mun meginland taparanna í annað sinn, frá lokum seinni borgarastyrjaldar EvróAsíu landmassans. Sovésk mynt ESB er þess utan ónothæf og í bráðri útrýmingarhættu

Góður, arðsamur og passlega stór alþjóðlegur armur af íslensku fjármálakerfi í ESB- og EES-lausu landi, gæti verið þjóðarbúinu afar gagnlegur, sérstaklega þegar dýrmætri reynslu af veikleika þess síðasta, er snúið upp í verðmæta eign

Stutt er í að hinn svo kallaði innri markaður verður tekinn til skiptameðferðar. Þegar sú staða liggur fyrir þá er allur tilvistar grundvöllur ESB endanlega horfinn og því verður parkerað í litlu húsi við gamla götu í safnahverfi Genf

Framtíðin fyrir Evrópu næstu 500 árin er að mestu samfellt svartnætti

Fyrri færsla

Aðild Stalíns að Evrópusambandinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband