Leita í fréttum mbl.is

Brexit: Talið niður til hláturssprengju

DBK.DE lokun 16. september 2016

Mynd: Sektin, DBK.DE lokun 16. september 2016: -8,47%

Maður sér þetta fyrir sér. Theresa May og hennar fólk reyna að halda andlitunum í alvarlegum og áhyggjufullum skorðum svo lengi sem BBC-blaðamenn esb-ofstækisins og bankabjálfar Financial ESB Times samsteypunnar og álíka hryggleysingjar hafa möguleika á að munda myndavélarnar og senda úr þeim út til almennings. Svo er hurðinni skellt í lás í Downingstræti 10 og um leið frussast hláturssletturnar upp um veggina, tárin streyma niður andlitin í óstjórnlegum hlátursköstum og Theresa May slær öskrandi af hlátri á læri sér á meðan Boris Johnson styðst við vegginn inn ganginn og rétt nær að miða rétt áður en allt flæðir upp um alla veggi. Svo er staulast að fundarborðinu með skvettandi tebolla í hönd, en draga verður gluggatjöldin fyrir og fresta fundi á meðan þau reyna að ná andanum og koma andlitunum í bara sæmilegar vinnustellingar. Þetta má ekki verða öllum of augljóst. Sagt er að Sir Humphrey sé nú á batavegi, en sprauta þurfti hann niður úr hláturskasti

Staðreyndin er auðvitað sú að útganga Bretlands af Evrópulandi ESB er hrikalega góð staða fyrir Bretland að vera í. Landið heldur bókstaflega kyrkingartakti um sveitta hálsa hins skjálfandi embættismannaveldi ESB og það hefur nú náð áður óþekktu hreðjataki á Þýskalandi, sem er svæsnasti útflutningsdópisti veraldar; helmingur! landsframleiðslu þess er fluttur út

Skríði Þýskaland ekki á fjórum fótum að Brexit-samningaborðinu, þá er úti um 7-10 prósent af heildarútflutningi Þýskalands, sem fer til Bretlands, þar á meðal milljón bílar, og landsframleiðsla Þýskalands mun dragast saman um helming þeirrar tölu

Skríði allt ESB ekki einnig á öllum fjórum að samningaborði Bretlands, þá hringir Boris úr símanúmeri Bretlands í forseta Bandaríkjanna og er kominn með fríverslunarsamning við ekki bara Bandaríki Norður-Ameríku fjórum klukkustundum síðar, heldur og einnig við allt NAFTA í næstu viku (tímalengdin fyrir Ísland yrði þó sennilega tvöfalt lengri). Evrópa hefur hins vegar ekkert símanúmer til að hringja úr

Og ætli ESB báknið að gera hinu alþjóðlega bankakerfi Breta erfitt fyrir vegna Brexit, já þá mun þessi 14 milljarða dala sekt sem Deutsche Bank fékk fyrir fjárglæfrastarfsemi í Bandaríkjunum í síðustu viku, ekki lækka um svo mikið sem einn dal, og bankinn hreinlega rúlla yfir-um og beint ofan í fang Angelu Merkel, fyrir næstu kosningar heima í Þýskalandi, skyldi hún yfirhöfuð þora að bjóða sig fram

Bretland var 20 prósent af ESB. ESB hefur minnkað um 20 prósent á einu bretti!

Hverjum heilvita manni eða ríki myndi detta í hug að gera eitraðan EES-samning við liðið lík í dag. Evrópusambandið er liðið lík og löndin eru farin labba yfir það. Norsk verkalýðsfélög heimta enda í sívaxandi mæli að Noregur segi sig algerlega frá EES-samningum. Í síðustu viku bættust verkalýðsfélög upplýsinga- og tæknigeirans á þann lista

Á meðan heldur svo blessaður fjármálageirinn áfram að leita að einhverju alveg "pottþétt öruggu" sem er of stórt til að falla (e. too big to fail), eins og hann gerði í eldgamla daga, þegar hann keypti öll "öruggu ríkisskuldabréfin" af ríkjum Suður-Ameríku - en af ríkjum sem voru bara ekki til. Næsta "örugga eign" þeirra og sem er of stór til að falla - er Þýskaland í dag. Útflutnings-dópistinn sjálfur sem örvæntingarfullt leitar að næsta skammti, nú þegar hinn svo kallaði "innri markaður" er þurrausinn og kominn í óafturkræft upplausnarferli og Kína búið að vera -- og mörg fyrirtæki þess er reyna að lifa kínverska kredit-kommúnismann af, eru flutt til Mexíkó

Fyrri færsla

Bannað að tala um íkveikjur Angelu Merkel


mbl.is Telja að Bretar gefist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Flott grein Halldór. Maður hlær í huga hí,hí,hí en ESB virðist dauðadæmd og svo eru frakkar að bjóða fólki útgöngu sem verður erfitt með alla múslímanna.

Valdimar Samúelsson, 18.9.2016 kl. 07:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég ´tla að leifa mér að nota þetta.

Norsk verkalýðsfélög heimta enda í sívaxandi mæli að Noregur segi sig algerlega frá EES-samningum. Í síðustu viku bættust verkalýðsfélög upplýsinga- og tæknigeirans á þann lista... með þínu nafni og vísa á þetta hjá þér....

Valdimar Samúelsson, 18.9.2016 kl. 07:25

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Valdmimar

Bara endilega.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.9.2016 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband