Leita í fréttum mbl.is

Hvað er eiginlega að Hillary Clinton?

Einu sinni, 2012, átti það að heita að hún væri búin að ofkeyra sig, þegar hún var utanríkisráðherra. Þá datt hún út og hrundi niður

Undanfarið hefur svo verið sagt að hún sé þornuð upp, þegar það slær útí fyrir henni og hún hrekkur í spastískan gír og hlær óstjórnlega

Þann 11. september hrundi hún niður og bera þurfti hana inn í dulbúna sjúkrabifreið. Veðrið var íslenskt miðað við heima í Litla kletti, nánast frost, skýjað og notalegt. Enginn á staðnum nema Hillary var því með rafsuðugleraugu og enginn annar var við það að þorna upp

Þarna -við minningarathöfnina um 11. sept. 2001- hrundi hún niður og pressan kaupir og gleypir að hún sé með "smitandi lungnabólgu", sem meira að segja "starfslið hennar hafi smitast af"

Hefst þá Hillary handa við beinan sýklahernað á stúlkubarn sem sjúkralið hennar hleypir til hennar. Síðan er hún borin inn í svarta sjúkrabílinn svo að hægt sé að aka henni heim til dóttur sinnar, þar sem hún í friði getur sýklaherjað á hennar börn, þar af eitt kornabarn

Í 300 daga hefur Hillary ekki þorað að tala við blaðamenn. Enda sjálfsagt engin þörf á því, þar sem þeir eru allir smitaðir af henni

Hvað skyldi í raun vera að Hillary Clinton?

Mín tilgáta er sú að taugakerfi hennar sé búið að vera. Að hún sjálf sé búin að kála því og að hún haldi sér gangandi á leynilegu apóteki, eins og allt annað er leynilegt í hennar fari, og sem stappað hafi heilabú hennar í graut. Að hún sé orðin dómgreindarlaus, varanlega streitu-sköðuð og ófær um að bjarga lífi sínu

Þessi kosningaherferð þeirra Hillary og Bills Clinton og blaðamannastéttarinnar á móti Donald Trump, er að verða skuggalega átakanleg, svo ekki sé meira sagt

Hvað haldið þið að sé raunverulega að frú Hillary Clinton?

Fyrri færsla

Meiri og þéttari samvinna eykur líkur á ófriði í Evrópu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar.

Nokkuð ljóst er að hún er með sjúkdóm
sem herjar á taugar líkamans. (hefur ekkert með
taugaveiklun að gera að neinu leyti)

Þegar eru taugar í útlimum skertar en önnur einkenni
gerir það erfitt að átta sig á þessu svo vel að
tiltaka hver sá hrörnunarsjúkdómur er sem
virðist vera þarna á ferð.

Húsari. (IP-tala skráð) 14.9.2016 kl. 21:21

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég held þú sért nokkuð nærri lagi Gunnar.

Þó má líklega bæta því við að hún er búin bæði leynt og ljóst að ljúga svo heiftarlega að Bandarísku þjóðinni, þinginu og nú síðast FBI að hún veit ekki lengur hvað er satt eða logið.

Spillingin í kring um hana er þvílík að það eitt ætti að hafa alvarlegar afleiðingar á heilsufar hennar.

En við skulum nú vona að hún hressist og geti fallið með stæl fyrir Donald Trump.

Trump er nú enginn engill, en hann hefur ekki gegnt opinberri þjónustu og notað hana sjálfum sér til framdráttar eins og Clinton hefur gert. Hann hefur enn tækifæri til að sanna að hann yrði betri stjórnmálamaður en hún, ferill hennar er ekki fagur, svo vægt sé til orða tekið.

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.9.2016 kl. 21:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir

Eins og bandarískur almenningur eflaust gerir, þá velti ég þessu fyrir mér, þessu ástandi hennar Hillary. 

En það land er algerlega dásamlegt og aðdáunarvert þar sem maður með gult fuglahreiður á höfði, óskúraðan strigakjaft og algerlega óskaddaður af ríkisjórtri, getur orðið forseti og leiðtogi.

Það var ávallt þetta sem stofnun Bandaríkjanna snérist um. Að tryggja að allir gætu sótt á mið lífs, frelsis hamingju:

Að "Life, Liberty and the pursuit of Happiness" sé leyfð, en ekki pólitískt bönnuð.

Þetta gæti aldrei gerst í Evrópu.

Áfram Trump! segi ég bara

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2016 kl. 21:38

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er hún ekki með sjálfsofnæmi blessuð konan.- En Trump á eftir að láta að sér kveða sem forseti Bandaríkjanna. Embættið er í hans huga heilagt og það tryggir að minnsta kosti áherslu á sæmd United states of America.

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2016 kl. 01:41

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga.

Um líf og dauða Bandaríkjanna er sem betur fer ekki um að ræða. Hver sem verður kostinn forseti þarf að búa við og lifa sem næstum því varadekk innan í Bremsustöðinni Washington. Forseti Bandaríkjanna er ekki einn á vaktinni, eins og hér heima.

Þarna komu landfeðurnir batteríinu fyrir: úti í mýri og þar getur stöðin sokkið í friði, ef svo ber undir, á meðan kjarni Bandaríkjanna, langt fyrir vestan Bremsustöðina, sinnir sínu.

Ekki yrði ég hæddur við hvorugt þeirra sem forseti. Ekki frekar en ég væri hæddur við sjálfan mig. 

Hins vegar held ég að það væri hollt fyrir landið og heiminn allan að fá svona "out-sider" eins og Trump fyrir forseta núna.

Góðar kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2016 kl. 14:50

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég sé ekki annað en í grunnin að hún sé með Parkinson og flogaköst eins og oft fylgir. Hóstinn er mjög kraftlítill og það er eins og raddböndin séu að gefa sig eins og oft er hjá PD. Ég er búinn að fylgjast með félaga mínum og allt sem ég se hjá Hillarí hef ég séð hjá honum.

Bæði Bill og Hillary eru einhvað mikið veik en það er ömurlegt að sjá Bill. Ég man ekki hvað Sjónvarps serían heitir um forsetaframboðið sem hefir verið hér í sjónvarpinu öðru hvoru er alveg með þetta á hreinu. Kannski hefir NWO bannað hana á meðan kosningarnar standa yfir.  

Valdimar Samúelsson, 15.9.2016 kl. 17:29

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Já, hvað veit ég. Colin Powell segir að Hillary sé að vinna sig í hel.

En er þetta hér ekki yndisleg mynd. Allt gert vitlaust, samkvæmt rétttrúnaðarliðinu.

Kveðjur

Donald Trump að snæðingi 500 px

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2016 kl. 19:00

8 identicon

Sæll Gunnar.

Colin Powell hefur rétt fyrir sér
því dragi hún ekki framboð sitt til baka
er það einmitt það eða jafngildi þess
sem gerist.

Húsari. (IP-tala skráð) 15.9.2016 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband