Leita í fréttum mbl.is

Meiri og þéttari samvinna eykur líkur á ófriði í Evrópu

Nú er stór hluti heimsins að verða búinn að stilla sér upp í svipaðar stellingar og heimurinn var í í aðdraganda síðri heimsstyrjaldar - sem sumir kjósa að kalla síðari borgarastyrjöld Evrópu. En staðan þá var samt víðfeðmari en sú álfa ein og það sama gildir um uppstillinguna í dag. Hún nær til alls landmassa Evrasíu. Helmings jarðkringlunnar (e. hemisphere)

Nú er loks að renna upp fyrir mörgum að meiri og þéttari samvinna og samtvinnun eykur líkur á ófriði og jafnvel styrjöld í Evrópu. Minnkar hættuna ekki, heldur eykur hana. Þið þekkið þetta úr eigin lífi. Ef öll gatan ætlar að fara að skipta sér af heimilishaldi allra í götunni, þá skapar það mun frekar eldfima stöðu, heldur en þegar hver sér um sitt, án þess að lokað sé fyrir nágrannahjálp og greiða. Evrópusambandið er að reynast álfunni sem ófriðar- og samtímis tortímingaraflafl efnahagslegra gæða

Öll þau stærri ríki sem hafa byggt hagkerfi sín upp með það fyrir augum að útflutningur eigi að bera efnahag þeirra uppi, eru nú stödd í gífurlegum vandræðum. Verst er Þýskaland statt, en það flytur út helming landsframleiðslunnar. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er þessi tala hinsvegar tæp 15 prósent og helmingur hennar fer til nágrannanna í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin eru því ekki í vandræðum, því Evrasía kemur þeim lítið við í þessu tilliti

Bankar Þýskalands eru að verða þurrausnir. Þeir hafa haldið útflutningsfyrirtækjum landsins á floti svo að þau, eins og í Japan 1989/90, geti haldið fjárstreymi (cash flow) sínu gangandi og flutt út með allt að því tapi og jafnvel tapi. Þess vegna eru útflutningstölur Þýskalands ekki enn í frjálsu falli á opinberum pappírnum. Fjármálamarkaðir hafa ekki enn skilið ástandið, enda ekki nema von, þeir skildu ekki stöðuna í Japan eins og hún var 1989/90, fyrr en árið 1994. Sama má segja um skilning þeirra á stöðunni í Evrópu 1940. Og allir muna hvernig fjármálamenn veraldar skildu stöðuna síðast

En jafnvel stórbankar Þýskalands eru að komast í þrot við að halda hryllingnum leyndum fyrir almenningi. Bankakerfi Ítalíu rambar á barmi gjaldþrots og það mun hafa enn ýtarlegri alvarlegar afleiðingar fyrir þýsku bankana. Enginn hagvöxtur hefur verið á Ítalíu síðustu 14 árin. Enginn, og atvinnuleysi er eins og það var í kreppunni miklu. Vel stæð heimili og fyrirtæki geta ekki rekið sig, hvað þá þau sem voru illa stödd. Lánasöfn bankanna eru ónýt, en haldið gangandi dauðum með endalausum framlengingum til að komast hjá að upplýsa um sannleika bókhalds þeirra

Pólitísk reiknivél sambandsríkis Þýskalands, sem hin síðustu ár hefur verið að endurreikna pólitíska stöðu og staðsetningu Þýskalands í Evrópu og Evrasíu, mun verða fóðruð á þessum staðreyndum, og þær munu hafa mikil og langvarandi áhrif á útkomuna, loksins þegar reikniaðgerðum hennar lýkur. Enginn veit því enn hvert Þýskaland, svarti Pétur Evrópu, mun stefna

Án massífs útflutnings er Þýskaland gjaldþrota, bæði efnahagslega og pólitískt. Falli útflutningur landsins um helming, þá dregst landsframleiðsla þess saman um 25 prósentustig. Svo illa er komið fyrir þýska hagkerfinu. Það er orðið útflutnings-sjúklingur. Þetta veit pólitísk reiknivél Þýskalands. Og skoða þarf ECB-aukaseðlabanka Þýskalands með þetta í huga

Segja má að Evrópa sé við það að springa annað hvort í loft upp, en að minnsta kosti í tætlur. Ekkert virkar. Hvorki efnahagur ríkjanna, félagsleg tilþrif og skipan, né stofnanir Evrópusambandsins. Og enginn hlustar lengur á þær stofnanir því allir vita hversu gagnslaust og illa grundað Evrópusambandið er og hversu tortímandi myntbandalag þess hefur verið fyrir álfuna og jafnframt hættulegt efnahag veraldar

Ekki þarf að minna lesendur á að Kína er búið að vera og mun aldrei aftur taka inn hrávörur og iðnaðarvörur í neinni nándar líkingu við það sem var síðustu 30 árin. Miðstýrt Kína lifði á útflutningi, innvortis bólgum og rangstæðum kommúnistískum peningaútlánum og stærsti kúnni þess, Evrópa, er í miðstýrðu efnahagslegu dauðadái. Hrikaleg kommúnistísk fátækt ríkir í Kína hjá miljarði manns. Öll orka stjórnvalda fer í að halda kommúnistaflokki landsins saman. Herafli Kína sem svo gott sem eingöngu hefur það hlutverk að gæta kúgunaröryggis flokksins innanlands, mun verða úthlutað vinsældaskapandi ófriðarverkefnum undan ströndum landsins og kínversk efling Norður-Kóreu er staðreynd. Japan er eðlilega byrjað að hervæðast enn frekar á ný

Rússaland þarf 70 dala olíuverð til að lifa af. Litlar horfur eru á því verði á ný. Sambandríkið Rússland er því komið í hættulega stöðu. Rússland lifði lífinu á orkuútflutningi. Það getur ekki lengur fjármagnað skyldur sínar gagnvart sambandríkjunum og sú staða skapar ekki pólitíska traustabresti. Kannski á Rússland eins og við þekkjum það í dag, ekki mörg ár eftir ólifuð. En það gerir Rússland bara enn hættulegra og Rússar berjast ávallt best í ómögulegum aðstæðum. Meira að segja Saudi-Arabía er komin í vandræði og pólitískt neistaflug þar er þegar hafið

Heimsskipanin og heimsmyndin Evrópa, Rússland, Kína og Mið-Austurlönd er að brotna upp. Og um leið brotna stjórnmálin og löndin sem þau stjórna, einnig upp. Þetta eru einstakir tímar. Þessi heimshluti er að brotna upp

Hef ég nú gengið í Sjálfstæðisflokkinn, frá og með síðustu helgi. Fyrsta og eina stjórnmálaflokkinn á æfi minni

Fyrri færsla

Hnattvæðingin er komin í bakkgír


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú segir aldeilis fréttirnar, ætli Viðreisn viti af þessu. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2016 kl. 01:12

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga

Ekkert pólitískt afl getur stöðvað stigmagnandi ófriðarþróun í Mið-Austurlöndum. Fleiri og fleiri ríki dragast inn í þá stöðu. Þróunin er óstöðvandi. Hún er farin að lífa sínu eigin lífi og breiða úr sér.

Ekkert pólitískt afl er til staðar né getur stöðvað efnahagslegt hrun, stöðnun og uppbrot Evrópu og ekkert pólitískt afl getur lagfært allt það sem úrskeiðis hefur farið þar fyrir tilstilli Evrópusambandsins. Ekkert pólitískt afl getur forðað Þýskalandi frá sjálfu sér. Þróunin í Evrópu er óstöðvandi slæm.

Ekkert pólitískt afl getur stöðvað hið efnahagslega hrun í Kína og öryggispólitískar og efnahagslegar afleiðingar þess fyrir íbúana, og þá sem gerðu út sína útflutnings-útgerð á Kína. Þróunin þar er óstöðvandi og fer hratt versnandi.

Ekkert pólitískt afl getur lengur stöðvað þróunina í Rússlandi og ekkert pólitískt afl getur stöðvað viðleitni Rússa til að halda ríki sínu saman meðal annars með öryggissvæðum umhverfis landið. Þróunin er óstöðvandi. Fjárhagsleg staða landsins er afar brothætt og eykur spennuna.

Þegar stjórnmálin hafa misst tökin og ráða ekki við stöðuna, þá fara vandamálin að hafa samband við hvort annað með innbyrðis gagnvirkni og næsta stig er þá að nota síðustu úrræði.

Þessi heimshluti er á leiðinni í sundur og jafnvel í loft upp.

Það athyglisverða við stöðuna er einnig það að Bandaríki Norður-Ameríku, eins og í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar, eru víðs fjarri og krítískt ónæm fyrir stöðunni. Þau eru stöðug - og stöndug.

Ekki er hægt að útloka jafnvel útbreidda styrjöld. Það ættu menn aldrei að gera.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2016 kl. 11:27

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Evrópusamband eins og það er smíðað og þó sérstaklega evra er með því vitlausasta sem menn hafa saman klambrað síðan á steinöld og hefur þó margt borið við.  Tel að það þurfi engan rökstuðning fyrir máli mínu sérstak lega varðandi evruna.  Jafnvel tólf ára börn skilja af hverju, en þetta var smíðað af bestu hagfræðingum Þýskalands og Frakkar kröfðust og samþykktu sem og allar þær þjóðir sem létu glepja sig til að taka upp þessa fáránlegu minnt.  

Þakka þér Gunnar margt áhugavert og Þar sem ég er nú búin að blása aðeins þá velkomin í klúbbinn Gunnar Rögnvaldsson, en í honum eru líka mensemdir sem þó fækkaði um tvær núna um daginn.    

Hrólfur Þ Hraundal, 9.9.2016 kl. 13:04

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrólfur fyrir skrif og góðar óskir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2016 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband