Fimmtudagur, 8. september 2016
Meiri og þéttari samvinna eykur líkur á ófriði í Evrópu
Nú er stór hluti heimsins að verða búinn að stilla sér upp í svipaðar stellingar og heimurinn var í í aðdraganda síðri heimsstyrjaldar - sem sumir kjósa að kalla síðari borgarastyrjöld Evrópu. En staðan þá var samt víðfeðmari en sú álfa ein og það sama gildir um uppstillinguna í dag. Hún nær til alls landmassa Evrasíu. Helmings jarðkringlunnar (e. hemisphere)
Nú er loks að renna upp fyrir mörgum að meiri og þéttari samvinna og samtvinnun eykur líkur á ófriði og jafnvel styrjöld í Evrópu. Minnkar hættuna ekki, heldur eykur hana. Þið þekkið þetta úr eigin lífi. Ef öll gatan ætlar að fara að skipta sér af heimilishaldi allra í götunni, þá skapar það mun frekar eldfima stöðu, heldur en þegar hver sér um sitt, án þess að lokað sé fyrir nágrannahjálp og greiða. Evrópusambandið er að reynast álfunni sem ófriðar- og samtímis tortímingaraflafl efnahagslegra gæða
Öll þau stærri ríki sem hafa byggt hagkerfi sín upp með það fyrir augum að útflutningur eigi að bera efnahag þeirra uppi, eru nú stödd í gífurlegum vandræðum. Verst er Þýskaland statt, en það flytur út helming landsframleiðslunnar. Í Bandaríkjum Norður-Ameríku er þessi tala hinsvegar tæp 15 prósent og helmingur hennar fer til nágrannanna í Kanada og Mexíkó. Bandaríkin eru því ekki í vandræðum, því Evrasía kemur þeim lítið við í þessu tilliti
Bankar Þýskalands eru að verða þurrausnir. Þeir hafa haldið útflutningsfyrirtækjum landsins á floti svo að þau, eins og í Japan 1989/90, geti haldið fjárstreymi (cash flow) sínu gangandi og flutt út með allt að því tapi og jafnvel tapi. Þess vegna eru útflutningstölur Þýskalands ekki enn í frjálsu falli á opinberum pappírnum. Fjármálamarkaðir hafa ekki enn skilið ástandið, enda ekki nema von, þeir skildu ekki stöðuna í Japan eins og hún var 1989/90, fyrr en árið 1994. Sama má segja um skilning þeirra á stöðunni í Evrópu 1940. Og allir muna hvernig fjármálamenn veraldar skildu stöðuna síðast
En jafnvel stórbankar Þýskalands eru að komast í þrot við að halda hryllingnum leyndum fyrir almenningi. Bankakerfi Ítalíu rambar á barmi gjaldþrots og það mun hafa enn ýtarlegri alvarlegar afleiðingar fyrir þýsku bankana. Enginn hagvöxtur hefur verið á Ítalíu síðustu 14 árin. Enginn, og atvinnuleysi er eins og það var í kreppunni miklu. Vel stæð heimili og fyrirtæki geta ekki rekið sig, hvað þá þau sem voru illa stödd. Lánasöfn bankanna eru ónýt, en haldið gangandi dauðum með endalausum framlengingum til að komast hjá að upplýsa um sannleika bókhalds þeirra
Pólitísk reiknivél sambandsríkis Þýskalands, sem hin síðustu ár hefur verið að endurreikna pólitíska stöðu og staðsetningu Þýskalands í Evrópu og Evrasíu, mun verða fóðruð á þessum staðreyndum, og þær munu hafa mikil og langvarandi áhrif á útkomuna, loksins þegar reikniaðgerðum hennar lýkur. Enginn veit því enn hvert Þýskaland, svarti Pétur Evrópu, mun stefna
Án massífs útflutnings er Þýskaland gjaldþrota, bæði efnahagslega og pólitískt. Falli útflutningur landsins um helming, þá dregst landsframleiðsla þess saman um 25 prósentustig. Svo illa er komið fyrir þýska hagkerfinu. Það er orðið útflutnings-sjúklingur. Þetta veit pólitísk reiknivél Þýskalands. Og skoða þarf ECB-aukaseðlabanka Þýskalands með þetta í huga
Segja má að Evrópa sé við það að springa annað hvort í loft upp, en að minnsta kosti í tætlur. Ekkert virkar. Hvorki efnahagur ríkjanna, félagsleg tilþrif og skipan, né stofnanir Evrópusambandsins. Og enginn hlustar lengur á þær stofnanir því allir vita hversu gagnslaust og illa grundað Evrópusambandið er og hversu tortímandi myntbandalag þess hefur verið fyrir álfuna og jafnframt hættulegt efnahag veraldar
Ekki þarf að minna lesendur á að Kína er búið að vera og mun aldrei aftur taka inn hrávörur og iðnaðarvörur í neinni nándar líkingu við það sem var síðustu 30 árin. Miðstýrt Kína lifði á útflutningi, innvortis bólgum og rangstæðum kommúnistískum peningaútlánum og stærsti kúnni þess, Evrópa, er í miðstýrðu efnahagslegu dauðadái. Hrikaleg kommúnistísk fátækt ríkir í Kína hjá miljarði manns. Öll orka stjórnvalda fer í að halda kommúnistaflokki landsins saman. Herafli Kína sem svo gott sem eingöngu hefur það hlutverk að gæta kúgunaröryggis flokksins innanlands, mun verða úthlutað vinsældaskapandi ófriðarverkefnum undan ströndum landsins og kínversk efling Norður-Kóreu er staðreynd. Japan er eðlilega byrjað að hervæðast enn frekar á ný
Rússaland þarf 70 dala olíuverð til að lifa af. Litlar horfur eru á því verði á ný. Sambandríkið Rússland er því komið í hættulega stöðu. Rússland lifði lífinu á orkuútflutningi. Það getur ekki lengur fjármagnað skyldur sínar gagnvart sambandríkjunum og sú staða skapar ekki pólitíska traustabresti. Kannski á Rússland eins og við þekkjum það í dag, ekki mörg ár eftir ólifuð. En það gerir Rússland bara enn hættulegra og Rússar berjast ávallt best í ómögulegum aðstæðum. Meira að segja Saudi-Arabía er komin í vandræði og pólitískt neistaflug þar er þegar hafið
Heimsskipanin og heimsmyndin Evrópa, Rússland, Kína og Mið-Austurlönd er að brotna upp. Og um leið brotna stjórnmálin og löndin sem þau stjórna, einnig upp. Þetta eru einstakir tímar. Þessi heimshluti er að brotna upp
Hef ég nú gengið í Sjálfstæðisflokkinn, frá og með síðustu helgi. Fyrsta og eina stjórnmálaflokkinn á æfi minni
Fyrri færsla
Hnattvæðingin er komin í bakkgír
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 9.9.2016 kl. 11:04 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 12
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 1387412
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 86
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þú segir aldeilis fréttirnar, ætli Viðreisn viti af þessu.
Helga Kristjánsdóttir, 9.9.2016 kl. 01:12
Þakka þér Helga
Ekkert pólitískt afl getur stöðvað stigmagnandi ófriðarþróun í Mið-Austurlöndum. Fleiri og fleiri ríki dragast inn í þá stöðu. Þróunin er óstöðvandi. Hún er farin að lífa sínu eigin lífi og breiða úr sér.
Ekkert pólitískt afl er til staðar né getur stöðvað efnahagslegt hrun, stöðnun og uppbrot Evrópu og ekkert pólitískt afl getur lagfært allt það sem úrskeiðis hefur farið þar fyrir tilstilli Evrópusambandsins. Ekkert pólitískt afl getur forðað Þýskalandi frá sjálfu sér. Þróunin í Evrópu er óstöðvandi slæm.
Ekkert pólitískt afl getur stöðvað hið efnahagslega hrun í Kína og öryggispólitískar og efnahagslegar afleiðingar þess fyrir íbúana, og þá sem gerðu út sína útflutnings-útgerð á Kína. Þróunin þar er óstöðvandi og fer hratt versnandi.
Ekkert pólitískt afl getur lengur stöðvað þróunina í Rússlandi og ekkert pólitískt afl getur stöðvað viðleitni Rússa til að halda ríki sínu saman meðal annars með öryggissvæðum umhverfis landið. Þróunin er óstöðvandi. Fjárhagsleg staða landsins er afar brothætt og eykur spennuna.
Þegar stjórnmálin hafa misst tökin og ráða ekki við stöðuna, þá fara vandamálin að hafa samband við hvort annað með innbyrðis gagnvirkni og næsta stig er þá að nota síðustu úrræði.
Þessi heimshluti er á leiðinni í sundur og jafnvel í loft upp.
Það athyglisverða við stöðuna er einnig það að Bandaríki Norður-Ameríku, eins og í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar, eru víðs fjarri og krítískt ónæm fyrir stöðunni. Þau eru stöðug - og stöndug.
Ekki er hægt að útloka jafnvel útbreidda styrjöld. Það ættu menn aldrei að gera.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2016 kl. 11:27
Evrópusamband eins og það er smíðað og þó sérstaklega evra er með því vitlausasta sem menn hafa saman klambrað síðan á steinöld og hefur þó margt borið við. Tel að það þurfi engan rökstuðning fyrir máli mínu sérstak lega varðandi evruna. Jafnvel tólf ára börn skilja af hverju, en þetta var smíðað af bestu hagfræðingum Þýskalands og Frakkar kröfðust og samþykktu sem og allar þær þjóðir sem létu glepja sig til að taka upp þessa fáránlegu minnt.
Þakka þér Gunnar margt áhugavert og Þar sem ég er nú búin að blása aðeins þá velkomin í klúbbinn Gunnar Rögnvaldsson, en í honum eru líka mensemdir sem þó fækkaði um tvær núna um daginn.
Hrólfur Þ Hraundal, 9.9.2016 kl. 13:04
Þakka þér Hrólfur fyrir skrif og góðar óskir.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2016 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.