Leita í fréttum mbl.is

Barist um völdin í Tyrklandi

Ef eitthvað er greinilegt frá atburðunum í Tyrklandi um helgina, þá er hægt að sjóða það -hið greinilega- niður í eitt orð; völd. Barist var um þau, völdin

Íslamistar innan sem utan hersins reyndu að taka völdin í sínar hendur með einmitt valdi. Notuðu hervaldið til að taka völdin. Tilraun þeirra mistókst þó svo að hún væri mjög vel skipulögð. En velheppnað valdarán krefst meira en fullkomins skipulags. Tvennt vantaði; almennan stuðning meðal nógu stórs hluta borgaranna og, sameinaðan her

Ljóst er að herinn veit ekki hvern og hvaða stjórnmálaöfl hann á að styðja né verja. Hluti hersins styður hrátt stjórnmálaaflið Íslam. Annar hluti styður þykjustu veraldlega stjórnarhætti og enn annar hluti hersins styður hugmyndir um nýtt heimsveldi a la Ottóman, undir Íslam. Tyrkneski herinn er því ekki alvöru her. Hann er eitthvað annað

Sem sagt: þarna er að verkum pólitísk heimspeki þrennunnar a) Rómarríkis b) Aþenu og c) Íslams

Allir hugsandi menn sjá hins vegar hvað skortir. Þeim vantar hinar Heilögu Ritningar, þ.e. hornsteina þess sem við köllum Vesturlönd. Þess vegna verður nútímalegt steinaldarstig ávallt ríkjandi í þessum heimshluta á meðan hornsteinn Vesturlanda, Jerúsalem, er eina blómið í heimshlutanum. Því þeir hafa hinar Heilögu Ritningar og Levítana, sem aldrei geta orðið kóngar. Þeir hafa þjóð-ríkið og landamæri

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu gleður okkur sem komum auga á að heimsveldi úr kokkabókum Rómarríkis og ESB er úrkynjuð hugmyndafræði. Útgangan (exodus) markaði upphaf Vesturlanda. Það veit Bretland

En þeir sem vantar Ritningarnar, eiga áfram bágt. Þannig er nú það. Og græt ég vegna Nice

Fyrri færsla

Sigurganga Ónýta Íslands á EM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vel skipulagt valdrán en ekki nóg

Helstu umferðaræðum var lokað og hermenn staðsettir við helstu brýr í Konstantínópel og Ankara og Ismir lokuð af

F-16 þotur látnar fljúga lágflug yfir Ankara

Borgurum var sagt að fara heim halda sig innandyra

Öllum flugvöllum landsins var lokað

Erdogan var í burtu

Hermenn tóku aðalstöðvar flokks Erdogan á sitt vald

Skriðdrekum var stefnt til hallar forstætisráðherrans í Ankara en þar var þeim veitt mótspyrna

Þyrlur skutu að höllinni um leið og skriðdrekar nálguðust

Rafmagn tekið af mikilvægum ríkisstjórnunar-innviðum

Sumir fjölmiðlar voru teknir yfir af hermönnum, þar á meðal ríkissjónvarpið, sem var látið senda út að herinn hefði tekið völdin

YouTube og þeim hluta Internetsins var lokað og samfélagsmiðlum var að hluta til drekkt

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2016 kl. 20:04

2 identicon

Þetta var allt mjög skrýtið, ég fylgdist með þessu í beinni á Sky, í valdaránum hefur maður oftast séð og heyrt um að það sé lykilatriði að byrja á því að einangra og loka af aðal forsprakkann eða foringjann/leiðtogann en það var ekki gert, eins er bent á að tyrkneski herinn sé með þeim stærstu og skipulögðustu í Evrópu, svo þetta getur varla talist vera vel skipulagt, það lítur þá út fyrir að þetta hafi verið fámennur leikhópur, hallast frekar að því að Erdogan sé meiri leikstjóri en eitthvað annað.

Kristján Jón Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 18.7.2016 kl. 20:27

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Kristján

Enginn getur skipulagt valdarán meðal heils hers án þess að það verði fyrirfram opinbert mál og þar með dæmt til að mistakast. Aðeins örsmár hluti hersins veit fyrirfram hvað er að fara að gerast. Sé restin af hernum sammála, þá hoppan hann á vagninn og valdaránið tekst. 

Líta má því ef til vill á málið þannig, að herinn hafi sjaldan eða aldrei verið eins tilvistarelga klofinn hið innra, eins og nú. Þessi atburður markar fimmtu tilraun innan hersins til ríkisstjórnunar í Tyrklandi.

1960: heppnaðist

1971: heppnaðist

1980: heppnaðist

1997: heppnaðist

2016: misheppnaðist

Úr þessu er þess varla að vænta að herinn geti tekið tekið á sig það hlutverk sem Ataturk ætlaði honum. Hann mun því sennilega verða notaður til þess hlutverks sem Ataturk ætlaði honum sannarlega ekki.

Sennilega er Tyrkland búið að vera sem það Tyrkland sem átti að verða úr rústum Ottómanveldisins.

Næsta skrefið gæti svo orðið pan-islamískt kalífat. Bitarnir í það eru að minnsta kosti í ræktun. En stjórnmál í Tyrklandi eru endalausir ranghalar af sögulegum flækjum. Í 40 ár hafa íslamistar styrkt stöðu sína innan ríkisins.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2016 kl. 20:49

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það lítur út fyrir að Erdogan-stjórnin hafi í langan tíma safnað fólki innan hersins á lista sem nú skyndilega kemur sér vel þegar "hreinsa á til" í landinu.

7540 manns hafa þegar verið handteknir. 6130 eru úr hernum og 755 eru dómarar eða saksóknarar og 650 eru almennir borgarar.

Mikill er dugnaður þessara manna við völdin svona ofboðslega hratt. Það er því umhugsunarvert það sem þú skrifar Kristján. Því er ekki hægt að neita.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2016 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband