Leita í fréttum mbl.is

Guðni Th. nýr forseti Íslands [u]

Hah! Það snjalla við þetta allt saman er að eftir aðeins 4 ár, er kosið aftur. Það er það góða við að vera Íslendingur. Þetta er tær snilld, þetta lýðræði og sjálfstæði lýðveldis okkar í eigin málum. Tær snilld

Óska ég hér með Guðna Th. til hamingju með sigurinn og bið ég hann að fara vel með valdið. Heill forseta vorum. Húrra húrra húrra húrra húrra!

[u] En einu verð ég þó að bæta við. Hefði Davíð Oddsson ekki boðið sig fram, þá hefði Guðni þurft að glíma við Ólaf Ragnar Grímsson í kosningabaráttunni um embættið. Alls óvíst er að Guðni hefði sigrað Ólaf, og ætla ég ekki að segja til um það

Var það kannski Davíð sem tryggði að þjóðin fengi þrátt fyrir allt þann forseta sem hún í raun vildi? Hún vildi greinilega ekki reyndan mann í embættið. Og það fékk hún. Bæði Guðni og Halla eru óreynd og samanlagt standa þau fyrir 66 prósent af fylginu. En þjóðin hefði ekki hafnað Ólafi, því trúi ég ekki

Hafa ber í huga að Davíð fannst Ólafur hafa setið helst til of lengi. Sjálfur vildi ég fá reyndan mann. Ég hefði kosið Ólaf hefði Davíð ekki gefið kost á sér og ég kaus Davíð af því að hann er reyndur, sterkur, duglegur og heiðarlegur maður sem ann hinni íslensku þjóð afar heitt. En ég er ekki þjóðin og hefði hvorki kosið Guðna né Höllu. Ég er bara ég. Minnsti minnihluti lýðveldisins. Einn maður. En ég á samt afar erfitt með að trúa stórum reiknivillum upp á Davíð Oddsson. Hann er of snjall og reyndur til að geta framleitt stórar villur, nema af ásetningi

Ef til vill á Guðni þrátt fyrir allt sigurinn að einhverju leyti Davíð Oddssyni að þakka. Ég efast dálitið innra með mér um að Davíð hafi í raun óskað eftir að sigra. Að minnsta kosti ekki brennandi. En ég er, eins og áður sagði, bara ég - og þjóðin fékk sinn óreynda mann, þ.e.: hún fékk greinilega það sem hún vildi. Þetta eru einungis mínar persónulegu vangaveltur. Er ég kannski úti að aka?

Kærar kveðjur til allra

Fyrri færsla

Í dag ætla ég að kjósa Davíð í fyrsta skiptið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sovétfréttastofa Rúv er sigurvegarinn. Nú verður sýnt, að Píratar munu sigra í næstu kosningum, þar sem þessi fréttastofa hefur séð svo um, að skynsamt fólk hefur snúið baki við Samfó, BF og VG, þar sem því blöskrar alveg, hvernig þetta svokallaða almenningsútvarp er orðið, og engum dettur í hug að koma böndum á þessa fréttastofu. Þetta höfðu þeir upp úr því, sem hleyptu útvarpinu lausu á sinni tíð. Forysta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins mega nú fara að vara sig, ef flokkarnir þeirra eiga ekki að fara sömu leiðina og hinir rótgrónu vinstri flokkar, enda má segja, eins og tröllskessan sagði við Gvend hinn góða forðum tíð í Drangey: Einhvers staðar verða vondir að vera. Ég er sammála Óla Birni Kárasyni, þegar hann sagði, að það væri ástæða til að fara að tala alvarlega um ástandið á Rúv og taka þann fjölmiðil til gagngerrar endurskoðunar. Þetta gengur ekki lengur.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2016 kl. 10:34

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það verður að stoppa þetta framferði Rúv. Við erum sein til vandræða,en þetta er orðið ólíðandi. Svo er þetta lið að stæra sig af því að þeð geti tekið ráðamenn Íslands niður.Það er kominn tími til að taka þá "norður og niður".

Helga Kristjánsdóttir, 26.6.2016 kl. 23:45

3 Smámynd: Elle_

Ekki ætla ég að óska honum eins eða neins.

Elle_, 27.6.2016 kl. 00:05

4 Smámynd: Alfreð K

Tengist ekki fyrirsögninni beint, en það er vægast sagt eitthvað skrýtið í gangi með veðurfréttirnar í hádegisútvarpinu:

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/vedurfregnir/20160627-0

Hafa erlendir aðilar tekið við rekstri Ríkisútvarpsins eða hvað er eiginlega um að vera?

Alfreð K, 27.6.2016 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband