Leita í fréttum mbl.is

Brexit verst fyrir evruna og ESB

Það er mitt álit að úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu myndi hafa þá afleiðingu að breska pundið yrði þá eina örugga alþjóðlega myntin í Evrópu og yfir í hana myndu menn á alþjóðasviðinu kjósa að flytja mikið af fjármunum sínum

Úrsögnin myndi hafa mjög slæm og tætandi áhrif á hið pólitíska myntbandalag Evrópusambandsins og þar með evruna, því að menn munu flýja yfir í mynt Bretlands og álíta hana vera einu öruggu höfnina í Evrópu og pundið mynt sem leysist ekki upp

Svo slæm gæti staðan orðið, séu efnahags- og pólitískar aðstæður augnabliksins þannig, að peninga- og fjármagnshöft yrðu í einni eða annarri mynd innleidd á meginlandinu undir evru, til viðbótar við þau evruríki sem þegar búa við fjármagnshöft og peningaskömmtun fyrir alla almenna borgara og fyrirtæki

Ráði smávægilegt meirihlutabrot Breta því að landið dingli áfram í raðsnörum Evrópusambandsins, þá er tilvist ESB og myntarinnar samt sem áður búin að vera. Upplausnin myndi þá einungis taka lengri tíma. Engin von er til þess að sterkur þjóðarvilji liggi að baki áframhaldandi tilveru Bretlands í Evrópusambandinu

Fari Bretland úr ESB þá mun landið blómstra vegna þess að styrkleikar þess myndu þá njóta sín: að vera fyrst og fremst alþjóðlegt viðskiptaveldi með eigin lög til að lifa undir

Fyrri færsla

Beint bræðikast vinstrisins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Atburðarásin gæti orðið svona - og aðstæðurnar eru þessar:

1) Enn frekari óróleiki grípur um sig meðal fjárfesta er fest hafa fé sitt í fjármálakerfum evrulanda, sem nú þegar ganga um á eggjaskurn evrunnar.

2) Þögull flótti hefst. Peningar banka og fjármálakerfa leita til a) Bretlands og b) til Þýskalands. 

3) Stjórnmálamenn evrulanda munu ekki geta setið þegjandi undir því að fjármálakerfi landa þeirra séu tæmd og að súgþurrkunin leiði þá til Bretlands og Þýskalands, því þá þarf að þjóðnýta bankakerfi þeirra svo þau fái staðist tæmdar.

4) Þjóðnýting bankakerfa í myntlausu landi er mjög erfið. Hún myndi kalla á gerræðisleg höft og peningaskömmtun eins og í Grikklandi.

5) Fjármálaflaggskip Þýskalands, Deutsche Bank, stendur afar illa og sérstaklega pólitískt illa. Slakar umgengnisreglur bankans um fjármögnun hryðjuverka, haftabrotum og peningaþvætti, hafa neytt breska fjármálaeftirlitið til að setja þessa fjármálastofnun undir sérstakt eftirlit.

6) Þýskaland stendur afar illa. Pólitískt og framtíðarlega séð. Afar illa.

7) Frakkland er einungis hársbreidd frá því að vera sett í sama bás og "jaðarlönd" evrusvæðis.

Gunnar Rögnvaldsson, 3.5.2016 kl. 08:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nákvæmlega það sem ég held að gerist.  Ekki að undra þótt sambandssinnar grípi til allra vopna, sem tiltæk eru (sbr. að fá Obama Bandaríkjaforseta til að ganga í lið með sér), en hingað til hefur það verið svo að þessi "vopn" hafa flest snúist gegn sambandssinnum og það er ekki annað að sjá en stuðningur við útgöngu Breta vaxi, ef eitthvað er.

Jóhann Elíasson, 3.5.2016 kl. 09:21

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jóhann.

Það hefur lítið farið fyrir "fréttum" af bankabjörguninni á Ítalíu um helgina. Þar þurfti að "bjarga" Banca Popolare með valdboði yfir allan geirann, þar sem stærsti banki landsins, UniCredit, gat ekki ráðið við málið sem fjármálaleg ruslatunna, vegna sinna eigin erfiðleika og rotnandi lánasafna.

Nú er staðan eftir björgunina á Ítalíu sögð "skotheld" eins og þegar Dexia varð skotheld fjármálastofnun á Joð-pillu landamærum láglanda, en sem svo stuttu síðar varð allt í einu fullkomin brunarúst. Tekjurnar af földum lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna Þýskalands í skúffufélögum landsins á Írlandi, voru leynilega notaðar til að fjármagna björgun Dexia-bankans.

Þýskaland felur skuldbindingar ríkissjóðs í skattaskjólum

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.5.2016 kl. 18:30

4 identicon

Fyrir einhverjum árum voru fréttir um að þjóðverjar væru tilbúnir með þýska markið.

Grikkir fengu ákúrur fyrir fölsun á þjóðarbókhaldinu tveimur árum eftir upptöku evru.

Það fengu frakkar líka en það vakti litla sem enga athygli.

BREXIT gæti orðið vísir að áhlaupi á pundið.

Aðal áhyggju efni okkar íslendinga ætti þá að vera hvort losun gjaldeyrishafta sé tímabær fyrir örhagkerfi Íslands?

Mikilmennsku brjálæðið hefur nefnilega verið endurvakið. Efnahagslegur vöxtur Íslands plús vægast sagt hrikalegar ytri aðstæður.

= Herlög á Íslandi.

L. (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 22:39

5 identicon

The Brussels Business - Who Runs the EU ?

https://www.youtube.com/watch?v=xMuUEd6w54E

L. (IP-tala skráð) 3.5.2016 kl. 22:48

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið og skrif L.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2016 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband