Leita í fréttum mbl.is

Beint bræðikast vinstrisins

Kjaftavörnin um "beint lýðræði" hefur náð svo langt, að ég er þegar farinn að kvíða þeim degi er þrábeinir beinar beina-lýðræðisins senda kjarnorkuvopn sín með eldflaugum á loft í bræðiköstum Eignarhaldsfélaga Skríls yfir Austurvöllum. Allir sem kunna að hugsa vita innst inni að svona stjórnarfar gengur ekki. Það er bæði banana og banvænt. Skilst þetta?

Því banna ég hér með sjálfum mér að hendast úr snjallsímanum niður á austurvígvöll til að heimta að ekki verði kosið til Alþingis Íslendinga vegna skrílslátbragða. Að slíkt megi alls ekki gerast. Ég skrifa hins vegar um það og tala um það við mitt fólk og mína menn. Svo kýs ég. Og aldrei skal ég kjósa undan mér lýðræðið, fjandinn hafi það. Skilst þetta?

Sumir halda að vinstrimenn hætti að fara í kröfugöngur um leið og allar kröfur þeirra eru uppfylltar. Það munu þeir ekki gera. Slíkt gerist ekki. Skilst þetta?

Fyrri færsla

Staða mála í wonder wunder undra-hagkerfi Kína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Síðasti móhikaninn! Stattu sem fastast.

Ragnhildur Kolka, 2.5.2016 kl. 08:28

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

 Nei, þetta skilst ekki.

Vésteinn Valgarðsson, 2.5.2016 kl. 21:01

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2016 kl. 21:32

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Gunnar Rögnvaldsson, þetta skilst allt ágætlega.  Vandinn liggur í RUVinu .  Fjölmiðill er vald og þegar ríkið leggur öfgamönnum til öflugan lúður þá heyrist hvorki til þín eða annarra Íslendinga sem búið er að stela frá bæði fjölmiðlinum þeirra og leyfinu til að kalla sig þjóð.

Nú höfum við bara Austurvallarþjóð sem ræður minnihlutanum á alþingi og Þjóðarútvarpinu, en líka meirihlutanum vegna hans eigin roluskapar.  En þegar grannt er skoðað þá er það líklega RUVið sem ræður þessu öllu og hvernig  er með þennan Kára sem er búin að skipa sig heilbrigðisráðherra?

En vinstrimenn hætta aldrei að efna til uppþota fyrr en þeirra goð komast til valda og þá er allt í lagi þó einhverjir drepist úr hungri og kulda ef foringjarnir hafa það gott.  Þetta eru nefnilega allt saman trúarbrögð og með Íslam og Kommúnistum er margt líkt.  

Hrólfur Þ Hraundal, 2.5.2016 kl. 21:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Vésteinn fyrir innlitið.

En kannski skilur Vésteinn töluna 118

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2016 kl. 21:33

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heyr heyr Hrólfur og kærar þakkir fyrir skrif og innlit og alveg sérstaklega fyrir að minnast á DDRÚV, sem líklega er sterkasta sundrungarafl Lýðveldisins. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2016 kl. 21:42

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þú meinar væntanlega "Já 118 - öll svörin"

Vésteinn Valgarðsson, 2.5.2016 kl. 22:13

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á rólegri göngu í Facebook rakst ég á Gunnar og fylgdi honum eins og sagt er í trúarbók okkar--og gleypti hér í mig hvert orð; og vinanna með bestu kveðjum. 

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2016 kl. 22:50

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Snar, já allur pakkinn 72 mín.  Á einhverri kaffistofur fyrir austan fyrir líklega 50 -60 árum þá kom upp svona grallara umræða um það hver hefði gert það í mestri hæð frá sjó.  En þar sem flestir voru giftir þá fengust litlar upplýsingar þar um.  Umræðan tók því aðra stefnu og gleymdist þetta uppáferða tal.

Er kaffitíma lauk um korteri síðar, þá gall í ný trúlofuðum. Kvað er hátt þarna uppi á Jökuldal ?  Það sló þögn á hópinn og engin skildi hvað um var að ræða, en þá spurði verkstjórinn sposkur, hvar á Jökuldall Grímur minn? Á Skjöldustöðum.  Var það uppi eða niðri spurði verkstjórinn ? Uppi sagði sá nýtrúlofaði.  Þá hefur þú vinninginn Grímur minn en það heita Skjöldólfsstaðir. Þá sprakk kaffistofu hjörðin svo lá við slysum.   

Hrólfur Þ Hraundal, 3.5.2016 kl. 00:26

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir innlitið Helga - á meðan molarnir hristast úr mér yfir kaffisopa Hrólfs

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.5.2016 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband