Leita í fréttum mbl.is

Í dag gerðist þetta

Ung stúlka datt ekki af hestbaki. Almenningur þurfti ekki að borga

Fjórir eða jafnvel fimm menn vélsleðuðu ekki fram af hengiflugi við frístundaiðkun. Ekki þurfti að eyða milljónum af fé almennings í að bjarga þeim frá sjálfum sér

Nokkrar bifreiðar komust á höfuðborgarsvæðinu klakklaust í gegnum þrjár götur. Ekki þurfti að afskrifa eitt ár á einum degi af líftíma þessara bifreiða. Innflutningur minnkar því og gjaldeyri sem sjávarútvegurinn aflar þurfti ekki að ausa úr varasjóðum þjóðarbúsins sem handbærir voru og verða áfram er bankar bráðna og allir ferðamenn gufa upp innan fimm ára, þegar Ísland hefur verðlagt sig út úr veröldinni

Í dag var ekki byggt hótel og tvær fasteignir seldust ekki. Umferð tókst ekki að þyngjast og fjórhjól valt skilyrðislaust

Þetta voru fréttir dagsins. Allt er vel

Fyrri færsla

Aðvörun: Ríkisstjórn Bandaríkjanna varar bandaríska ríkisborgara við að ferðast til og um heimsálfuna Evrópu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband