Leita í fréttum mbl.is

Lars Christensen í þrælkunarbúðir?

Vegna, Fastgengi: afneitun veruleikans í gær

Nú er það svo að litlar myntir sveiflast minna en stórar myntir. Þó svo að íslenska krónan sé "lítill" gjaldmiðill á alþjóðlegan stórfjármála mælikvarða, þá skilgreinir og smíðar einmitt smæð hennar stærð þeirra afla sem geta virkað á flökt hennar. Enginn getur gert áhlaup á krónuna með stærra afli en hún sjálf hefur, nema stjórnmálamenn. Svo að því leyti situr krónan við sama borð og dalur og pund

En ástæðan fyrir því að stórar myntir sveiflast meira en smærri myntir er sú að það er einmitt í "stóru" myntunum sem hin stærstu alþjóðlegu fjármálakerfi veraldar eiga heima. Og er það hin spekúlatífi hluti hins alþjóðlega fjármálakerfis (og fjárstraumar þess hluta hans) sem er orsakavaldur þeirra stóru sveiflna sem þessir stóru gjaldmiðlar verða fyrir

Litlar myntir eru ekki vel til þess fallnar að hýsa alþjóðlegt fjármálakerfi. Það ætti öllum að vera ljóst nú

Fastgengi hverju nafni sem það nefnist er afneitum á veruleikanum og sú afneitum mun alltaf leiða til þess að öfl framboðs og eftirspurnar, sé þeim afneitað, munu brjótast út annarsstaðar í hagkerfinu sem vanskapningar og krypplingar sem krypplað og afbakað geta sköpun velmegunar sem er undirstaða velferðar

Fáum dettur víst lengur í hug að innleiða fastgengi á hækkunum eða lækkunum á húsnæðisverði eða á verðlagningu á eignarhlutum í fyrirtækjum (hlutabréfum). Hækkun húsnæðisverðs vegna eftirspurnar hefur neikvæð áhrif á þá sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn. Á þá að banna eftirspurnarhækkun á húsnæðisverði og miðstýra verði þess?

Ekkert alvöru þjóðríki með alvöru hagkerfi getur bundið verðið á gjaldmiðli sínum við eitthvað án þess að enda sem örkumla hagvaxtarríki, eins og öll ESB-löndin sem tóku þátt í ERM urðu krónískt fyrir, og sem standa nú samanlagt sem versta efnahagssæði veraldar - og með Danmörku sem eitt stærsta stjörnuhrapið á hagvaxtarhimni OECD ríkja. Danmörk verður sífellt hlutfallslega fátækara land vegna afneitunar stjórnmálamenna á veruleikanum

Í Danmörku er ekki hægt að láta einn sæmilegan banka fara í þrot af ótta við að fall hans muni grafa undan pólitísku fastgengi dönsku krónunnar við evru svo honum þarf því í staðinn að henda yfir á herðar skattgreiðenda af tillitssemi við fastgengið og þá pólitík sem á bak við það liggur

Öll gengisbinding er pólitík. Og öll gengisbinding endar ávallt sem rotin pólitík af því að hún er einmitt pólitík

Að vera stjórnmálaflokkur sem byggir pólitík sína upp í kringum einn pening - pólitískan pening - er vitfirra og totalitarism, eins og ávallt hjá sósíalistum, eins og sést

Lars í þrælkun og útlegð?

Skondin tilviljun í ljósi þessarar umræðu. Daninn Lars Christensen, sem er Íslendingum með eyru/øre nokkuð kunnur, lýsti því yfir á Bloomberg í síðustu viku að Danmörk ætti að leggja niður hina trúarlegu bindingu dönsku krónunnar við evru. Viðtalið má sjá hér

Viðbrögðin í Danmörku munu verða þau að Lars verður gerður útlægur og settur þrælkunarbúðir sem trúarlegur glæpamaður. Hann er hættur hjá Danske Bank og getur því nú sjálfstæður talað sem frjáls maður, en slíkt má ekki gerast í ERM-lendum ESB

Meginefni viðtalsins er þó hið dauðvona Finnland í handjárnum stálfátæktarevru, þar sem forsætisráðherra landsins grenjar nú á 5 prósent launalækkun á öll laun í landinu svo að hann geti haldið áfram að borga reikninga sína til ESB [húsaleigan (fyrir geymsluplássskjól Finnlands í brennandi húsi)] og öll flugin til Brussels handa sér og Olle Rehn á fyrsta klassa

Finnland hefur tekið við af Þýskalandi sem hinn sjúki maður Evrópu af því að landið tók upp evru (handjárnað fastgengi með peningapólitískri-steglu). Og gert allt "rétt" sem ESB-elítan bað landið um. Meira að segja skorið undan sjálfu sér og er því orðið getu- og meinlaus skriðdýranýlenda ofan í vasa Þýskalands

Finnland var lengi notað sem plakatdrengur ECB-sogrörsseðlabanka Þýskalands ásamt Írlandi

Grein: Áhlaupið á íslensku krónuna

Fyrri færsla

Fastgengi: afneitun veruleikans


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband