Leita í fréttum mbl.is

Gott að evran er dauð

Sem betur fer hlustaði íslenskur almenningur á okkur í landinu sem kynntum fyrir honum rauneðli Evrópusambandsins og myntbandalags þess á meðan ólæsir stjórnmálamenn föðruðu sig fyrir útsendingar þokulúðrasveita sinna

Sem betur fer hlustaði íslenskur almenningur ekki á fíflin í landinu. Og þessi fífl í landinu hafa sem betur fer verið einangruð inni í Samfylkingu, Vinstri grænum og Bjartri framtíð

Allt saman nöfn á herbúðum fyrir ESB-fífl og allt saman öfugheiti sem í raun standa fyrir Elítufylkingu, Rústandi kommúnistasteypu og Svörtum dauða um alla framtíð fyrir alla. Ofan í þetta kemur svo brædd klessan af Járnbjánum Íslands

Hin pornógrafísku þjóðfélags-, efnahags- og hag- fræði úr Hegelskum aðalstöðvum ESB í Þýskalandi hafa þó mitt í eyðileggingu ESB á Evrópu borið eitt manngæskulegt skemmtiatriði upp á fjöruborð þjóðarinnar; Jú, samanborið við fjármálaráðherra Þýskalands er Össur Skarphéðinsson verðugur útnefningar til Nóbelsverðlauna í efnahagsmálum. Svo mikið er víst og svo ömurlegt er ástandið á meginlandi taparanna í NSU (New Sovét Union) og EMMA (European Monetary Madness Area) undir ECB-sogrörsseðlabanka Þýskalands ofan í önnur evruríki

Að reyna að skipa Grikklandi í fimm ára útlegð frá evru sannaði svart á hvítu fyrir umheiminum að evran er framhald af hryðjuverkavopninu ERM og að því er beitt sem kúgunarvopni á þau evruríki sem fikta til dæmis við lýðræði. Myntbandalagið er framhaldsryksuga Þýskalands ofan í önnur evruríki og til helvítis með allt lýðræði og hinn gubbandi "frið" sem þetta ESB-klessuverk elíta Evrópu hefur útbíað veröldina í

Það var gott að fjármálaráðherra og kanslaraína Þýskalands skyldu drepa evruna um helgina, daginn og reykfyllta nóttina eftir að til handalögmála kom á fundi fjármálaráðherra evruríkja

Evran er nú dauð. Hún hangir um hálsa líkfylgdar evruríkja þar til að sú fylgd kiknar. Ríkja-líkfylgdin á göngunni miklu sem kiknar undan evruokinu og fer þýsk niður í gröfina er leiðtogarinn mikli tosar inn trollið sitt

Þetta er þá í þriðja skiptið sem að Þýskaland afdalamanna meginlandsins leggur Evrópu í rúst. Handalögmál afdalamanna Evrópu heitir ESB og er úrkynjun

Fyrri færsla

ESB-lyfið brátt tekið úr umferð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frabaer pistill hja ther og sjaldan lesid eins goda lysingu a thessu bjarta-vinstra-samfo lidi.

M.b.kv.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 14.7.2015 kl. 04:33

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er að verða tímabært að þeir þingmenn sem greiddu ESB-aðildarumsókninni atkvæði sitt biðjist opinberlega afsökunar. Nú þegar liggur ljóst fyrir hvernig sambandið tekur á litlu svörtu sauðunum. Þau hefðu verið örlög okkar.

Ragnhildur Kolka, 14.7.2015 kl. 08:37

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur

Lars Christensen var með nýja færslu í gær, hann er hættur hjá Danske Bank og vinnur nú sjálfstætt og getur þar með skrifað og talað sem frjáls maður:

The Euro – A Monetary Strangulation Mechanism

Wolfgang Munchau var einnig með ágætis grein á Financial Times á mánudaginn. En hann var einn helsti evruáhugamaður veraldar þar til nýlega:

Greece’s brutal creditors have demolished the eurozone project

Evrusvæðið nötrar og skelfur vegna þeirra skelfinga sem myntbandalag Evrópusambandsins hefur fært Evrópu og heiminum öllum. Norður-Evru-Víetnam á móti Suður-Evru-Víetnam er landslag sem öllum er að verða kunnugt.

Flest er orðið mun verra í Evrópu eftir að skattfrjálsum pólitískum áhrifamönnum úr elítu ESB í Brussel og aðildarlöndunum tókst að troða geðklofinni pólitískri mynt Evrópusambandsins eins og handjárnum upp á 17 þjóðir Evrópu.

Neyðarástand ríkir nú í Evrópu af völdum myntarinnar. Fjármálamarkaðir heimsins finna 1931 lyktina frá 2011 Kreditgaleanstaltinu í Evrópu.

Til viðbótar er hér þessi fyrirtaksfærsla Lars Christensen frá sunnudegi:

The Euro – A Fatal Conceit

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.7.2015 kl. 18:37

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka góða grein, að vanda, frá þér Gunnar. Það fer ekki mikið fyrir aðildarsinnum þessa dagana, eða öðrum útópískum kverúlútum Evrusamstarfsómyndarinnar. Fjórða Ríkið riðar til falls, þessa dagana.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 15.7.2015 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband