Leita í fréttum mbl.is

ESB-lyfið brátt tekið úr umferð

Ef að aðild að Evrópusambandinu væri lyf, þá væri búið að taka það af markaðnum og stinga framleiðanda þess í steininn

Grikkland er búið að vera á ESB í 34 ár. Það er nú því sem næst örent ríki. Einn fjórði hluti hagkerfis þess er horfinn undir stjórn ESB, ECB og AGS

Skuldahlutfall hefur því sprungið út og upp í gegnum gufuhvolfið og út í geiminn. Greiðslugetan er þornuð upp. Skattatekjur eru súgþurrkaðar og lánshæfninni þar með útrýmt. Atvinnuleysi er tvöföld hraðbraut til Hitlers

Önnur ríki hætt komin á lyfinu eru: Frakkland, Spánn, Portúgal, Ítalía, Eistland, Lettland, Litháen, Kýpur, Írland og Austur-Evrópa

Þeir sem selja og framleiða lyfið eru; Þýskaland og deyjandi öldrunarhagkerfi þess ríkis. Það þarf á tekjum frá sölu lyfsins að halda, því annars gæti það ekki staðist og myndi falla saman af krónískum skorti á eftirspurn. Frakkland hefur hins vegar neyðst til að snúa sér að ESB-kópí-lyfja-framleiðslu til að lifa af í þessum dópsölubransa

Á Íslandi hefur ESB-lyfið meðal annars verið markaðsfært undir nöfnunum Evrópuvextir Össurar, Stöðugleikaskjaldborg Jóhönnu og Ósvikið stjörnuhrap Steingríms

Viðskiptahagnaður Þýskalands við önnur evruríki sem eru á lyfi þess er því nú 1000 miljarðar evra. Því marki var þegar náð árið 2010. En það var til þessa eins sem ESB-lyfið, sem er mjaltavél, var framleitt og sett í umferð. Restin er hreint sölugas og imperial-pólitík

Fyrri færsla

ECB-seðlabanki bíður átekta í vasa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þjóðverjar eru enn að hamast við að stofna þúsund ára ríkið og kóngulóin þeirra sýgur í sig allan lífsþrótt þeirra sem flækjast í vefnum.  Öll næring er að verða búin úr Grikkjum en hver verður næst?  

 Þýsk hagfræði er bara þýsk hagfræði en það er leyndarmál sem ekki má leka í Frakka, því ef svo færi væri ekki víst að þeir væru fúsir að taka lyfin sín.       

Hrólfur Þ Hraundal, 8.7.2015 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband