Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingar-?asistar: "brú málamiðlunar brennd niður"

Screen shot 2015-07-05 at 20.46.59

Mynd: Staða talningar úr þjóðaratkvæðagreiðslu Grikklands í dag: kl 20:43 ÍST. Krækja á vef grískra lýðveldisins: Innanríkisráðuneyti Grikklands - Taling atkvæða

ESB-sósíalistum Þýskalands er ekki skemmt í dag. Formaður þeirra segir að Grikkir hafi með neiinu í dag "brennt niður brú málamiðlunar"

Formaður hins sósíalistíska meiri hluta kremlarþings ESB, herra Martin Schulz ESB-?asisti, sem áður sagði að frá og með desember 2009 væru þingmenn þess hóps sósíalista orðnir "hreyfing and-kapítalista" sem myndu ráðast gegn "hagkerfi sem byggist á peningum eða sem er peningaknúið", segir hins vegar núna að Grikkland hafi kosið sig út úr evrunni og að nei í dag þýði að Grikkland verði þar með evrulaust land á morgun. Athugið: Evran er eina löglega og leyfilega mynt Grikklands svo lengi sem landið er í ESB

Það er svona þegar það hitnar undir eigin-buddu þessa manns, þá gilda allt önnur rök og sannfæring en þegar það hitnar undir buddum annarra

Screen shot 2015-07-05 at 21.54.16ESB-?asistanum Martin Schulz formanni ESB-sósíalista hefur þegar orðið að ósk sinni. Grikkland er peningalaust land. Peningarnir í bönkunum eru búnir, eftir að hafa verið skammtaðir síðustu sjö dagana

Hvað skyldu Írar segja gott núna? Hvað skyldu Spánverjar segja? Og hvað skyldu Portúgalar eða Kýpverjar segja? Hvað skyldu Ítalir segja marrandi í ESB-skuldahafinu? Og hvað skyldu Finnar á leið til ESB-botns þess segja gott í kvöld?

Mikið hefur friðarbandalaginu tekist að kynda undir málum í Evrópu á skömmum tíma. Hvað næst? Kannski verður Luftwaffe gert að innheimtustofnun. Hver veit, því þetta er jú sjálfur "stöðugleikinn" í púðurtunnum ESB

Fyrri færsla

"Structural reforms": krafa ESB um að allir verði Þjóðverjar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband