Leita í fréttum mbl.is

Evran lokar banka- og fjármálakerfum Grikklands

Ókjörinn umboðslaus og ESB-sósíalistískur Framhandleggur Brusselveldisins hefur um hríð með kúgunum og hótunum sótt fast að bola þjóðkjörinni ríkisstjórn Grikklands frá völdum með því að leggja blásýrupillur á borðið handa henni í Grikklandi. Tæki ríkisstjórnin blásýrupillur ESB-klíkunnar myndi hún leysast upp og landið halda áfram í endalausu blásýrubaði Evrópusambandsins samkvæmt áætlun ESB um endurbyggingu Evrópu. Tæki hún þær hins vegar ekki, myndi Framhandleggur Imperial-ESB leysa peninga- og fjármálakerfi landsins upp

Pillan var ekki tekin og lokuðu því banka- og fjármálakerfi Grikklands gærkveldi. Í dag mánudag eru þau einnig lokuð og kauphallir eru lokaðar því að TARGET2 kröfukerfið, sem er sjálf evran og innbyrðis gengi hennar á milli evrulanda, er lokað og svo verður áfram. Enginn veit hvenær fjármálakerfi Grikklands opna aftur. Þeim var lokað með ESB-fjarstýringu frá Frankfurt í Þýskalandi. Rafmagnið var tekið af þýskri mynt Grikklands og því lokaði fjármálakerfið allt

Björt-, Samfylkt-, Vinstruð Græn-, Píratavædd- og Viðrekin framtíðin blasir því nú við í öllu Grikklandi. Því landið er BÚIÐ að vera þrjátíu-og-fjögur-ár í Evrópusambandinu. Búið er að byggja upp nýtt Grikkland, eins og lofað var með aðild landsins að sambandinu árið 1981

60 evrur á dag fást kannski götumegin úr hraðfrystum bönkum landsins frá og með þriðjudegi, eða á meðan þær endast og á meðan ekki þarf að kveða herinn á vettvang til verndar áfyllinga á evruhraðfrystibanka landsins

Nú er bara að bíða eftir því að umsóknargengið Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon taki af skarið og sendi út fréttatilkynningu um sigurför evrunnar yfir Evrópu, við undirleik hirðfíflasveitar DDRÚV

Aldrei hefur fullvalda og sjálfstætt Ísland þurft að ganga í gegnum slíka niðurlægingu eins og þessa, að sitja ESB-örkumla og ESB-ósjálfbjarga undir sósíalistískum kamarfossi samfylkingarhyskis ESB-Evrópu

ESB-steinöld

  • úttektarhöft
  • fjármagnshöft
  • gjaldeyrishöft
  • yfirfærslulokun
  • millifærslulokun
  • bankalokun
  • kauphallarlokun
  • greiðslukerfislokun
  • Samfylking
  • Vinstri grænir
  • Björt framtíð
  • Píratar og Viðreisnin
  • allt þetta er nú í þjóðareign

ESB-steinöld ríkir

Og fyrst nú 34 árum eftir ESB-aðild Grikklands er þjóðnýttum stjórnmálum í löndum sambandsins svo skemmti- og blásýrulega háttað, að í fyrsta skiptið í sögu Grikklands á að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um eitthvað er varðar ESB-aðildina. Eftir heil 34 ár! Og hvað á að kjósa um, Gunnar minn? Jú kjósa á um hvort að hið háa blásýrugengi sem eyðilagt hefur landið, eigi áfram að vera hátt með því rústa til grunna öllu því sem eftir er af landinu? Þetta er allt saman í besta Samfylkingarstíl sósíalista

Hindra verður nú og allra helst að prentaðar grískar evrur flýi landið í of miklum mæli, því þær eru verðlausar erlendis eins og er, og myndu því hugsanlega geta virkað sem smitberi í peningakerfi annarra blásýrulanda evrunnar og kveikt þar neista virðis-kreppu (value crisis) - og þar með borgarastyrjaldar númer III

DDR=ESB

Fyrri færsla

Íslenski fáninn 100 ára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Um komandi þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi hafa nú risið þær efasemdir að lýðveldið Grikkland hafi ekki næga peninga til að halda sjálfa atkvæðagreiðsluna, því hún mun kosta meira en 100 milljónir þýskra evra sem landið á ekki af því að það er svo fullvalda í ESB.

Og Viðskiptaráð Grikklands segir í dag að enginn pappír sé til í landinu til að prenta kjörseðlana og heldur ekki til neinir peningar til að kaupa hann.

Kannski að nýir samningafundir verði haldnir í Berlínarborg Frankfauta ESB um styrki til handa Grikklandi svo það geti prentað kjörseðlana.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2015 kl. 16:18

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hlutabréf í Ítölskum bönkum stóðu sig ákaflega vel í dag. Ekkert hrun varð á þeim því ekki var hægt að opna fyrir viðskipti með þau því engir kaupendur voru og söluskipanir voru svo massífar að stálveggur evru-traustsins kom einfaldlega í veg fyrir að markaður fyrir þau gæti yfir höfuð opnað. Þau eru því óhrunin.

"Trúverðugleiki" evrunnar er svona rosalegur. Hér heima hafa íslenskir haglfræðingar sagt að þessi trúverðugleiki sé lífsspursmál.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2015 kl. 16:38

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Viðskiptaráð Íslands ætti að hafa samband við kollega sína í Grikklandi og leiðbeina þeim um kosti upptöku evra úr götum landsins. En þar vaxa þær.

Halló Viðskiptaráð Íslands! Hvað tefur ykkur? Sendið evrutínur ykkar til Grikkja og þeim mun immed verða skóflað upp úr götum og strætum landsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2015 kl. 16:55

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hin pólitíska ákvörðun ESB-seðlabanka Evrópusambandsins um að loka á bankakerfi Grikklands fær óblíða meðferð hjá Charles Wyplosz

En hér á landi hefur því af ESB-haglfræðingum ávallt verið haldið fram að þessi seðlabankalingur sé hinn sanni lánveitandi til þrautarvarna fyrir bankakerfi evrulanda.

Staðreyndin er hins vegar sú að evran er fyrst og fremst pólitísk mynt og seðlabanki hennar er fyrst og fremst pólitískur Framhandleggur stóðeltía Evrópusambandsins.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.6.2015 kl. 17:29

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 "Svífa yfir Evrunni ljót sótsvört ský;  grimmir læsa auðrónar galtómum bönkunum".- Það eru víðsjár og ekki um margt að velja hjá Grikkjum,vonandi standa þeir saman um að hafna blásýrugenginu,sem er að eyðileggja landið.Það verður ekki þrautalaust,en það er það ekki eins og er og verður.     
                                                      

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2015 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband