Leita í fréttum mbl.is

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2015

 

Fáninn

Í dag er þjóðhátíðardagur íslenska lýðveldisins. Lengi lifi lýðveldi Íslendinga! Húrra, húrra, húrra, húrra. Og einu sinni enn; húrra! - og upp með fánann!

Við sendum forfeðrum okkar í leiðinni ljúfan fingurkoss og hlýjan hug fyrir baráttu þeirra sem leiddi okkur til hart unninna sigra. Þeirra verður minnst. Og við sjálf getum ekki verið þeirra eftirbátar í baráttunni fyrir framtíð fullveldis íslenska lýðveldisins. Fyrir lýðveldinu. Fyrir heimili Íslendinga, um aldur og ævi: Húrra!

Einu sinni var kóngurinn talinn æðri. Þurfti jafnvel ekki að lúta lögum og löggjöf manna (já, gjöfin!). Og sem var með alveg sérstaklega sérstakt æðakerfi. Nú er það heimsálfu-kóngurinn ESB sem tekið hefur stað hans í hjörtum vissra manna. En af hverju ekki bara að ganga alla leið og láta að stjórn þess konungs sem allir vita hvort sem er að þeim er stjórnað af; sjálfu Almættinu

Klipp úr sjálfstæðisbaráttunni miklu:

 

Þingvallafundurinn

Valurinn
6. Júlí 1907

Blaðsíðu 2 (196)

. . . og allir þeir dansklundaðir Íslendingar, sem klístrað hafa ættjarðarmiðanum utan á sig, neyðast nú til að koma fram úr skúmaskotum sínum og sýna sig í dagsbirtunni. Héðan af ætti greinarmunurinn að verða ljós milli sannra Íslendinga og danskra Íslendinga. . . .

(Bannað að skrifa svona í dag. Bannað.)

Þegar kóngurinn kemur.

Nokkrar hugleiðingar.

Blaðsíðu 3 (191)

. . . Engar hafa menn sögur af því, að forfeður vorir væru konungsþrælar, en hitt hafa menn fyrir satt, að trúir voru þeir og vinveittir góðum konungum. Svo skyldi og enn vera, og svo mun enn vera hjá öllum sönnum Íslendingum, sem ekki eru »bastarðar«, eða komnir af þessum »kaghýddu ættum«, sem Þorsteinn Erlingsson talar um. . .

. . . Til eru menn í landi voru, sem svo eru skapaðir, að þeim mundi það eðli næst, að ganga á fjórum fótum. Þeir eru félagslyndir að því leyti, að þeir þurfa altaf að halda sér aftan í einhverri halarófu og styðja sig við einhverja »hærri veru«. Þeir eru grautdýrkendur að trú, og ofstækismenn í trúnaði sínum. Hver ylgeisli valda- og grautarsólarinnar gengur inn í hvert skúmaskot sálar þeirra, og hver rödd »að ofan« fær þá til að titra á beinunum og sendast í allar áttir, svo fljótt sem fæturnir bera þá. . . .

(Bannað. Bannað. Bannað. Bannað. Bannað!)

*****

Bein krækja: Valurinn (blað Vesturlands) þennan umrædda dag. En þar birtist hið ofangreinda ásamt í mörgum öðrum landsmálablöðum á sama tíma

Óska ég öllum gleðilegs þjóðhátíðardags

Fyrri færsla

Smjörþefurinn af bönkum í eigu útlendinga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Að hafa frelsi til að bjarga sér sjálfur er svo sjálfsagt og náttúrulegt að ekkert annað en aðstoð vinar getur bætt það. 

Þakka þér margt gott Gunnar Rögnvaldsson og vænt þér lukku og nægju á þessum degi  sem stendur á forfeðrum okkar og mæðrum.    

Hrólfur Þ Hraundal, 17.6.2015 kl. 06:35

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég tek undir heillakveðjur til þín Gunnar og íslensku þjóðarinnar á þessum degi.

Ragnhildur Kolka, 17.6.2015 kl. 08:14

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur, Hrólfur og Ragnhildur, fyrir innlit, kveðjur og skrif.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 17.6.2015 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband