Þriðjudagur, 9. júní 2015
Smjörþefurinn af bönkum í eigu útlendinga
Nú hafa Íslendingar kynnst bönkum í eigu erlendra aðila. Er þetta ekki svakalega frábært? Yndislega æðislegt? Sjálfur arðurinn af náttúruauðlindinni þér í þjóðinni í eigu útlendinga. Hver skyldi lærdómurinn verða? Kannski ný ESB-umsókn Steingríms J. Sigfússonar og co-sósíalista hans?
Allt bankakerfi Lettlands er í eigu Svía. Þar hefur frá 2008 átt sér stað versta hrun landsframleiðslu nokkurs lands í mannkynssögu síðari tíma, sé litið burt frá Grikklandi sem er brunnin rúst evruvillimanna. Í Lettlandi halda sænskir bankar ríkisstjórninni í gíslingu sem svo heldur heilli þjóð í viðvarandi ömurlegasta gereyðingarástandi og sem flýr landið í svo massífum mæli að annar eins hefur varla sést. Verndari kúgara Lettlands er stórpólitískt Evrópusambandið og seðlabanki þess. Ný mynt Lettlands er auðvitað kolakynt þýsk stálfátæktar evra. Upptökuskilyrðin voru mjög einföld; dauðinn
Annað dæmi:
Nokkrum árum áður en fullveldi, sjálfstæði og lýðræðislegri sjálfsstjórn Nýfundnalands og 380 þúsund íbúa þess sjálfstæða ríkis var hent sem endanlegu veði inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada árið 1949, hafði landið misst allt bankakerfi sitt til útlendinga. Það sama gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu þjóðarinnar við hann. Það sama gerðist í myntmálum Nýfundnalendinga. Þeir höfðu álpast til að bindast við og taka síðar upp Kanadadal
Ein afleiðing þess að bankakerfi Nýfundnalands komst alfarið á erlendar hendur, og gengið hvarf með gengisbindingu Nýfundnalandsdals við Kanadadal, varð sú að Evrópa og Bretland versluðu frekar við Íslendinga, því þeir voru skyndilega komnir með vélknúin gufuskip og gátu afhent fiskinn á samkeppnishæfu verði samkvæmt stundaskrá. Þetta gátu Nýfundnalendingar ekki því að þeir réðu ekki lengur yfir samkeppnishæfum skipaflota, gátu ekki endurnýjað hann, því að þeir höfðu misst gengið, bankakerfið og þar með markaðina. Þeir gátu lítið annað gert en það sem Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland hafa nú orðið fyrir að deyja lokuð inni innan eigin landamæra við umsátur þeirra sem ráða orðið alfarið peningamálum þessara landa
Undir myntum annarra ríkja á Íslandi yrði erfitt að starfrækja alvörubankakerfi sem þjónað gæti íslenska hagkerfinu eins og er frómasta hlutverk alvörubankakerfa. Nýfundnaland missti bæði fullveldi og sjálfstæði sitt sem ríki árið 1949 vegna skulda. Í aðdraganda ferlis, sem hófst með þátttöku Nýfundnalands í heimsstyrjöldinni fyrri og í kjölfar mikillar skuldsetningar landsins vegna hennar, lenti Nýfundnaland í svipuðu skuldafangelsi og Grikkland og fleiri myntbandalagslönd Evrópusambandsins eru nú komin í. Þá var óhugsandi að þjóð í heimsveldi bresku krúnunnar yrði leyft að fara í nauðsynlegt ríkisgjaldþrot. Þvinguð björgunaraðgerð, sem bjarga átti mannorði breska heimsveldisins, kostaði hins vegar Nýfundnaland tilveru sína. Það hætti að vera til sem ríki
Sjá: Áhlaupið á íslensku krónuna
Lettland:
Coppola: How do you say dead cat in Latvian?
Krugman: Latvia: The Thrill Is Gone
Fyrri færsla
Erlent vinnuafl snýr heim frá Noregi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll,
Geturðu útskýrt betur hvað þú átt við með upphafi pistilsins:
"Nú hafa Íslendingar kynnst bönkum í eigu erlendra aðila. Er þetta ekki svakalega frábært? Yndislega æðislegt? Sjálfur arðurinn af náttúruauðlindinni þér í þjóðinni í eigu útlendinga."
Hvernig hafa Íslendingar kynnst bönkum í eigu erlendra aðila? Eru einhverjir bankar í eigu útlendinga á Íslandi?
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 16:05
Þakka þér Erlingur
Nei Erlingur, þeir eru í eigu útlendinga ekki á Íslandi.
Hér er um að ræða Kaupþing og Glitni. En þeir eru í eigu erlendra aðila sem eiga einnig Arion og Íslandsbanka að stærstum hluta.
Þú hefur kannski ekki kynnst þessu? Í gær var til dæmis verið að tala smávegis um þessi erlendu handjárn á þjóðinni sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tókst að skella á þjóðina þig, til að þóknast ESB umsókninni og halda þjóðinni handjárnaðri við hana og til einskis annars.
Aldrei hefur vaxtamismunur verðið eins hár hér á landi eins og núna. Hann er að nálagst útlönd. Enda er þetta að erlendri fyrirmynd, þar sem vaxtamismunur er oft 12-14 prósentustig.
Íslendingum datt yfirleitt aldrei í hug að verðleggja peningana með þessum glæpsamlega erlenda hætti.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2015 kl. 17:39
Sæll Gunnar,
Þetta er algengur misskilningur að Kaupþing og Glitnir séu í eigu útlendra kröfuhafa, og þar með Arion banki og Íslandsbanki. Svo er ekki og hefur aldrei verið. Þetta eru 2 hlutafélög sem eru enn að fullu í eigu sömu hluthafa og áður en FME kom að rekstrinum. FME tók nefnilega bara yfir vald hluthafafundar, en ekki hlutafé eða eignarhald. Formlegt eignarhald hefur aldrei breyst. Ekkert hlutafé verið tekið yfir, skrifað niður eða fyrnt.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 21:59
Þarna í restina vantaði: ....eða afhent erlendum kröfuhöfum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 22:00
Þarna vantaði:...eða afhent erlendum kröfuhöfum.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 22:32
Þakka þér Erlingur.
Formlegt eignarhald? En hvað þá með óformlegt eignarhald?
Hvað með það neðanjarðarhagkerfi sem erlendir kröfuhafar hafa byggt upp á Íslandi? Þeir hafa eignast miklar eignir hér og þær koma hvergi explicit fram undir neinum lið neins staðar.
Erlendir kröfuhafar hafa haldið kverkartaki um Ísland og íslenskan fjármálamarkað.
Já það er rétt hjá þér að það er hægt að segja sem svo að það séu viss skil á milli stjórnar og hluthafa og svo kröfuhafa. Eignarhald er þó ógagnsætt þegar miðað er við almenningshlutafélög á markaði í kauphöll, ef litið er burt frá tímabili gangster-krosseignavinabandalaga, sem falla undir "gangster elements of politics". Enda eins og þú segir er þetta útbreiddur og algengur misskilningur. Eða er þetta kannski bara PR-disaster?
En sá sem á kröfur á hendur fjármálastofnunum, eða sem af (sömu) kröfuhöfum er fjárkúgaður viðskiptavinur nýrra fjármálastofnana, er sá sem allt snýst um. Undir sjálfu hruninu voru það fyrst og fremst innlánaeigendur sem voru kröfuhafar. En gagnvart útlandinu voru það fyrirgreiðslur á millibankamarkaði og skuldabréfahaldarar sem mynduðu kröfur og stýrðu jafnframt þróun mála hvað varðar flesta hluta fjármálakerfisins sem bara höfðu eitthvað með útlönd að gera, og svo öll lánamál þjóðríkisins.
Körfur á hendur íslenskum einingum lentu í vasa vafasamra útlendinga sem við það eignuðust hálstak á allt fjármálakerfið, því að fólk og fyrirtæki í hengingaról kröfuhafa hékk með hattinn í hendinni á biðstofum fráskilinna eininga til að biðja um fyrirgreiðslu til að henda í kjaft hinna erlendu kröfuhafa til að forðast hengingu þeirra.
Hefðu menn nú farið að ráðum Davíðs Oddssonar um dreift eignahald á fjármálastofnunum, þá hefði hér ekkert hrun orðið.
Það hlýtur að vera krafa almennings að lágmarks gagnsæi ríki í fjármálakerfinu og að fjármálastofnanatengd tilvera þess sé ekki í vösum útlendinga, frekar en brýna nauðsyn ber til. Að slík erlend veð nái ekki beint inn i alla afkima með því að afhenda þeim hið veðsetta og allt sem á því hangir á gjafverði.
Þetta er sárgrætilegt því sá tími mun brátt koma að hinn sami almenningur verður hvattur til að gerast nýr eigandi í almenningshlutfélögum sem eiga rekast sem bankar og fjármálastofnanir. Að fólk verði hvatt til að taka nýja áhættu sem eigendur í þessum fyrirbærum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2015 kl. 23:55
Vissulega hafa þessir kröfuhafar verið fyrirferðarmiklir, að vissu leyti eðlilega, en það virðist vera almennt álitið að gömlu og nýju bankarnir séu í erlendri eigu. Það er hins vegar rangt.
Erlingur Alfreð Jónsson, 10.6.2015 kl. 10:00
Þakka þér Erlingur
Slitabú bæði Kaupþings og Glitnis eru að miklu leyti í erlendri eigu og þau eru yfirgnæfandi eigendur að Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kaupskil og ISB Holding. Kaupskil eignaðist þetta við framsal Steingríms J. Sigfússonar 2009 á 87 prósent eignarhlut ríkisins.
Þann 8. janúar 2010 eignaðist Kaupþing banki undir slitameðferð 87% hlutafjár í Arion banka, fyrir hönd kröfuhafa sinna, í gegnum dótturfélag sitt, Kaupskil ehf. Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, fer með 13%hlutafjár.
Íslandsbanki er í meirihlutaeigu Glitnis banka hf. sem fer með 95% af hlutafé bankans í gegnum dótturfélög sín fyrir hönd kröfuhafa Glitnis. Þau 5% sem eftir standa eru í eigu íslenska ríkisins og eru undir stjórn Bankasýslu ríkisins.
Það er venjulega svo að landadrottnar stýra þrotabúum. Því lánadrottnar eru kröfuhafar. Þrotabú sem eigendur hlutafélaga eru fyrst og fremst mjaltatæki. Arion og Íslandsbanki eru spenar þeirra, enda sést það á vaxtamismuninn.
Svo er ekki vitað hversu mikið útlendingar eiga einnig í þeim íslensku félögum sem einnig standa að Kaupskilum og sem eru þá strengjabrúður þerra. Neðanjarðarhagkerfi erlendra kröfuhafa er óþekkt stærð. Þetta evrópska módel með strengjabrúðuleiki í gegnum dótturfélög og stjórnarsetu í dótturfélögum og flutning arðs var það sem gerði möguleg öll krosseignatengslin. Þetta var helsti þáttur þess að útrásarvíkingar léku sér eingöngu á leikvöllum í Evrópu en gátu ekkert í Bandaríkjunum þar sem slíkt er ekki mögulegt.
Þú getur ekki komið hér og sagt að Arion Banki og Íslandsbanki séu ekki í eigu útlendinga eða undnir stjórn (beinni sem óbeinni) útlendinga. Þetta er ekki neitt venjulegt eignarhald s.s. eins á á frjálsum markaði.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 13:13
Svo seint sem á miðju síðasta ári voru kínverskir fjárfestar (kommúnistaflokkur Kína) í viðræðum við ISB Holding Ehf. sem á Íslandsbanka að mestu leyti, í viðræðum við ISB um að kaup á eignarhlut kröfuhafa. Hvað varð úr þessi veit ég ekki. En hvað er að gerast í þessari ormagryfju veit ég náttúrlega ekki. Enda veit það líklega enginn nema þessi mjaltavél bankans sem engin mórall um gangsæi virðist ná yfir.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 13:44
"Slitabú bæði Kaupþings og Glitnis eru að miklu leyti í erlendri eigu..."
Þetta er rangt. Þau eru það ekki. Slitabúin, þ.e. hlutafélögin sem að þeim standa, eru ekki í erlendri eigu, einungis skuldir þeirra eru það.
"Þú getur ekki komið hér og sagt að Arion Banki og Íslandsbanki séu ekki í eigu útlendinga eða undnir stjórn (beinni sem óbeinni) útlendinga. Þetta er ekki neitt venjulegt eignarhald s.s. eins á á frjálsum markaði."
Jú ég get vel sagt þetta að þeir séu ekki í eigu útlendinga því þeir eru það ekki og aðrir verða þá að leiðrétta mig. Ég hef ekki rætt um hverjir stýra þessu aðilum heldur einungis bent á hverjir eiga þá.
Fáir halda því fram að bankinn, sem kröfuhafi, eigi húsið þeirra þó það sé með áhvílandi skuldir fjármagnaðar af banka.
Ástæða þess að ég nefni þetta er að við lok slitameðferðar fjármálafyrirtækis, eftir að nauðasamningar hafa náðst, á að skila félaginu aftur í eigu eigenda. Því er rétt að halda því á lofti hverjir eru raunverulegir eigendur hlutafélaganna sem í daglegu tali eru kölluð slitabú. Það eru ekki erlendir kröfuhafar heldur skráðir hluthafar eins og skráin stóð þegar FME tók yfir vald hluthafafundar, ásamt einhverju framsali hafi það átt sér stað eftir október 2008.
Náist ekki nauðasamningar fara félögin í hefðbundna gjaldþrotameðferð.
Munum að hluthafar eru líka kröfuhafar. Þeir eru þó aftast í kröfuröð.
Erlingur Alfreð Jónsson, 10.6.2015 kl. 13:50
Þakka þér Erlingur.
Það er ekki hægt að líka banka við óhreyfanlega fasteign (immovable asset = á frönsku immobilier) og sem því er mikilvægt skattaobjekt sem getur ekki flúið land.
Og alls ekki þegar um viðskipti á frjálsum markaði er að ræða (þeir erlendu aðilar sem t.d. kaupa skuldabréf á frjálsum markaði af íslenskum skuldabréfa-heildsölum sem snúa sér til hins frjálsa markaðs í gegnum kauphallir = sem þýðir transparency (gagnsæi) og allir geta verið með).
En viðræðurnar við kommúnistaflokk Kína á síðasta ári sýna að útlendingar eru velkomnir að mjólkurspenanum í gengum þrotabúin sem eiga bankana. Restin um eignarhaldið er líklega gaz í Baugsstíl. Moldviðri sem ég trúi ekki. Fréttin um mjólkurkúnna uppi í norðrinu berst um heiminn eins og fiskisaga.
Í gær voru sétt ný lög í Belgíu um að skuldabréfaeigendur eins og þeir (vulture investors) sem keypu kröfunar af viðskiptavinum Steingríms J. á 3 prósent, geta aldrei löglega fengið meira fyrir kröfur sínar en það verð sem þeir keyptu þær á. Þetta er bein aðgerð gegn hrægammmasjóðum. Þetta á að vísu aðeins við um ríkisskuldabréf og verður örugglega fellt í Brussel undir ECJ. En hér er þó um aðgerð að ræða þar sem reynt er að hindra aðför svona hrægamma að þeim tökkum sem geta ýtt löndum út í ríkisgjaldþrot.
Egnir hinna þriggja föllnu banka voru 10 sinnum stærri en landsframleiðslan, svo hér er um einstakt hagsmunamál þjóðarinnar að ræða.
Útibú eru útibú.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 14:16
Þessi nýu lög í Belgíu eru athyglisverð því þau eru sett í ljósi þess sem gerðist með nauðasamninga Argentínu við lánadrottna, þar sem 2 prósent kröfuhafa og sem eru hrægammasjóðir, komu í veg fyrir lokasátt í formi nauðasamninga. Belgar ætla greinilega ekki að lenda í þessu fari landið þeirra í þrot.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 14:34
Í dag er Framsóknarflokkurinn með ágætis innlegg í umræðuna um stórkostlegar hættur þess að stór hluti bankakerfa smáríkja sé á erlendum höndum. Þetta eru orð að sönnu hjá Frosta og heilbrigð skynsemi: Landsbankinn verði samfélagsbanki.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.