Leita í fréttum mbl.is

Smjörþefurinn af bönkum í eigu útlendinga

Nú hafa Íslendingar kynnst bönkum í eigu erlendra aðila. Er þetta ekki svakalega frábært? Yndislega æðislegt? Sjálfur arðurinn af náttúruauðlindinni þér í þjóðinni í eigu útlendinga. Hver skyldi lærdómurinn verða? Kannski ný ESB-umsókn Steingríms J. Sigfússonar og co-sósíalista hans?

Allt bankakerfi Lettlands er í eigu Svía. Þar hefur frá 2008 átt sér stað versta hrun landsframleiðslu nokkurs lands í mannkynssögu síðari tíma, sé litið burt frá Grikklandi sem er brunnin rúst evruvillimanna. Í Lettlandi halda sænskir bankar ríkisstjórninni í gíslingu sem svo heldur heilli þjóð í viðvarandi ömurlegasta gereyðingarástandi og sem flýr landið í svo massífum mæli að annar eins hefur varla sést. Verndari kúgara Lettlands er stórpólitískt Evrópusambandið og seðlabanki þess. Ný mynt Lettlands er auðvitað kolakynt þýsk stálfátæktar evra. Upptökuskilyrðin voru mjög einföld; dauðinn

Annað dæmi:

Nokkrum árum áður en fullveldi, sjálfstæði og lýðræðislegri sjálfsstjórn Nýfundnalands og 380 þúsund íbúa þess sjálfstæða ríkis var hent sem endanlegu veði inn í bankahólfin í sambandsríki Kanada árið 1949, hafði landið misst allt bankakerfi sitt til útlendinga. Það sama gerðist með fragtskipaflotann og alla vinnu þjóðarinnar við hann. Það sama gerðist í myntmálum Nýfundnalendinga. Þeir höfðu álpast til að bindast við og taka síðar upp Kanadadal

Ein afleiðing þess að bankakerfi Nýfundnalands komst alfarið á erlendar hendur, og gengið hvarf með gengisbindingu Nýfundnalandsdals við Kanadadal, varð sú að Evrópa og Bretland versluðu frekar við Íslendinga, því þeir voru skyndilega komnir með vélknúin gufuskip og gátu afhent fiskinn á samkeppnishæfu verði samkvæmt stundaskrá. Þetta gátu Nýfundnalendingar ekki því að þeir réðu ekki lengur yfir samkeppnishæfum skipaflota, gátu ekki endurnýjað hann, því að þeir höfðu misst gengið, bankakerfið og þar með markaðina. Þeir gátu lítið annað gert en það sem Grikkland, Spánn, Portúgal og Írland hafa nú orðið fyrir — að deyja lokuð inni innan eigin landamæra við umsátur þeirra sem ráða orðið alfarið peningamálum þessara landa

Undir myntum annarra ríkja á Íslandi yrði erfitt að starfrækja alvörubankakerfi sem þjónað gæti íslenska hagkerfinu eins og er frómasta hlutverk alvörubankakerfa. Nýfundnaland missti bæði fullveldi og sjálfstæði sitt sem ríki árið 1949 vegna skulda. Í aðdraganda ferlis, sem hófst með þátttöku Nýfundnalands í heimsstyrjöldinni fyrri og í kjölfar mikillar skuldsetningar landsins vegna hennar, lenti Nýfundnaland í svipuðu skuldafangelsi og Grikkland og fleiri myntbandalagslönd Evrópusambandsins eru nú komin í. Þá var óhugsandi að þjóð í heimsveldi bresku krúnunnar yrði leyft að fara í nauðsynlegt ríkisgjaldþrot. Þvinguð björgunaraðgerð, sem bjarga átti mannorði breska heimsveldisins, kostaði hins vegar Nýfundnaland tilveru sína. Það hætti að vera til sem ríki

Sjá: Áhlaupið á íslensku krónuna

Lettland:

Coppola: How do you say “dead cat” in Latvian?

Krugman: Latvia: The Thrill Is Gone

Fyrri færsla

Erlent vinnuafl snýr heim frá Noregi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll,

Geturðu útskýrt betur hvað þú átt við með upphafi pistilsins:

"Nú hafa Íslendingar kynnst bönkum í eigu erlendra aðila. Er þetta ekki svakalega frábært? Yndislega æðislegt? Sjálfur arðurinn af náttúruauðlindinni þér í þjóðinni í eigu útlendinga."

Hvernig hafa Íslendingar kynnst bönkum í eigu erlendra aðila? Eru einhverjir bankar í eigu útlendinga á Íslandi?

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 16:05

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Erlingur

Nei Erlingur, þeir eru í eigu útlendinga ekki á Íslandi.

Hér er um að ræða Kaupþing og Glitni. En þeir eru í eigu erlendra aðila sem eiga einnig Arion og Íslandsbanka að stærstum hluta.

Þú hefur kannski ekki kynnst þessu? Í gær var til dæmis verið að tala smávegis um þessi erlendu handjárn á þjóðinni sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tókst að skella á þjóðina þig, til að þóknast ESB umsókninni og halda þjóðinni handjárnaðri við hana og til einskis annars.

Aldrei hefur vaxtamismunur verðið eins hár hér á landi eins og núna. Hann er að nálagst útlönd. Enda er þetta að erlendri fyrirmynd, þar sem vaxtamismunur er oft 12-14 prósentustig.

Íslendingum datt yfirleitt aldrei í hug að verðleggja peningana með þessum glæpsamlega erlenda hætti.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2015 kl. 17:39

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll Gunnar,

Þetta er algengur misskilningur að Kaupþing og Glitnir séu í eigu útlendra kröfuhafa, og þar með Arion banki og Íslandsbanki. Svo er ekki og hefur aldrei verið. Þetta eru 2 hlutafélög sem eru enn að fullu í eigu sömu hluthafa og áður en FME kom að rekstrinum. FME tók nefnilega bara yfir vald hluthafafundar, en ekki hlutafé eða eignarhald. Formlegt eignarhald hefur aldrei breyst. Ekkert hlutafé verið tekið yfir, skrifað niður eða fyrnt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 21:59

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þarna í restina vantaði: ....eða afhent erlendum kröfuhöfum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 22:00

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þarna vantaði:...eða afhent erlendum kröfuhöfum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.6.2015 kl. 22:32

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Erlingur.

Formlegt eignarhald? En hvað þá með óformlegt eignarhald?

Hvað með það neðanjarðarhagkerfi sem erlendir kröfuhafar hafa byggt upp á Íslandi? Þeir hafa eignast miklar eignir hér og þær koma hvergi explicit fram undir neinum lið neins staðar.

Erlendir kröfuhafar hafa haldið kverkartaki um Ísland og íslenskan fjármálamarkað.

Já það er rétt hjá þér að það er hægt að segja sem svo að það séu viss skil á milli stjórnar og hluthafa og svo kröfuhafa. Eignarhald er þó ógagnsætt þegar miðað er við almenningshlutafélög á markaði í kauphöll, ef litið er burt frá tímabili gangster-krosseignavinabandalaga, sem falla undir "gangster elements of politics". Enda eins og þú segir er þetta útbreiddur og algengur misskilningur. Eða er þetta kannski bara PR-disaster?

En sá sem á kröfur á hendur fjármálastofnunum, eða sem af (sömu) kröfuhöfum er fjárkúgaður viðskiptavinur nýrra fjármálastofnana, er sá sem allt snýst um. Undir sjálfu hruninu voru það fyrst og fremst innlánaeigendur sem voru kröfuhafar. En gagnvart útlandinu voru það fyrirgreiðslur á millibankamarkaði og skuldabréfahaldarar sem mynduðu kröfur og stýrðu jafnframt þróun mála hvað varðar flesta hluta fjármálakerfisins sem bara höfðu eitthvað með útlönd að gera, og svo öll lánamál þjóðríkisins.

Körfur á hendur íslenskum einingum lentu í vasa vafasamra útlendinga sem við það eignuðust hálstak á allt fjármálakerfið, því að fólk og fyrirtæki í hengingaról kröfuhafa hékk með hattinn í hendinni á biðstofum fráskilinna eininga til að biðja um fyrirgreiðslu til að henda í kjaft hinna erlendu kröfuhafa til að forðast hengingu þeirra.

Hefðu menn nú farið að ráðum Davíðs Oddssonar um dreift eignahald á fjármálastofnunum, þá hefði hér  ekkert hrun orðið.

Það hlýtur að vera krafa almennings að lágmarks gagnsæi ríki í fjármálakerfinu og að fjármálastofnanatengd tilvera þess sé ekki í vösum útlendinga, frekar en brýna nauðsyn ber til. Að slík erlend veð nái ekki beint inn i alla afkima með því að afhenda þeim hið veðsetta og allt sem á því hangir á gjafverði. 

Þetta er sárgrætilegt því sá tími mun brátt koma að hinn sami almenningur verður hvattur til að gerast nýr eigandi í almenningshlutfélögum sem eiga rekast sem bankar og fjármálastofnanir. Að fólk verði hvatt til að taka nýja áhættu sem eigendur í þessum fyrirbærum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2015 kl. 23:55

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Vissulega hafa þessir kröfuhafar verið fyrirferðarmiklir, að vissu leyti eðlilega, en það virðist vera almennt álitið að gömlu og nýju bankarnir séu í erlendri eigu. Það er hins vegar rangt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.6.2015 kl. 10:00

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Erlingur

Slitabú bæði Kaupþings og Glitnis eru að miklu leyti í erlendri eigu og þau eru yfirgnæfandi eigendur að Arion banka og Íslandsbanka í gegnum Kaupskil og ISB Holding. Kaupskil eignaðist þetta við framsal Steingríms J. Sigfússonar 2009 á 87 prósent eignarhlut ríkisins. 

Þann 8. janúar 2010 eignaðist Kaupþing banki undir slitameðferð 87% hlutafjár í Arion banka, fyrir hönd kröfuhafa sinna, í gegnum dótturfélag sitt, Kaupskil ehf. Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, fer með 13%hlutafjár.

Íslandsbanki er í meirihlutaeigu Glitnis banka hf. sem fer með 95% af hlutafé bankans í gegnum dótturfélög sín fyrir hönd kröfuhafa Glitnis. Þau 5% sem eftir standa eru í eigu íslenska ríkisins og eru undir stjórn Bankasýslu ríkisins.

Það er venjulega svo að landadrottnar stýra þrotabúum. Því lánadrottnar eru kröfuhafar. Þrotabú sem eigendur hlutafélaga eru fyrst og fremst mjaltatæki. Arion og Íslandsbanki eru spenar þeirra, enda sést það á vaxtamismuninn.

Svo er ekki vitað hversu mikið útlendingar eiga einnig í þeim íslensku félögum sem einnig standa að Kaupskilum og sem eru þá strengjabrúður þerra. Neðanjarðarhagkerfi erlendra kröfuhafa er óþekkt stærð. Þetta evrópska módel með strengjabrúðuleiki í gegnum dótturfélög og stjórnarsetu í dótturfélögum og flutning arðs var það sem gerði möguleg öll krosseignatengslin. Þetta var helsti þáttur þess að útrásarvíkingar léku sér eingöngu á leikvöllum í Evrópu en gátu ekkert í Bandaríkjunum þar sem slíkt er ekki mögulegt.

Þú getur ekki komið hér og sagt að Arion Banki og Íslandsbanki séu ekki í eigu útlendinga eða undnir stjórn (beinni sem óbeinni) útlendinga. Þetta er ekki neitt venjulegt eignarhald s.s. eins á á frjálsum markaði.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 13:13

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo seint sem á miðju síðasta ári voru kínverskir fjárfestar (kommúnistaflokkur Kína) í viðræðum við ISB Holding Ehf. sem á Íslandsbanka að mestu leyti, í viðræðum við ISB um að kaup á eignarhlut kröfuhafa. Hvað varð úr þessi veit ég ekki. En hvað er að gerast í þessari ormagryfju veit ég náttúrlega ekki. Enda veit það líklega enginn nema þessi mjaltavél bankans sem engin mórall um gangsæi virðist ná yfir.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 13:44

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

"Slitabú bæði Kaupþings og Glitnis eru að miklu leyti í erlendri eigu..."

Þetta er rangt. Þau eru það ekki. Slitabúin, þ.e. hlutafélögin sem að þeim standa, eru ekki í erlendri eigu, einungis skuldir þeirra eru það.

"Þú getur ekki komið hér og sagt að Arion Banki og Íslandsbanki séu ekki í eigu útlendinga eða undnir stjórn (beinni sem óbeinni) útlendinga. Þetta er ekki neitt venjulegt eignarhald s.s. eins á á frjálsum markaði."

Jú ég get vel sagt þetta að þeir séu ekki í eigu útlendinga því þeir eru það ekki og aðrir verða þá að leiðrétta mig. Ég hef ekki rætt um hverjir stýra þessu aðilum heldur einungis bent á hverjir eiga þá.

Fáir halda því fram að bankinn, sem kröfuhafi, eigi húsið þeirra þó það sé með áhvílandi skuldir fjármagnaðar af banka.

Ástæða þess að ég nefni þetta er að við lok slitameðferðar fjármálafyrirtækis, eftir að nauðasamningar hafa náðst, á að skila félaginu aftur í eigu eigenda. Því er rétt að halda því á lofti hverjir eru raunverulegir eigendur hlutafélaganna sem í daglegu tali eru kölluð slitabú. Það eru ekki erlendir kröfuhafar heldur skráðir hluthafar eins og skráin stóð þegar FME tók yfir vald hluthafafundar, ásamt einhverju framsali hafi það átt sér stað eftir október 2008.

Náist ekki nauðasamningar fara félögin í hefðbundna gjaldþrotameðferð.

Munum að hluthafar eru líka kröfuhafar. Þeir eru þó aftast í kröfuröð.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.6.2015 kl. 13:50

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Erlingur. 

Það er ekki hægt að líka banka við óhreyfanlega fasteign (immovable asset = á frönsku immobilier) og sem því er mikilvægt skattaobjekt sem getur ekki flúið land.

Og alls ekki þegar um viðskipti á frjálsum markaði er að ræða (þeir erlendu aðilar sem t.d. kaupa skuldabréf á frjálsum markaði af íslenskum skuldabréfa-heildsölum sem snúa sér til hins frjálsa markaðs í gegnum kauphallir = sem þýðir  transparency (gagnsæi) og allir geta verið með).

En viðræðurnar við kommúnistaflokk Kína á síðasta ári sýna að útlendingar eru velkomnir að mjólkurspenanum í gengum þrotabúin sem eiga bankana. Restin um eignarhaldið er líklega gaz í Baugsstíl. Moldviðri sem ég trúi ekki. Fréttin um mjólkurkúnna uppi í norðrinu berst um heiminn eins og fiskisaga.

Í gær voru sétt ný lög í Belgíu um að skuldabréfaeigendur eins og þeir (vulture investors) sem keypu kröfunar af viðskiptavinum Steingríms J. á 3 prósent, geta aldrei löglega fengið meira fyrir kröfur sínar en það verð sem þeir keyptu þær á. Þetta er bein aðgerð gegn hrægammmasjóðum. Þetta á að vísu aðeins við um ríkisskuldabréf og verður örugglega fellt í Brussel undir ECJ. En hér er þó um aðgerð að ræða þar sem reynt er að hindra aðför svona hrægamma að þeim tökkum sem geta ýtt löndum út í ríkisgjaldþrot.

Egnir hinna þriggja föllnu banka voru 10 sinnum stærri en landsframleiðslan, svo hér er um einstakt hagsmunamál þjóðarinnar að ræða.

Útibú eru útibú.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 14:16

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessi nýu lög í Belgíu eru athyglisverð því þau eru sett í ljósi þess sem gerðist með nauðasamninga Argentínu við lánadrottna, þar sem 2 prósent kröfuhafa og sem eru hrægammasjóðir, komu í veg fyrir lokasátt í formi nauðasamninga. Belgar ætla greinilega ekki að lenda í þessu fari landið þeirra í þrot. 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 14:34

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í dag er Framsóknarflokkurinn með ágætis innlegg í umræðuna um stórkostlegar hættur þess að stór hluti bankakerfa smáríkja sé á erlendum höndum. Þetta eru orð að sönnu hjá Frosta og heilbrigð skynsemi: Lands­bank­inn verði sam­fé­lags­banki.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2015 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband