Mánudagur, 1. júní 2015
Telur að Ísland hafi aldrei verið umsóknarríki
Guðmundur Steingrímsson hefur talað (sjá krækju á frétt Mbl. neðst)
Tilvitnun:
- Ég lít svo á
- og mér finnst
- Kannski
- til dæmis
- myndi þá gera ráð fyrir
- Það getur vel verið
- bara Alþingi eða þjóðin
- Ég held
- en ég held
Tilvitnun lýkur.
En hér fyrir neðan og til tilbreytingar er viss staðreynd
Formáli
Forysta stjórnmálaflokksins Vinstri hreyfingin grænt framboð, gerðist eftir stórkostlegan kosningasigur flokksins í Alþingskosningunum í apríl 2009 umboðsmaður annarra en þeirra fjölda Íslendinga er veitt höfðu flokknum umboð sitt og brautargegni inn í ríkisstjórn lýðveldisins. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar Íslands leiddu flokkinn til sigurs í ofangreindum Alþingiskosningum þannig að úr varð stórsigur fyrir þann flokk
Í stjórnarmyndunarviðræðum er umboði kjósenda flokksins hins vegar að miklu leyti varpað fyrir róða í þessu örlagaríka máli og eins konar opinber skömm verður til og er látin ráða för við stjórnarmyndun og síðan málafærslu ríkisstjórnar Samfylkingar og VG um þetta mál
Þingmenn flokksins neyðast því næst til að gera sérstaklega grein fyrir umboðslausu já-atkvæði sínu er umsókninni inn í Evrópusambandið er við atkvæðagreiðslu þjösnað gegn umboði og sannfæringu þeirra í gegnum æðstu stofnun Lýðveldisins
Án þessara svika við kjósendur hefði umsóknin aldrei getað orðið til og hvað þá send af stað. Miklum meirihluta kjósenda var troðið á og máttur atkvæðis þeirra að engu gerður
Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekki umboð frá okkur Íslendingum og fyrir hönd Íslands til að senda umsókn þessa inn til Evrópusambandsins. Umsóknin er því opinber skömm. Þetta þolir Ísland ekki sem lýðræðisríki. Þetta varð að afmá með því að draga umsóknina til baka og fella hana alveg niður
Þjóðarvilji bar ekki umsóknina til Brussels. Í umsókninni hvíldi því ekki vilji íslenskrar þjóðar. Umsóknin var án umboðs. Ísland var aldrei umsóknarríki
Eftirmáli
a) Meirihluti alþingis ríkisstjónarflokkar Íslands sem er ríkisstjórnin (e. the Icelandic Republic Government) hefur nú dregið umsóknina til baka. Það ber að þakka. Málið er dautt
b) Ei er hægt að halda ofangreindu og nú afturkölluðu umsóknarferli áfram með einhvers konar þjóðaratkvæðagreiðslu um ofangreind umboðs- og kosningasvik. Í því myndi felast að bæta gráu ofan á svart. Hin opinbera skömm, sem umsóknin var, myndi við þann gjörning einungis verða stærri
Íslandi, mánudagur, 1. júní 2015
- Gunnar Rögnvaldsson
Fyrri færsla
Spurningatíminn: Helferð ESB gegn þjóðríkjum Evrópu
Telur Ísland enn umsóknarríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 118
- Frá upphafi: 1387401
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 81
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þjóðin var aldrei spurð, né heldur boðið að sína vilja sinn um það (í þjóðaratkvæðagreiðslu), hvort hún (þjóðin) vildi, eða vildi ekki, ganga inn í ESB. Þetta umsóknarbréf var því (samkvæmt mínu mati), klárlega brot á Íslendsku Stjórnarskránni, sem og brot á almennum lögum um fullveldi Íslands.
Því eins á Alþingi - (einnig, samkvæmt mínu mati) - að nálgast málið frá þeim sjónarhóli og draga umsóknina til baka þar sem ólöglega hafi verið að henni staðið. Og í framhaldi af því á svo ríkissaksóknari (og ef til vill fleiri) að fá málið til meðferðar og kanna hvort ástæða sé til frekari sakfellingar.
Nú langar mig að spyrja ef þetta bréf hljóðar svona. Er þá umsóknin ekki ólögleg og á ekki að fara þá sömu leið og Tryggvi leggur til að kæra þetta til saksóknara?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 17:12
Öndvert við Evrópusambandsþingið, Ásthildur, þá mega og geta þingmenn íslenska lýðveldisins á Alþingi Íslendinga bera fram sínar eigin þingsályktunartillögur sem umboðsmenn kjósenda sinna.
Þeir hafa sem sagt tillögurétt af því að þetta er landið okkar Íslendinga, en ekki land annarra kjósenda eða annarra landa skattgreiðenda.
Það er ekkert sem hindrar þá í að setja fram sínar tillögur um þetta mál, svo framarlega sem þeir ganga fyrirfram yfirlýstir fram samkvæmt umboði kjósenda sinna, því þetta er svo grunnleggjandi stór mál í sögu lýðveldisins, ólíkt mörgum öðrum minniháttar málum. Það umboð fengu þeir í síðustu kosningum, þú manst, þar sem yfirlýstum og leyndum ESB-flokkum var slátrað í versta kosningahruni nokkurs flokks í gjörvallri Evrópu.
Séu þeir ósáttir við ákvarðanir meirihluta ríkisstjórnar Íslands (meirihluta alþingis) þá geta þeir sett fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina (vantraust á meirihluta alþingis, sic), sé þeim svo annt um að sóa tíma þingsins og fjármunum skattgreiðenda enn frekar en stjórnarandstaðan hefur gert. Það er sem sagt ekkert sem lagalega bannar þeim það. Siðferði og samviska þeirra er svo annað mál.
Lögsókn (kæru) geta allir sett fram, sé hún tekin sem rétt og gild. Enginn bannar það. Við búum sem betur fer ennþá í frjálsu landi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2015 kl. 17:43
Takk fyrir þetta, mér finnst að það þurfi að taka þetta mál alla leið og eyða óvissu sem þetta mál hefur skapað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 17:59
Þú meinar lögsókn?
Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2015 kl. 18:03
Já ef ástæða þykir til. Ég hef ekki séð bréfið frá fyrrverandi ríkisstjórn, en sé það rétt sem þar stendur finnst mér ástæða til að skoða máli vel. Það kom fram í bók Margrétar Tryggvadóttur sem sat á alþingi þegar þetta átti sér stað að hún áleit að hér væri um könnunarviðræður að ræða en ekki beina umsókn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 18:34
Könnunarviðræður eru allt annar hlutur en umsókn um inngöngu og hafi utanríkisráðherra talað á einn veg og gert svo annað, má auðvitað velta vöngum yfir því hvort hann hafi yfirleitt haft umboð til að sækja um.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 18:36
Þakka þér Ásthildur.
Já þetta er skandall og ef til vill enn verra.
Umboð kjósenda var að minnsta kosti ekki fyrir hendi. Lýðveldið Ísland hefur því aldrei verið umsóknarríki.
Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2015 kl. 19:07
Þingmenn framsóknarmanna sem greiddu atkvæði með þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
Birkir Jón Jónsson, Guðmundur Steingrímsson og Siv Friðleifsdóttir.
Þingmenn vinstri grænna sem greiddu atkvæði með aðildarumsókninni:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Bjarkey Gunnarsdóttir (varamaður Björns Vals Gíslasonar), Katrín Jakobsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og Ögmundur Jónasson.
Einnig greiddu atkvæði með aðildarumsókninni, auk allra þingmanna Samfylkingarinnar, sjálfstæðismaðurinn Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Þráinn Bertelsson, þá utan þingflokka.
Sátu hjá:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 19:31
"Landsfundur Vinstri grænna tók ekki afstöðu til þess hvort leiða ætti málið til lykta í einni eða tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum, heldur var einungis lögð á það þung áhersla að þjóðin hefði úrslitavald."
Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 19:34
Hér á Íslandi er þingræði og enga þjóðaratkvæðagreiðslu þarf til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, enda sótti íslenska ríkið um aðild að sambandinu 16. júlí 2009.
Og í 48. grein íslensku stjórnarskrárinnar segir að þingmenn séu einungis bundnir af sannfæringu sinni.
Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu 16. júlí 2009
Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 20:11
Það kom fram í ágætri grein Rakelar Sigurgeirsdóttur að ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÞAÐ HVORT LANDSMENN VILJA INN Í ESB, VERÐUR AÐ FARA FRAM ÁÐUR EN VIÐRÆÐUR HEFJAST, AÐ ÖÐRUM KOSTI FÁ LANDSMENN EKKI AÐ KJÓSA UM AÐILD (INNLIMUN).
Jóhann Elíasson, 1.6.2015 kl. 20:11
Þjóðaratkvæðagreiðslur hér á Íslandi eru einungis ráðgefandi nema á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar:
"26. gr. [...] Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar og fær það þó engu að síður lagagildi en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi ef samþykkis er synjað en ella halda þau gildi sínu."
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 20:30
Eins og ég sagði Steini minn Briem:
Það er ekki hægt að gera út heilan ESB-andstöðuflokk í kosningabaráttu um setu og áhrif hans á löggjafarþingi Íslendinga um eitt mikilvægasta mál síðan 1944 —og sem gæti óafturkræft kostað lýðveldið okkar bæði fullveldið og sjálfstæðið— og svo bara að hafa hið veitta umboð kjósenda að engu og gera hið algerlega gagnstæða. Hafa það algerlega að vettugi. Ég sem hélt að fólk væri almennt lýðræðissinnar hér á landi. Það gengur ekki. Enda gekk það ekki.
Ég fylgdist með atkvæðagreiðslunni þar sem handjárnaðir þingmenn Vinstri grænna komu og grétu af kúgun í ræðustól sjálfs Alþingis Íslendinga á meðan þeir lýstu því yfir hversu mótfallnir þeir væru pyntingum þeim sem kúguðu út úr þeim já, algerlega þvert á samvisku og kosningaloforð þeirra. Þá ældi ég.
Og svo ofan í öll svikin að fyrirfram neita þjóðinni að koma beint að málunum ÁÐUR en helförin til Brussel hófst. Áður en svikin og útlygin umsóknin voru send af stað. En heimta svo nú að þjóðin kjósi um það vort að þjófnaður þeirra eigi að fá að halda áfram og þjóðsvikin að festa sig í sessi.
Hverslags hugsunarháttur er það eiginlega? Jú, ekkert annað en forherðing. Lögleiðing þjófnaðar.
Ekki er undarlegt að þessi ferð skyldi enda svona.
Og önnur umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur — ég endurtek; má aldrei aftur — koma á dagskrá hins háa Alþingis Íslendinga fyrr en að einlægur 75 prósenta meiri-hluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað inn í Evrópusambandið og þar með í skrefum lagt niður. Þetta mál er þess eðlis. Ekkert þessu minna er hægt að sættast á.
Sterk rök og hjartahreinar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2015 kl. 20:46
Þjóðarvilji bar ekki umsóknina til Brussels. Í umsókninni hvíldi því ekki vilji íslenskrar þjóðar. Umsóknin var án umboðs. Ísland var aldrei umsóknarríki
Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2015 kl. 21:10
Steingrímur J. Sigfússon þegar Alþingi samþykkti þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:
"Við greiðum atkvæði um það hér á eftir hvort rétt sé eftir sem áður að láta reyna á í viðræðum hvers konar samningi sé hægt að ná til þess að þjóðin geti að því loknu hafnað honum eða samþykkt hann komi til niðurstöðu," sagði Steingrímur.
Hann sagði að þingmenn Vinstri grænna væri bundnir af engu öðru en sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslunni og bætti við: "Hvorutveggja afstaðan: að vera með því eða á móti, er vel samrýmanleg stefnu flokksins."
Ríkisstjórninni falið að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 21:20
Katrín Jakobsdóttir 21.4.2009: Leysa þarf málið með þjóðaratkvæðagreiðslu og gallar eru á tvöföldu aðferðinni
Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 21:24
"Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:
"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."
Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:
"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."
Og daginn eftir á Stöð 2:
"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."
Þorsteinn Briem, 1.6.2015 kl. 21:31
Steingrímur Sigfússon stýrir ekki aðlögunarviðræðum (upptökuskilyrðum) Evrópusambandsins (Aquis),Þorsteinn minn Briem. Það gerir ESB.
Upplýsingar um þær hafa legið fyrir síðan 2004 og hann allra manna átti að vita hvað bara umsóknin ein og sér myndi bera í sér. Hún þýddi að Ísland þarf að verða orðið Evrópusambandsland áður en það er formlega samþykkt sem slíkt og áður en þjóðin er spurð eins né neins. Sem í þessu tilfelli nálgast landráð, því umsóknin var í fyrsta lagi umboðslaus og í örðu var Alþingi afvegaleitt með fölskum upplýsingum um einmitt eðli umsóknarinnar. Samfylkingin og Vinstri grænir stóðu fyrir því. Þess vegna verður ný umsókn aldrei aftur send inn án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Steingrímur J. Sigfússon er ómarktækur í þessu máli og hann hafði ekkert umboð frá kjósendum til að gera það sem hann gerði. Hann er einungis samviskulaus kosningasvikari.
"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan - þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu." - stendur í kosningaprógrammi Sjálfstæðisflokksins.
Þorsteinn minn Briem - ekkert er til sem heitir "aðildarviðræður". Það er ekki boðið upp á neitt slíkt. Þetta orðskrípi ætti því ekki að tengja við þetta mál. Það eina sem er í boði er Aquis - að gera Ísland að Evrópusambandsríki áður en það yrði formlega innlimað með undirskriftum erlendra ráðherra. Þetta ættu allir stjórnmálamenn að vita. Til þess fá þeir launin sín. Þeir eiga að hætta að ljúga þessu að almenningi. Þetta var því engin smá glæpaaðför gegn þjóðinni þessi umsókn eins og hún var kynnt og matreidd hér heima.
Ég hugsa að þetta sé nú orðið nokkuð ljóst fyrir jafnvel formanni Sjálfstæðisflokksins. En lengi hefur þetta verið að físa inn hjá þeim, það verð ég að segja. Lengi tókst að slá þessu ryki í augu almennings.
Svo kæru stjórnmálamenn. Hættið þessum lygum um "aðildarviðræður". Þær eru ekki til.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2015 kl. 22:01
Myndband:
Steingrímur J. Sigfússon tjáir sig í DDRÚV um hugsanlega umsókn Íslands inn í Evrópusambandið daginn fyrir kosningar 2009.
YouTube - myndband
Texti - skilaboð Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna til kjósenda, daginn fyrir kjördag:
Sigmar Guðmundsson: „Kemur það til greina Steingrímur bara svo ég spyrji þig – bíddu Ástþór – kemur það til greina að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar …“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „… vegna þess að þannig hefur samfylkingarfólkið talað.“
Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „Að þetta byrji í sumar?“ Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „Hvenær getur þetta byrjað?“ Steingrímur J. Sigfússon: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks. Og þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræður gagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokksráði Vinstri grænna. Þannig að slíkt er ekki í boði.“
Sjá bloggfærslu Halldórs Jónssonar: Ferill aðildarumsóknarinnar
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.6.2015 kl. 22:21
Tek hér undir með Gunnari Það var ekki boðið upp á aðildarviðræður heldur einungis aðlögun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2015 kl. 22:21
FLOTTUR, Gunnar, öflugur pistill hjá þér og trúverðug þín svör öll.
Jón Valur Jensson, 1.6.2015 kl. 23:40
2013 var þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu Króata í ESB, sú innganga var samþykkt með naumum meirihluta. Getur einhver komið með nógu afbakaða skýringu á því, um hvað Króatar voru að kjósa? annað en um inngögu í ESB.
Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 06:42
Þakka ykkur öll og þér Jón Valur fyrir góða kveðju
Varðandi Króatíu Jónas:
Kosningabúr Evrópusambandsins eru og hafa alltaf verið innréttuð sem pyntingaklefar gegn lýðræði og frelsi. Um tíma leit út fyrir að það kæmi nei út úr meirihluta þess minnihluta Króata sem töldu það ómaksins vert að mæta á kjörstað í svo kölluðu "þjóðaratkvæði" Króatíu um ESB-innlimun landsins sunnudaginn 22. janúar 2012.
Þetta voru ekki góðar fréttir fyrir boðbera sovétlýðræðis Evrópusambandsins. Viðbrögð ESB-sinnaðrar ríkisstjórnar Króatíu eftir kennslustund í Brussels voru því þau, að segja og gefa í skyn að kosið yrði þá bara aftur um sama hlutinn.
Afleiðingin í praxís varð sú að tilgangslaust var fyrir Króata að mæta á kjörstað og greiða Moskvuatkvæði um það sem hvort sem er aldrei var í boðinu. Því réðu 28 prósent þjóðarinnar örlögum landsins í þessum Moskvukosningum Evrópusambandsins vegna þess að aðeins 44 af hverjum 100 kjósendum greiddu atkvæði. Sem sagt, ESB sigur: Aðeins 28 prósent kjósenda réðu örlögum Króatíu í þessari "þjóðaratkvæðagreiðslu".
Um það bil 84 prósent Króata tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Króatíu frá Júgóslavíu árið 1992.
Þeir sem létu ekki kaupa sig með Brusselgulli ESB í aðdraganda kosninganna sögðu að ESB-aðild landsins væri ólögleg og að þeir munu aldrei viðurkenna hana. Fræjum ófriðar er hér með sáð.
Þarna datt 28. ríkið ofan í bakpoka Brussels. Gegn vilja þjóðarinnar. Brussel fagnaði og taldi þessa skrumskælingu merkan áfanga í samruna Evrópu. Þetta eru hin vel þekktu og gömlu hlandgulu stjörnuvörumerki Össurar, Steingríms J. og Jóhönnun veruleikans. Króatar eru hér með upplýstir. Og nú verður aldrei kosið aftur.
Örstuttur tími lýðræðis sem stjórnarformi á meginlandi Evrópu er útrunninn. Evrópusambandið er nú megindrifkraftur öfgasinnaðrar þróunar í löndum meginlandsins á ný. Stjórnmál þess hafa verið þjóðnýtt.
Hér er fagnaðarskilti ESB vegna sigursins í Króatíu:
ESB-skilti: Sigurskilti ESB lýðræðisins
Frá árinu 2007 til 2018 hefur atvinnuleysi í Króatíu ESB-aðlagast frá 12 prósentum og upp í full 18 prósent.
Spilling í Króatíu er talin vera minni en á ESB-Ítalíu sem er stofnandi Evrópusambandsins og hefur verið í sambandinu í samfellt 55 ár -og enn minni en í ESB-Grikklandi sem hefur verið 30 ár í Evrópusambandinu og er því á leið í ríkisgjaldþrot- ofg minni en í ESB-Slóvakíu sem hefur verið 8 ár í Evrópusambandinu og er að kafna — og jafnvel enn minni en í ESB-Rúmeníu.
Spilling, óréttlæti, einræði, ánauð, fátækt, atvinnuleysi og glæpir í opinberri stjórnsýlsu sem og öllu samfélagi Króata, mun því aukast hratt við að land þeirra hefur nú verið innlimað í Evrópuspillingarsambandið ESB - sem enginn kaus og er efnahagslegt öryrkjabandalg Evrópu með 10 af Sovétríkjunum innanborðs.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2015 kl. 09:53
Þess ber að geta í þessu samhengi að sitji maður ESB-megin við borðið, að þá skipta þjóðaratkvæðagreiðslur Evrópusambandið engu máli.
Það er aðeins ríkisstjórnin í aðildar eða umsóknarlandinu sem er hinn ábyrgi og stjórnandi aðili gagnvart ESB. Segi ríkisstjórnin að til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla sé til dæmis ekki bindandi, eða aðeins til "heimabrúks", að þá gildir það sem ríkisstjórnin segir.
Ríkisstjórnin er hið pólítska yfirvald gagnvart umheiminum.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2015 kl. 10:21
Bara þannig að það sé á hreinu, þá er kjörsókn í þessum löndum á Balkan og allt austur til Rúmeníu/Búlgaríu jafnan á bilinu 40-45%. Einhverjar útópískar greiningar af þinni hálfu, lýsa einfaldlega vanþekkingu. En spillingin er inngróin á nefndum svæðum, það vita allir, ekki síður en á Íslandi.
Jónas Ómar Snorrason, 2.6.2015 kl. 17:00
Þakka þér Jónas
Já það er alveg rétt hjá þér að það er útópía að hugsa sér að lýðræði sem stjórnarform eigi upp á pallborðið í Austur-Evrópu og meira að segja í Mið-Evrópu líka.
Aðeins 30-50% prósent kjósenda aðhyllast lýðræði sem stjórnarform í þessum löndum Evrópusambandsins sem eru mörg. Og í Þýskalandi aðhyllast aðeins 70 prósent kjósenda lýðræði sem stjórnarform. Enda hefur Þýskaland aldrei verið lýðræðisríki og aðeins haft þetta stjórnarform í stuttan tíma og mest til að blekkja umheiminn sem lið í að bæta samkeppnisaðstöðu iðnaðarins í stálfátæktarevrunni.
Og um það bil 75 prósent allra kjósenda í Danmörku eru á framfærslu hins opinbera að fullu leyti, eða að hluta til eða eru opinberir starfsmenn. Hver kýs undan sér kassann? Þrífst virkt lýðræði í svona samfélagi? Auðvitað ekki.
Þetta er jú Evrópusambandið.
En um það bil 84 prósent Króata tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Króatíu frá Júgóslavíu árið 1992. Svo innlimun landsins í ESB má kallast andlýðræðislegur gjörningur og fræjum ófriðar hefur verið vel sáð. Þetta er jú Evrópusambandið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2015 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.