Leita í fréttum mbl.is

Spurningatíminn: Helferð ESB gegn þjóðríkjum Evrópu

Að gefnu tilefni:

Í athugasemd við bloggpistil minn í gær varpaði Ómar Ragnarsson þessum spurningum til mín.

Eftirfarandi er svar mitt við spurningum Ómars. Það á einnig erindi við alla aðdáendur ESB helferðarinnar gegn þjóðríkjum Evrópu og sem næstum allir eru sósíalistar.

Þakka þér innlitið og skrif Ómar

Nasisminn var og er sósíalismi. Bæði kommúnismi og nasismi eru sósíalismi. Og þessi stjórnmálastefna- og pólitíska hreyfing hatar þjóðríkið (Nation State) sem verandi sú fremsta manngæskuberandi stofnun veraldarsögunnar sem hún er og hefur staðið mannkyninu til boða

Alveg sérstaklega er þjóðríkið sem stofnun hatað af sósíalistum vegna þess að koncept þjóðríkisins kemur úr Gamla testamentinu; Biblíunni okkar

Þetta sést einnig ágætlega á sósíalistunum hér á Íslandi sem alltaf hafa hatað þjóðríkið sem manngæskuberandi stofnun

Fremst á dagskrá morðóðrar sósíalistískrar ríkisstjórnar Adolfs Hitlers var að útrýma þjóðríkjunum og að bakka Þýskalandi burt af leið þess inn í þjóðríkið og aftur út í heimsveldið (Imperial State). Svipað má segja um morðóða sósíalistana í Kreml. Þeir hötuðu einnig þjóðríkið

Og já, Helförin var sósíalista-skipulagt morð á heilli varnarlausri þjóð og hún er sönnun þess hvað verður um þjóðir án ríkis. Þjóðir án heimils

Hefði hið sósíalisíska morðgengi Nasista sigrað í styrjöld þess gegn frelsi mannanna, þá hefði ríki þeirra orðið nákvæmlega eins og Austur-Þýskaland kommúnistanna varð. Terrorríki. Svona er sósíalisminn

Það er skrautlegt og ber vitneskju um naivisma að þú skulir halda því fram að þjóð-kjörin stjórnmálaöfl í löndum Evrópusambandsins séu og sitji þar við einhver völd. Það gera þau ekki. Það er Evrópusambandið sem situr þar við völd

Um lítið sem ekkert er að kjósa af því sem svo miklu máli skiptir í tilveru þjóðanna í ESB. Flest hefur verið tekið frá þeim og flutt yfir til ókjörins Evrópusambands sem varð sjálfstætt yfirríki yfir aðildarlöndunum frá og með 1. nóvember 1993. Markmið Evrópusambandsins er að útrýma þjóðríkjunum. Hinn sami sósíalistíski draumur eins og áður er um getið

Til að ESB geti loksins komið út úr skápnum sem fullvalda einræðisríki og heimsveldi með gervilýðræði, þá er eins og er, stanslaust verið að dæla fullveldinu hægt og rólega úr aðildarríkjunum og yfir í yfirríki Evrópusambandsins, sem þá verður bæði fullvalda OG sjálfstætt ríki

Já, segja má að Finnland, Svíþjóð og Danmörk séu í rústum. Framtíðin og sjálfsákvörðunarrétturinn hefur verið tekinn frá þeim. Þau eru tæmd undir-ríki. Enda sést það langt að

Ef fólkið hefði vitað hvernig Evrópusambandið yrði árið 2015, þá hefði ekkert þessara þriggja ríkja gengið í þetta yfirríki ESB. Ekkert þessara ríkja hefði gengið í Evrópusambandið í dag, væri verið að kjósa um það núna og væri fólki sagt hvernig ESB í raun er innréttað

Þetta sést ákaflega vel hér heima, þar sem t.d. þú veist of lítið og jafnvel ekkert um ESB. En væri þér hins vegar sagður sannleikurinn um ESB, þá myndir þú neita að trúa honum eins og aðrir ESB-trúandi sósíalistar

Og svo til að kóróna kransakökuna  þá hefur þetta ógeð stofnað sovéskt þing sem kallast Evrópuþingið. Þar sitja 75 prósent sósíalistar sem gúmmístimplar framkvæmdastjórnarinnar sem er hroðalegt gengi, og þar sem sjálfur formaður framkvæmdastjórnarinnar er yfirlýstur atvinnumaður í lygum og falsi

Evrusvæði ESB er nú versta efnahagssvæði veraldar. Og öll framtíð Evrópusambandsins er svo kolsvört að segja má að þar sé engin framtíð og enn fremur, að engin viðreisn geti átt sér þar stað. ESB er komið beyond point of return og ekkert mun geta bjargað því

Kveðjur

 

Fyrri færsla

Ísland af lista yfir umsóknarríki að ragnarökum Evrópu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira ruglið. Mér liggur við að skrifa ruglið með K-i: ruklið!

sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 17:04

2 Smámynd: Ólafur Als

Sterkt að orði komist. Merkilegt hve margir kannast ekki við sósíalíska vegferð nasismans (national socialismus) eða fasismans. Frelsisunnandi einstaklingar sjá þetta berlega. Einnig lýðræðisunnendur um ESB.

Ólafur Als, 31.5.2015 kl. 17:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo lengi sem tjáning manna er skilin,skipta stafa(rit)villur engu máli. Sagan talar sínu máli og hún er kolbikuð af nazista óþverra og skal verjast af öllu afli,að það skjóti ekki rótum heimafyrir. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2015 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband