Leita í fréttum mbl.is

Deutsche Bank féll á álagsprófi

Bankastarfsemi Deutsche Bank í Bandaríkjunum stóðst ekki álagspróf FED þjóðríkisseðlabanka Bandaríkjanna. En þar hefur seðlabankinn fulla lýðræðislega lögmæta lögsögu yfir öllum bönkum og einnig yfir öllu peningakerfinu sem bankarnir í landinu starfa í. Seðlabankinn starfar í umboði fólksins sem byggir þjóðríkið Bandaríki Norður-Ameríku

Þetta er í fyrsta skiptið sem þýski Deutsche Bank er settur í álagspróf í Bandaríkjunum. Spænski Bank Santander féll hins vegar á álagsprófi FED í annað skiptið í röð

Þetta lokar á að þessir bankar geti flutt fjármagn (t.d. hagnað) frá Bandaríkjunum yfir til móðurfélaga sinna erlendis. Móðurfélag beggja þessara prófföllnu banka eiga heima í hinu heimilislausa evrupeningakerfi Evrópusambandsins sem er án sameiginlegs skattgreiðanda, lýðræðislegs umboðs og lögmætis, og hvers fjármálageiri er tvisvar sinnum stærri miðað við landsframleiðslu en fjármálageirinn í þjóðríki Bandaríkja Norður-Ameríku er

Þýska bankakerfið er þess utan þekkt fyrir gegndarlaust háa uppgírun eiginfjár (leverage). Þar marrar komandi krísa í hinum ríkisrekna og stjórnmálamannaknúna hluta þess, sem er stór, en þó ekki miðað við það sem koma mun frá hinum einkarekna hluta þess, er fram líða friðarstundir Evrópusambandsins. Fitch lækkaði lánshæfnismatið á Dusseldorfer Hypothekenbank niður í ruslflokk í gær, en hann tengist vopnasala-vinvæddum Hypo Alpe Adria bankanum í Austurríki, sem lesa má um í athugasemdum mínum frá 4. mars, hér - ásamt auðvitað stjórnmálamanna-knúnum Landesbanken LB. Við skulum ekki enn minnast á 416 þýskar bæjarútgerðir Sparkassen, sem friðarbandalagsfaðmar svo ákaft hina þýsku Landesbank

Samkvæmt áliti Financial Times er þetta til marks um hert viðhorf gagnvart erlendum bönkum í Bandaríkjunum, sem í krísum eru aðnjótandi þess að sitja við sama borð og þeir bandarísku. Seðlabankinn sýnir hér með að hann hefur sérstakar áhyggjur af hinum evrópsku erlendu

Allir bandarískir bankar sem prófaðir voru stóðust, en Bank of America þó með athugasemdum um úrbætur er varða matsaðferðir bankans á töpum og tekjum

Fyrri færsla

Þjóðverjar heimta að Schengen verði lokað


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Gunnar

Mér þykir leitt að þurfa að leiðrétta þig, en Seðlabanki Bandaríkjanna (FED) er ekki í eigu Bandaríska ríkisins og þingið hefur ekkert um það að segja hverjir eru valdir í stjórn bankans.  Þó svo að Bandaríkjaforseti "tilnefni" bankastjóra hjá "the FED" þá er það bara formsatriði, hann ræður engu þar um.  Þannig að Bandarískir kjósendur og/eða fulltrúar þeirra hafa ekkert með Seðlabankann að gera og geta.

Ég læt eina vefslóð að grein í Global Research sem heitir: "Who Owns The Federal Reserve?" en fleiri greinar eru til um þetta efni.

http://www.globalresearch.ca/who-owns-the-federal-reserve/10489

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.3.2015 kl. 17:01

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Tómas

Enginn á seðlabanka Bandaríkjanna. Hann á sig sjálfur. Og hann starfar í umboði bandarísku þjóðarinnar og eingöngu í umboði hennar og fyrir hana. Hann sækir sem sagt umboð sitt til þjóðarinnar. Meðal annars þess vegna er seðlabankastjórinn með reglulegu millibili og fyrir opnum tjöldum yfirheyrður í bandaríska þinginu.

Sjálft rekstrarfélag bandaríska seðlabankans er ekki það sama og seðlabankinn sjálfur. Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga, sem dæmi, er heldur ekki sjálf ríkisstjórnin, bara svo það sé á hreinu.

Það er enginn skortur á þvaðri sem skrifað hefur verið um seðlabanka Bandaríkjanna og það sama gildir að vissu marki um seðlabanka Íslands.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.3.2015 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband