Leita í fréttum mbl.is

Sósíalistar nasismans og Evrópusambandsins

Washington 1. desember 1862
Abraham Lincoln um Bandaríki Norður-Ameríku
the last best hope of earth

Nasisminn var og er ennþá Guðlaus stjórnmálahreyfing sósíalista. Sósíalistar nasismans stóðu fyrir þjóðnýtingu á fólkinu í þágu andþjóðríkislegs málstaðar, kúgunar einstaklingsins og heimsvaldastefnu. Sósíalismi nasista var nokkuð öflugri í praxís en Guðlaus sósíalismi kommúnista Sovétríkjanna, sem fór þá óskilvirkari leið, að þjóðnýta fyrst og fremst öll atvinnutæki, atvinnutækifæri, atvinnulíf og næstum því allt fjármagn í þágu sama málstaðar, sem var sá að leysa þjóðríki upp, kúga einstaklinginn og skapa heimsveldi (imperial state) og að lokum heimsyfirráð

Markmið sósíalista nasismans var að bakka Þýskalandi út úr leið þess inn í lýðveldi og lýðræði (Weimar) og aka því aftur inn í heimsveldið sem prinsinn Bismarck stofnaði í þeim eina tilgangi að bæta samkeppnisaðstöðu þess og einskis annars (álíka og er stofntilgangurinn með Evrópusambandinu í dag)

Markmið nasista var að leysa þjóðríkin upp og að þurrka út og útrýma því súrefni sem manngæskuberandi þjóðríki verða að anda að sér til að þrífast. Kæfa þjóðfrelsisöfl, sem einnig var sú stefna sem sósíalistar Sovétríkjanna viðhöfðu.

Hið áhrifaríka koncept sem af nasistum var nefnt Totale Krieg (allsherjar-styrjöld), fól í sér að allt fólk og allt sem í því bjó var notað í þágu styrjaldar sem átti að tryggja framgang og sigur málstaðarins. Karlar, konur, börn og gamalmenni voru þjóðnýtt í þágu baráttu valdaklíku fyrir sósíalisma nasista. Og sem leiddi til þess að rústa þurfti imperial-ríki þessa fyrirbæris af Bandamönnum til að kalla fram algera uppgjöf og frið á meginlandinu, eins og varð raunin með hrikalegum afleiddum hörmungum. Nasistar fórnuðu þjóðnýttu fólkinu eins og reyndar var einnig í skelfilegum mæli gert í Sovétríkjunum

Bandaríki Norður-Ameríku skópu svo skilyrðin fyrir friði og farsæld á meginlandinu. Þau gættu hans og vörðuðu aðgengi útflutnings og viðskipta frá meginlandi Evrópu út í hinn stóra heim. Þessa varðstöðu hefur þjóðríkið Bandaríkin staðið eitt í samfellt 70 ár

Nasismi sósíalista stóð einnig fyrir aftökum á svo kölluðum aðli (aristokrati). Hann var tekinn af lífi hvar sem hann spyrnti við fótum gegn sósíalisma nasista

Hefðu sósíalistar nasismans unnið styrjöldina hefði heimsveldi þeirra orðið svipað og Austur-Þýskaland og Sovétríkin voru undir sósíalisma kommúnista eftir stríðið. Ungliðahreyfingin Hitlerjugend hefði þá bara heitið Freie Deutsche Jugend-FDJ eins og hún hét í hinu þýska sósíalistaríki kommúnista

Eftir styrjöld sósíalisma nasista gegn mannkyninu komust sósíalistar nasismans til valda í báðum hinum aðskildu stubbum Þriðja ríkisins í öskubakka meginlands Evrópu. Bernhard Benning komst til dæmis fyrst til valda í Bank deutscher Länder og síðan í seðlabanka Vestur-Þýskalands, Bundesbank, sem pólitíkst iðkandi er fyrirsætan á málverkinu af ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Þar sat Benning í Directorate Bundesbankans fram til 1972, eða þar til að seðlabankastjórn Helmuts Schlesinger yfirtók myntbandalagsteikningar hans frá 1941, svo þær mættu á sem hagkvæmastan hátt nýtast komandi nýjum peningayfirvöldum yfir meginlandi Evrópu undir Evrópusambandinu, sem fullherti þær frá og með 1993, eftir aðdraganda er nefnist ERM

Þetta sannreyndist svo sem verandi mjög hagkvæmt, því að X-énarque elítuliði Frakkalands fannst —og finnst enn— að herseta nasista ofan á Frakklandi færi betur með landið og félli betur að hugmyndum þeirra um tæknilega þaulskipulagt einræði, en hið subbulega óskipulagða engilsaxneska lýðræði og (disorderly) kapítalismi að Vestan

Í Austur-Þýskalandi varð hinn fyrrverandi nasisti en ávallt sósíalisti Hans Bentzien menningarmálaráðherra Austur-Þýskalands á sjöunda áratug síðustu aldar og jafnframt sá síðasti sem gegndi embætti útvarpsstjóra Austur-Þýska ríkisútvarpsins á árunum 1989 til 1990 (Rundfunk der DDR)

Eftir styrjöldina héldu um tíma sumir áttavilltir hægri menn að Evrópusambandið væri það sem utan á því stóð, en svo reyndist eðlilega ekki vera. Evrópusambandið, þegar til kasta þess kom, reyndist fyrst og fremst vera skjaldborg evrópskra sósíalista. Massíft innflæði sósíalista kommúnismans er Berlínarmúr þeirra féll yfir Vestur-Evrópu, styrkti hinn sósíalistíska alræðislega grunn og virki Evrópusambandsins mjög svo. En það er einmitt það sem sambandið fyrst og fremst er í dag og sést það vel á því; það er ný skjaldborg sósíalista og þess vegna aðhyllast íslenskir sósíalistar sambandið svona krónískt í dag. Og efst á dagskrá sósíalista Evrópusambandsins er, eins og áður, að leysa þjóðríkin upp

Það kemur fyrir að menn láti um um stund afvegaleiða sig, alveg eins og þegar ég svo hörmulega óskaði Vinstri grænum til hamingju með kosningasigurinn vorið 2009. En þar —með mjög ákveðnu kosningaprógrammi og loforðum— sóttust þeir eftir og fengu skuldbindandi umboð frá kjósendum íslenska Lýðveldisins. Þá hljóp ég á mig. Ég kaus þá ekki, en asnaðist til að óska þeim til hamingju með kosningasigurinn og bað þá í góðri trú um að fara vel með völdin. Sem þeir gerðu ekki, heldur notuðu þeir þau til að nauðga kjósendum og brenna með fyrirlitningu á báli það umboð frá kjósendum sem þeir áttu að fara með og gæta. Eins og kunnugt er þá sækja þingmenn umboð sitt til kjósenda. Það eru ekki kjósendur sem sækja lýðræðið til þingmanna

Evrópusambandið er bæði Guðlaust, andlýðræðislegt og andþjóðríkislegt með imperial metnað. Og það er að lagalegum grunni alræðislegt fyrirbæri. Þar er einnig þjóðnýtt í þágu ákveðins málstaðar, sem er Evrópusamruninn. Sjálf stjórnmálin í Evrópusambandinu hafa jafnvel verið þjóðnýtt. Lagaleg heimspeki og stjórnarskrá Evrópusambandsins líkjast lagalegri heimspeki, dómstólum og stjórnarskrá Sovétríkjanna, þar sem aðeins kommúnismi sósíalista var leyfður sem lífsmáti innan landamæra ríkisins. Í Evrópusambandinu er það hins vegar aðeins Evrópusamruninn sem leyfður er sem lífsmáti innan landamæra sambandsins. Hann byggir á "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu" og sem er undirstaða allra sáttmála, dómstóla og lagabálka sambandsins. Lengra nær hinn tilvistarlegi heimspekigrundvöllur Evrópusambandsins ekki. Þetta er totalitarian koncept

Til að skilja aðeins betur sósíalisma nasista er ágætt að lesa pólitíska greiningu Stebastian Haffner (þ. Anmerkungen zu Hitler d. Hitler - en politisk analyse) sem kom út frá Ny Nordisk Forlag Arnold Busck A/S árið 1979 í Danmörku og árinu áður í Þýskalandi. Greiningin er talin sú besta og sönnust. Gömul dönsk kona, vinkona, sem áratugum saman hafði búið og starfað  í Vestur-Þýskalandi, færði mér árið 2003 þessa, að því er virðist, sjaldgæfu bók að gjöf. Hún er ekki löng, bókin, þrátt fyrir löngusöguvillu svo margra í dag

Fyrri færsla

Bíddu, er þetta ekki sjálfur áður-utanríkisráðherrann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar B Jakobsson

Sebastian Haffner (Raimund Pretzel)var þýzkur fréttamaður af guðs náð og djúpsær höfundur bóka um stjórnmál á þýzkum áhrifasvæðum.

Hann var af rótgrónum íhaldsættum (í bezta skilningi þess orðs)og sá hörmungar nazistastefnunar fyrir, enda starfaði hann á stríðsárunum í Englandi.

Steinar B Jakobsson, 6.3.2015 kl. 22:11

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Steinar.

Já mikið rétt. Og bók hans er skrifuð án fordóma og ölvunar, sem frekar erfitt er að finna slík dæmi um þegar þessi mál eru skoðuð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.3.2015 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband