Laugardagur, 14. febrúar 2015
Dresden 1945: frekar hráslagaleg söguskoðun, þykir mér
Frekar undarleg þykir mér þessi bloggfærsla hins ágæta höfundar um loftárásirnar á Dresden þessa dagana árið 1945, þ.e. þann 13. til 15. febrúar það ár. Færslan er í sjálfu sér ekki slæm, en ýmislegt vantar. Því get ég ekki látið eftirfarandi skrif mín vera. Athugasemdirnar eru sumar, því miður athyglisverðar í ljósi töluverðs gamaldags og undarlegs Þýskalandsáhuga hérlendis. Þar á ég bæði við Vestur- og Austur-Þýskalönd þá og nú
Þann 5. febrúar 1945, á Möltu-ráðstefnu Bandamanna, héldu herforingjar fund. Sovéski herinn sagði að herdeildir Nasista-Þýskalands væru að flytja sig í gegnum Nasista-hernumda Evrópu Þjóðverja og handlangara þeirra til Austur-vígstöðvanna, og notuðu þeir til þeirra flutninga samgönguvegamót og samskiptamiðstöðvar borganna; Berlínar og Leipzig og Dresden. Sovéski herinn krafðist að Bretar og Bandaríkjamenn hæfu massífar loftárásir á þessi vegamót flutninga og samskipta. Mannfall Rauða hersins í styrjöldinni var þá orðið algerlega skelfilega óásættanlegt. Einnig hefur ef til vill og vonandi skipt máli að þurrka sem mest út af járnbrautaneti Þýskalands, því að á aðeins átta vikum höfðu Þjóðverjar flutt 425.000 Gyðinga á þessu járnbrautaneti til slátrunar í útrýmingarbúðum Þjóðverja, sem lágu út um gjörvallt yfirráðasvæði þeirra. Þær milljónir og aftur milljónir Gyðinga sem slátrað var af Þjóðverjum, voru fluttir í gripavögnum Deutsche Bahn (DB) ríkisjárnbrauta þessara í gegnum oft prúðbúnar og ný-fánum klæddar borgir Þýskalands
Deutsche Bahn þjónar í dag Þýskalandi dyggilega og er ennþá í eigu ríkisins. Án þeirra hefðu stóriðnaðarmorð þýska ríkisins á milljónum og aftur milljónum Gyðinga ekki getað gengið eins hratt og snurðulaust fyrir sig og þau gerðu. Enginn vann við Deutsche Bahn, að sögn þýsku þjóðarinnar eftir stríðið. En í dag vinna þar allt í einu um 300 þúsund manns
Þýskaland má líklega ennþá þakka fyrir að hafa ekki að hluta til verið þurrkað út af landakortinu. Berlín má sennilega enn þann dag í dag þakka fyrir að hafa ekki verið jöfnuð algerlega við jörðu
Adolf Hitler var kosinn til valda af Þjóðverjum. Einn versti aðskilnaður ríkis frá hinu æðra umboði varð þegar Hitler fékk umboð sitt frá þinginu e. the Enabling Act of 1933 til að troða universal boðskap Ritninganna niður í sömu ruslatunnur og Stalín hafði þá þegar yfirfyllt í gervöllum Sovétríkjunum, með þeim endalokum sem svo urðu. Það voru Ritningarnar sem gáfu manninum hið takmarkaða ríkisvald, en ekki öfugt. Enda var nasisminn svo dæmdur til dauða í Nuremberg, fyrst og fremst samkvæmt brotum gegn Ritningunum þ.e.a.s hinu æðra og universala umboði
Loftárásirnar á Dresden voru gerðar á síðustu mánuðum styrjaldarinnar, sem enginn vissi þá hvenær myndi enda. Tækninni og getu hennar, miðað við upphafsár styrjaldarinnar, hafði þá fleygt verulega fram, enda var þörfin á þeim framförum algerlega lífsnauðsynlega knýjandi. Nasista-Þýskaland var þekkt fyrir að notafæra sér út í ystu æsar hina allra nýjustu tækni á hverjum tímapunkti styrjaldarinnar. Hefði Nasista-Þýskaland ráðið yfir þeirri tækni sem beitt var á Dresedn, þá hefðu þeir notað hana á almenna borgara Bretlands og hernumdu ríkjanna frá 1939 og jafnvel fyrr. Hefði Nasista-Þýskaland ráðið yfir kjarnorkusprengjum, þá hefðu þeir notað þær á almenna borgara Bretlands, Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og hin hernumdu lönd um leið og sú tækni hefði verið af þeim tilbúin til notkunar. Enginn minnsti vafi er á því. Þeir hefðu alltaf notað alla fáanlega tækni á hverjum tímapunkti til slátrunar á óbreyttum borgurum hvar sem þeir hefðu náð að koma henni við. Og Bandamenn vissu aldrei á neinum tímapunkti styrjaldarinnar um hvaða horror-tækni þeir áttu von á að standa augliti til auglitis við frá hendi Nasista-Þýskalands. Það er óumdeilanlegt
Eftir-stríðs söngurinn um Dresden er aðeins sorgleg tilraun til hráslagalegrar söguendurskoðunar á því sem var óumdeilanlega eitt það ömurlegasta sem Bandamenn neyddust til að gera til að binda enda á horror sósíalismans. Bæði nasismi og kommúnismi eru sósíalismi
Þýskaland dagsins í dag hefur lítið sem ekkert með þessa atburði að gera, að minnsta kosti enn sem komið er. Það fólk sem byggir Þýskaland í dag er ekki það fólk sem stóð undir sprengjuregninu yfir Dresden og það fólk er heldur ekki það fólk sem stóð fyrir þörfinni á að þetta var gert. Það er ekki við það að sakast. Hugtakið "þjóðareign" er hvorki eins sterkt né endingardrjúgt og sumir nytsamir sakleysingjar halda bláeygðir fram í dag. Þær kröfur sem heyrst hafa frá Grikklandi í dag um stríðsskaðabætur frá því þá, eru óréttmætur fáránleiki. Þýskaland þá, er ekki Þýskaland dagsins í dag. Að minnsta kosti ekki enn sem komið er, eins og stendur. En það vekur þó óneitanlega skuggalega athygli að ný-fánum klætt Evrópusamband dagsins í dag, hefur ekki hið tvöfalda umboð. Reyndar hefur það ekkert umboð frá neinum. Það er umboðslaust
Evrópskir sagnfræðingar eru sumir hverjir nú komnir á þá skoðun að Evrópusambandið muni enda sem borgarastyrjöld í Evrópu. Hvers vegna skyldu þeir vera komnir á þá skoðun? Því má vel halda fram að seinni heimsstyrjöldin hafi verið borgarastyrjöld Evrópu númer tvö
Fyrri færsla
Furðulegt með sósíalista og hin svo kölluðu "mannréttindi"
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.11.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 132
- Frá upphafi: 1387350
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
"Loftárásirnar á Dresden voru gerðar á síðustu mánuðum styrjaldarinnar, sem enginn vissi þá hvenær myndi enda..."
Þetta er rangt hjá þér, allir vissu að Þýskaland var algjörlega komið á hnén. Engir herflutningar, hvorki mannafli né tól voru á leið til austurvígstöðvanna með járnbrautum úr vesturhlutanum á þessum tíma.
Bardaga voru vissulega harðir rússamegin en allur viðbótar mannafli á þessum tíma kom úr heimavarnarliði sem var samansett úr unglingum (Hitlersæskunni) og miðaldra mönnum sem ekki þóttu gjaldgengir í hefðbundnum herdeildum.
Loftárásirnar á Dresden er svartur blettur á bandamönnum í seinni heimstyrjöldinni. Svartari en kjarnorjusprengjurnar, þó kolsvartar væru, því þær höfðu tilgang. Dresden var tilgangslaus hefnd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2015 kl. 12:00
Þakka þér Gunnar
Það er athyglisvert að þú skulir draga tilgang (motivation) Bandamanna í efa og einnig véfengja þær upplýsingar sem lágu að baki þeirra loftárása sem Bretar og Bandaríkjamenn framkvæmdu að beiðni yfirmanna Rauða hersins í ferbrúar 1945, sem höfðu ekki sama möguleika á yfirráðum í loftinu yfir þessum borgum.
Það er einnig athyglisvert að þú skulir segja að allir vissu hvenær styrjöldinni í Evrópu myndi ljúka langt áður en henni var lokið. En henni hefði einmitt ekki lokið ef að hún hefði ekki verið kláruð til síðasta enda með staðfastri einbeitni fram á síðasta dag.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2015 kl. 19:40
Ég er ekki ýtarlega lesin um loftárásir á Þýskaland, en tel mig geta greint mun á framferði Þýskra stjórnvalda og Breskra. Chamerlain kom heim með undirskrifaðan pappír með lesningu sem þar með átti að gilda. Þannig er á meðal manna og þjóða að undirskrifaðir pappírar gilda að viðlagðri refsingu.
Sökin á stríðinu var ekki Chamberlains , þó hann yrði að athlægi en ekki Hitler. Það má hinsvegar alltaf hlæja að einfeldningum sem ekki gera ráðstafanir í tíma. En mitt mat á Chamerlain er að þar hafi farið heiðursmaður, hann skildi bara ekki þýska drullusokka.
Bretar áttu sem betur fer mann sem þorði að segja og gera, en það er ekki öllum eiginlegt og hann gat líka sameinað þó hann yrði sumum herforingjum sínum vandamál. Það reyndi og mikið á breska stríðs herrann vegna samskiptana við Stalín sem var álíka vanþroskaður siðferðislega og Hitler.
Manna siðir eru ekki meðfæddir og heiðarlegur Rússi er ekki til segir vinur minn Pólskur.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.2.2015 kl. 20:39
Ég leyfi mér að benda lesendum á að G. Tómas Gunnarsson hefur einnig ritað bloggfærslu um sama efni og þessi bloggfærsla mín snýst um. Hana má finna hér: Dresden: Hefnd eða hernaðarskotmark?
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2015 kl. 22:01
Þakka þér Hrólfur
Já. Flestir geta unnt Chamberlain þess að hafa þar til annað væri sannað, álitið að orð valdhafa myndu standa. En svo reyndist ekki.
Ég er handviss um að enginn skortur er á heiðarlegum Rússum í veröldinni. En eitt verða menn þó að muna; Í samfélögum þar sem rotnustu einstaklingum og glæpagengjum er hampað sem hetjum samfélagsins á meðan rjóma þess er úthýst og farið með sem væri saur í klóaki, já, í því samfélagi verður erfitt að skapa andrúmsloftið sem nærir sannleika og heiðarleika til dáða í hinu daglega lífi fólksins. Menn geta ímyndað sér hvernig er að ala upp börn sín undir þannig aðstæðum, vitandi betur sem foreldrar þeirra. Þannig voru aðstæðurnar undir kommúnismanum í Sovétríkjunum.
En eins og Pólverjar héldu Rússar sér fast í kristin gildi Kirkjunnar, sem vörðuðu mismuninn á réttu og röngu. Baráttan fyrir því rétta hefði orðið mun erfiðari ef Kirkjunnar hefði ekki notið við. Í Kína og Norður-Kóreu er þessu ekki svona farið. Stendur kommúnisminn því þar enn.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 14.2.2015 kl. 22:08
Þegar vel máli farinn snobbaður lögmaður með allar tryggingar og skjól í lagi , hefur uppi ásakanir á þá sem kláruðu stríðið við hið óútreiknanlega ríki Hitlers, og sköpuðu okkur þar með skilyrði til betra lífs og þeim snobbaða aðstöðu til að verða merkilegri en aðrir, þá er rétt að hætta að tala.
Samt er það svo að stríðið við Stalín var aldrei klárað og því stendur það enn.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.2.2015 kl. 23:59
"...héldu Rússar sér fast í kristin gildi Kirkjunnar"
Virkilega? Hvaða sögubækur lest þú eiginlega?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2015 kl. 02:05
Sæll Gunnar Th.
Hvaða sögubækur les ég?
Í fyrsta lagi myndi ég aldrei lesa sögubækur sovéskra yfirvalda og áhangenda þeirra sem þýða myndi að allar sögubækur í skólakerfi sovéskra yfirvalda væru á andlegum bannlista hjá mér.
Hefði ég nauðbeygður verið skólaður í svoleiðis skólakerfi þá hefði ég sem vöggugjöf frá foreldrum og ættmennum mínum haft til varnar innbyrðis í heilabúi mínu það sem kom þar inn með móðurmjólkinni. Og myndi ég ávallt ráðfæra mig við þá þekkingu, lífsskoðun og lífssiði yrði ég bombarderaður af andkristnum áróðri yfirvalda undir terror-ríkisstjórn glæpamanna á borð við Jósef Stalín, heilaskaðaðan mafíuforingjann Lenín og önnur glæpaverkfæri Kommúnistaflokks sósíalista.
Frá því ári er 1917 nefnist voru meðlimir Rússnesku kirkjunnar um það bil 100 milljón manns (af ca. 160 milljónum heildarmannfjölda Tzar-Rússlands) sem deildu sér niður á 67 biskupsdæmi, með 55 þúsund kirkjum, með 57 þúsundum presta og 1500 klaustra með 95 þúsund munkum og nunnum.
Komst svo Glæpaflokkur Kommúnistagengis Sovétríkjanna til valda og brenndi á árunum frá 1917 til 1929 um það bil 16 þúsund kirkjur niður á því tímabili. Á tímabilinu frá 1929 til 1939 (hinn Stóri terror Stalíns) stóð glæpagengi Kommúnistaflokksins enn fremur fyrir eyðileggingu á 24 þúsund kirkjum til viðbótar, þannig að á því herrans ári 1939, voru aðeins rúmlega 15 þúsund kirkjur eftir í Sovétríkjunum öllum. Þúsundir af prestum voru teknir af lífi á þessu tímabili og annað eins var sent í Gúlag Kommúnistaflokksins til niðurrifs og mannlegrar sem andlegrar tortímingar sósíalismans.
Staðan í kringum 1940 var sú, að aðeins voru þá eftir 20 prósent af þeim 55 þúsund kirkjum sem voru í ríkinu áður en Kommúnistaflokkur glæpagengis Leníns og Stalíns rændu völdum. Hefðu yfirvöld þá framkvæmt skoðanakönnun, hefðu líklega núll prósent fólksins gefið til kynna að það aðhylltist Kristni og kristin gildi, því skoðanafrelsi var ekki leyft undir oki kommúnisma nómenklattúrískra yfirvalda og terror þeirra. Sama saga gildir að mestu leyti í öðrum kommúnistaríkjum sósíalista.
En annað gilti hins vegar um þann kristna fjársjóð sem Kirkjan hafði plantað í hugum fólksins. Þau fræ hjálpuðu Rússum í gegnum terror kommúnistagengis Sovétríkjanna þar til hugarfarslega gereyðandi lífsskoðun þeirrar samkundu hundi til grunna ofan á fólkið með ömurlegum afleiðingum, eins og allt sem ekki er manninum samkvæmt og ekta á endanum gerir.
Í dag eru 150 milljón manns í Rússnesku kirkjunni á veraldarvísu og yfir 70 prósent af lögráða fólki í Rússlandi aðhyllist Kirkjuna þó svo að kirkjusókn sé þar í sömu vandamálum og hér heima í ríki DDRÚV og sósíalista Íslands. En uppi í höfðinu vísaði landakort Kristninnar fólkinu veginn undir terror kommúnismans. Án þess vegvísis hefði lítið verið eftir til að snúa til baka til; nema maurabúskaps.
Langi þig að fræðast frekar um kommúnismann, þá bendi ég þér til að byrja með á eftirfarandi fjórar bækur sem listaðar eru hér í dálknum til hægri:
1) Bent Larsen: Gulag og glemsel - Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda.
2) Niels Erik Rosenfeldt: Stalin - Diktaturets anatomi.
3) Þór Whitehead: Sovét-Ísland, óskalandið. Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heims-byltingarsambandinu Komintern, sem stjórnað var frá Moskvu. Yfirlýst markmið flokksins var: Bylting og stofnun Sovét-Íslands. Hér lýsir Þór Whitehead í fyrsta sinn í samfelldu máli undirbúningi flokksins að byltingu í landinu og viðbrögðum íslenska ríkisins. Bókafélagið Ugla gefur út.
4) Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2). Almenna bókafélagið gefur út og segir réttilega: "Í þessari sérlega fróðlegu og vel skrifuðu bók er rakin saga íslenskra kommúnista í máli og myndum frá því að Brynjólfur Bjarnason tók þátt í götuóeirðum í Kaupmannahöfn haustið 1918 og fram til þess að þau Margrét Frímannsdóttir og Svavar Gestsson þáðu boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998. Óslitinn þráður var frá fyrstu aðdáendum kommúnismans til hinna síðustu. Nú hafa allar myndir af Stalín verið teknar niður í betri stofum á Íslandi en eftir stendur, að hreyfing íslenskra kommúnista náði hér meiri áhrifum en víðast annars staðar í lýðræðisríkjum, ekki aðeins í stjórnmálum heldur einnig í verkalýðshreyfingu og menningarlífi".
Kveðjur
Nafni þinn Gunnar (meðlimur Íslensku þjóðkirkjunnar sem sósíalistískur forsætisráðherra Íslands (2009-2013 e.Kr.) Jóhanna Sigurðardóttir, kvaðst íhuga að segja sig úr)
Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2015 kl. 05:44
"Langi þig að fræðast frekar um kommúnismann..."
Heldurðu að þú sért að tala við einhvern krakka? Hef lesið báðar bækurnar eftir íslensku höfundana og ótal aðrar um kommúnismann. Kommúnistaávarpið væri ágætt fyrir þig, sýnist mér. Þar kristallast ágætlega hugmyndafræðin í Sovétríkjunum sálugu ganvart trúarbrögðum, ekki bara kristni.
Þó kommúnistar hafi vissulega tekið völdin með ofbeldi, þá má ekki gleyma því að stór hluti rússnesku þjóðarinnar voru tærir kommúnistar og trúarbrögð eru almennt ekki tebolli kommúnista.
Þess vegna er bull að tala um að Rússar (almennt) hafi haldið fast í kristin gildi Kirkjunnar á Lenín og Stalín tímanum. Vissulega töluverður hluti en það var á laun og endurspeglaði ekki stjórnvöld þess tíma.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.2.2015 kl. 13:09
Enn sem komið er, Gunnar Th., er ekki vitað til þess að neinn Rússi hafi kosið kommúnista til valda og heldur ekki kosið yfir sig það svartnætti sem lagðist sem plága yfir land þeirra.
Þú heldur kannski að fólkið sem býr í Norður-Kóreu sé "tærir kommúnistar" og að þess vegna takist glæpagenginu þar að halda völdum yfir því?
Í terror-ríki þar sem verulega stór hluti íbúanna hefur hag, fulla atvinnu, völd og forréttindi af því að kúga restina af þjóðfélaginu, spila hlutirnir ekki eins og þú virðist halda. Sú stétt vill halda sér áfram í þeim söðli. Reyndu að setja þig inn í hvernig dýnamíkin spilar í svona þjóðfélögum og hvað það er sem færir og viðheldur voninni hjá fólkinu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 15.2.2015 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.