Leita í fréttum mbl.is

Furðulegt með sósíalista og hin svo kölluðu "mannréttindi"

Það kemur úr hörðustu átt að sósíalistar séu skyndilega farnir að grufla yfir mannréttindamálum og að þykjast láta sér annt um þau. Vita þeir ekki að það var réttarríkið sem ól af sér mannréttindin?

Fáir hafa barist eins ötullega gegn réttarríkinu eins og sósíalistar hafa gert. Þeir börðust gegn réttarríkinu með ofbeldi og undirróðri og allt fram undir síðustu aldamót voru þeir jafnvel algerlega andsnúnir þingræði. Þeir höfðu vopnaða byltingu á dagskrá sinni fram undir það síðasta. Undir ríkisstjórn þeirra var boðað til leshringa í Marx-Lenínisma í höfuðborg Íslands, Reykjavík, svo seint sem árið 2012

Sósíalistar höfðu á dagskrá sinni að kollvarpa réttarríkinu sem ól af sér réttindi manna með lögum í anda Krists, sem predikaði að einstaklingurinn væri einstakur og fæddur frjáls

Hinn frjálsa einstakling hafa sósíalistar hins vegar oftast reynt að hneppa í ánauð og haft mikið á móti kristninni sem þeir sjálfir njóta forréttindanna af að búa saman með nágrönnunum sínum undir

Sósíalistinn Jóhanna Sigurðardóttir sem með sósíalistunum Steingrími J. Sigfússyni og Össuri Skarphéðinssyni sátu hér við ömurlega fengin völd, hótaði meira að segja á tímabili að segja sig úr Íslensku þjóðkirkjunni

Í praxís hefur stjórnarfar sósíalista alltaf leitt af sér aðför að réttarríkinu => sem leiðir af sér engin mannréttindi => sem leiðir af sér ófrið og stjórnleysi og þann jarðveg sem ill öfl þrífast best í. Evrópusambandið er til dæmis orðið slíkur jarðvegur. Þar hefur meira að segja risið upp furðufyrirbæri sem komið hefur sér upp sínum eigin lögum undir yfirríkislegum dómstóli; Evrópudómstólnum (e. "European Court of Justice”, ECJ) sem byggður er á alræðislegi lagaheimsspeki (e. totalitarian concept)

Það er að segja fyrirbæri þar sem sem lög, dómar og túlkanir dómstóls sem byggir lagaheimspeki sína á f. "Une certaine idée de l’Europe" eða "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu(sambandið)" ræður ríkjum og sem í grundvallaratriðum er ekki ósvipuð alræðisleg heimspeki sem lög og dómstólar Sovétríkjanna byggðu tilvist þess terror-ríkis gegn einstaklingnum upp á

Þess vegna hóf Vinstrihreyfingin-grænt framboð leshring um Marx-Lenínisma í höfuðborg Íslands, Reykjavík, á stjórnarfarsári sósíalista númer þrjú, 2012 e.Kr.

Eftir aðeins 10 ár undir ríkisstjórn sósíalista hefði réttarríkið Ísland orðið óþekkjanlegt, slíkur er ofstopi þeirra. Í ljósi þessa ber að skoða hina illa tilkomnu aðildarumsókn þeirra að Evrópusambandinu

Fyrri færsla

ESB er sama stefna og leiddi til heimsstyrjaldarinnar fyrri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband