Mánudagur, 2. febrúar 2015
Úthýst dönsk króna
Efnahagsleg djúpfrysting Danmerkur í ESB
Mynd: Vísitala hagvaxtar á Norðurlöndum - Hagtölur Norðurlanda 2014
Hvað hefur danska krónan nú gert af sér? Af hverju hefur danski seðlabankinn neyðst til þriggja refsi-stýrivaxtabreytinga á innan við hálfum mánuði? Þann 19. janúar, svo þann 22. janúar og síðan 29. janúar. Þetta er eitt stykki stýrivaxtabreyting þriðja hvern virkan dag. Nú er svo komið að hinir neikvæðu refsistýrivextir danska seðlabankans eru komnir niður í mínus hálft prósentustig og bankar landsins brenna af reiði og segja að gengisbindingar refsing myntsnillinga landsins verði látin bitna á hinum almenna borgara með refsivöxtum á bankainnistæðum. Hvað hefur danska krónan gert af sér? Af hverju er þetta ERM2 mas Danmerkur að verða eins og súrkálið í myntbandalagsgúlagi Evrópusambandsins?
Jú, það er þannig, að danskt atvinnulíf hefur ekki trú á evrunni og tekur heim þá peninga sem það á í evrum og skiptir þeim yfir í danskar krónur, því atvinnulífið (þ.e. dönsk fyrirtæki, því danskur almúgi má ekki eiga gjaldeyrisreikninga í brothættu bankakerfinu) er svo hrætt við að danska krónan hækki í verði við einmitt það sem dönsk fyrirtæki eru hér með að gera. Í hinum endanum á ERM-geðsjúkrahúsi Evrópusambandsins stendur svo danski seðlabankinn með sveittan skallann við að prenta krónur og kaupa fyrir þær evrur atvinnulífsins sem bankinn vill þó helst ekki eiga, því hann hefur sömu ótrú á henni og danskt atvinnulíf til þess að reyna að halda einmitt dönsku krónunni niðri gagnvart evru svo að allt atvinnulíf landsins leiti ekki enn frekar úr landi og ofan í niðurfall myntbandalagsins, því þar væri hægt að staðsetja og kaupa inn vinnuafl af launþegum á lúsarlaunum og framleiðslugetu fyrir brot af því sem svoleiðis kostar heima í Danmörku, sérstaklega þegar og ef danska krónan hækkar í verði gagnvart ESB-niðurfallinu. Hin samfellda 15 ára innvortis sníkjudýra gengisfelling Þýskalands gagnvart ERM og evrulöndum virkar (e. "Germanys beggar-they-neighbor relative wage deflation") eins og Krugman orðar það réttilega hér
Danir halda áfram, þessa dagana sem alla aðra daga, að tönglast á því að þeir séu jú í ERM2 með "gagnkvæma gengisbindingu" við evru og að ECB-seðlabanki Evrópusambandsins muni þar af leiðandi koma þeim til aðstoðar við að verja krónuna. Hvernig getur svo þessi falska eftirvæntingarhjálp gegn dönsku atvinnulífi farið fram? Hvernig getur ECB aðstoðað Dani í þessu máli? Jú, það getur hann alls ekki, því ECB getur ekki prentað danskar krónur til að halda gengi hennar gagnvart evru niðri. Það sem ECB-seðlabankalingurinn getur hins vegar gert og er að gera er að halda áfram að eyðileggja löndin sem búa við myntina evru á sama hátt og allt sem Danir hafa bundið myntina sína við síðastliðin 80 ár, hefur eyðilagst og reynst landinu verra en gagnslaust peningalegt þvaðurblaður í endalausum bunum hinna talandi stétta landsins
- Silfurmyntfóturinn frá 1838 hundi
- Gullmyntfóturinn frá 1873 hrundi
- Alþjóðlegi gullfóturinn hrundi í kreppunni 1930
- Fastgengi við Pundið hrundi
- Bretton Woods hrundi í byrjun 1970
- ERM/EMS hrundi 1992
- Og myntbandalag ESB og ERM er að hrynja núna
Hrannast nú logandi evrueignir upp í forðabúri danska seðlabankans og það er ekki skemmtileg staða fyrir neinn seðlabanka að vera í. Evrupeningurinn er orðinn svo eitraður að enginn vill hafa það skemmda epli í miklum mæli sinni tunnu, sem breytist þá í púðurtunnu. Að kvöldi föstudags 30. janúar; Og ekki nóg með það, heldur hefur danski seðlabankinn nú mælst til þess að ríkisstjórn landsins gefi ekki út frekari ríkisskuldabréf af ótta við þá peninga sem þá myndu leita til landsins og auka þar með enn frekar eftirspurn eftir krónum og hugsanlega þrýsta gengi hennar gagnvart evru enn frekar upp. Slæmt, því það hindrar danska ríkið í að endurnýja ríkisskuldir á lægri vöxtum á meðan þeir fást. Svo hér eru frjáls markaðsöflin ekki velkomin frekar en fyrri daginn, því Danmörk er fyrir löngu orðið DDR-Light, innan sem utan að hætti ESB
Borðliggjandi er að hið sjálfskipaða sadó-masókistíska peningalega þrönga plús/mínus 2,25 prósent fráviksband dönsku krónunnar gagnvart evru, falli ofan í hið víðara plús/mínus 15 prósent band ERM2. Það hrun myndi í núverandi aðstæðum þýða minnst 15 prósent gengishækkun dönsku krónunnar gagnvart evru og það veit danskt atvinnulíf að er algerlega raunhæfur möguleiki. Þess vegna hendir það evrum sínum í seðlabankann og fær í staðinn krónur
Ekki þarf að fara lengra aftur í tímann en til ársins 2000 er þetta sama danska atvinnulíf þóttist hrynja til grunna nema að því tilskyldu að landið tæki upp einmitt þær sömu evrur sem hið sama danska atvinnulíf er nú að henda frá sér af ótta við þriðja gráðu brunasár á fingrum og fótum þess. Svo mikið er að marka hin stefnumótandi snillimenni er standa við stjórnvöl þess
Það er hráslagalega hlálegt að allar þessar bindingar-aðgerðir danskra peningayfirvalda hin síðastliðnu 80 ár, til að verja landið fyrir frelsi á peningamörkuðum, hafa skilað Danmörku mölbrotnu inn í klúbb hagvaxtarlausra landa með örmagnaðri- og þverrandi velferð að launum
Já, hún danska krónan sjálf, hefur ekkert af sér gert. Það eru hins vegar massaframleiddir stjórnmálalegir myntfábjánar landsins, fæddir með genetískan þrælsótta stjórnmálastéttar Danmerkur, sem hafa gert í buxur almennra borgara landsins allar götur frá 1982, er stéttin tjóðraði dönsku krónuna við staur niðri í Þýskalandi. Tjóðraði hana við þess lands rass sem Danmörk hefur gert sig að bólu á
Það verður spennandi að fylgjast með hinni úthýstu peningapólitísku martröð er dönsk króna nefnist. Hún er þræls peningastefna er síðustu 30 árin hefur skilað Danmörku af sér sem efnahagslegum hagvaxtarkrypplingi. Og alið af sér DDR-þjóð sem gerir of mikið ekki neitt og sem ekkert getur lengur að gert í landi sínu, því búið er að ESB-eyðileggja landið innanfrá. Danmörk er næstum því heimsmeistari í lélegum hagvexti og í fjarvistum efnahagslegra framfara. Aðeins ESB-Finnland og ESB-Ítalía eru að slá landinu við í efnahagslegu niðurbroti. Og allt saman út af nokkrum óætum svínum
Fyrri færsla
Umræðan um umræðuna eftir að "ÉG" flutti úr landi
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 29
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 445
- Frá upphafi: 1389065
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 253
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Miðvikudagur, 4. febrúar 2015 13:24
FT:
"Robert Bergqvist, chief economist at Swedish bank SEB, says;
The bigger worry for him is if Danish banks and pension funds lose faith in the peg and start to sell euro assets to hedge their currency risks. “It is more important for Danish authorities to convince people in Denmark that they keep the peg than foreign investors,” he says."
Gunnar Rögnvaldsson, 4.2.2015 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.