Leita í fréttum mbl.is

Umræðan um umræðuna eftir að "ÉG" flutti úr landi

Athyglisvert er að fylgjast með umræðunni um umræðuna. Í umræðunni um umræðuna er því oft haldið fram að hér heima á Íslandi sé umræðan "óvægin" og þar fram eftir götum. Þessa dagana eru t.d. Íslendingar búsettir erlendis notaðir sem nytsamir sakleysingjar og hitamælar á það sem hér heima, í þjóðríki okkar Íslendinga, er að gerast

Það fyrsta sem gerist er Íslendingar flytja búferlum til annarra þjóða landa er þetta:

Þeir verða að no-name zero-sum einstaklingum (aliens) sem ekkert eiga í því ríki sem þeir búa í. Öðruvísi getur það ekki verið. Hafa þar ekki kosningarétt og eru algerlega áhrifalausir á allt í gistilandinu nema svæðið sitt í kringum eigin nafla. Þeir hringja "heim" til Íslands til að öðlast einhver áhrif á eitthvað í lífi þeirra fyrir utan naflabauginn á maga sínum

Það sljákkar í og slaknar á kröfunum til samfélagsins og til aðstöðu þeirra í hinu nýja landi. Í nýju landi er allt í einu hægt að sætta sig við miklu minna en þeir kröfðust af ættjörðinni sinni; Íslandi. Enda hafa þeir erlendis ekkert um neitt að segja

Þetta er svona því annars verður hreinlega óbúandi á hinum nýja stað í nýju lífi þeirra nema að hann sé fyrirfram og stanslaust fergraður og kröfunum stillt í miklu meira hóf en þegar búið er á Íslandi. Allt verður auðvitað að vera fallegra, en umfram allt betra, á þeim stað sem flutt er til. Annars myndi fólk ekki flytja og annars væri dvölin óbærileg í þessari fjarlægð frá fósturjörðinni Íslandi, móðurmálinu íslenskunni, fjölskyldum, ættingjum og vinum með sömu sameiginlegu markmið, siðferði og tilgang í lífinu (ethos, telos, demos)

En svo koma þeir á endanum aftur heim. Engin þjóð skilar sé eins vel til baka til fósturjarðarinnar og við Íslendingar gerum

Það er tómt mál að tala um að hægt sé að hafa það efnahagslega betra á öðrum Norðurlöndum. Það er tóm tjara. Og það vita allir innst inni. Kröfurnar sem gerðar eru til gistilandsins eru einfaldlega gengisfelldar við brottförina frá Íslandi og við lendingu í gistilandinu. Þegar þangað er komið er lífið svona:

- "Ég á ekkert í þessu landi og mér er andskotans sama um það og þjóð þess, þetta er ekki mitt heimili, ég er bara gestur hér, enda hef ég ekki kosningarétt nema í bæjarstjórnarkosningum og þá kýs ég ekki, því ég veit ekkert um hvað bæjar- og sveitarstjórnarmálin hér ganga út á. Ég hef ekki hugmynd um hvaða fulltrúar þjóðarinnar, sem mér er sama um, situr á þingi. Ef til vill þekki ég nöfnin á nokkrum mönnum í einverri ríkisstjórn sem hér er, en ég veit ekkert um þá, eins og ég vissi heima"

- "Ég get ekki einu sinni keppt í lífsgæðakapphlaupi við nágranna mína því ég veit ekkert um þá og þekki ekki til bakgrunns og hugsanaferlis þeirra. Byrjunarreitur okkar er ekki sameiginlegur. Því keppi ég einfaldlega ekki, heldur bara er (to be, or not to be what?). Ég keppi því einungis við aðra Íslendinga hér"

- "Ég veit yfirhöfuð lítið sem ekkert um þetta land og þjóð þess fyrr en ég hef búið hér samfellt í 15-30 ár og greitt skatta. Ég ætla mér sko ekki að senda hvorki syni mína né dætur í herinn sem á að verja þetta land sem ég á ekkert í. Ekki ætlum við að berjast fyrir neinu í þessu landi, nema þá kannksi bakdyramegin fyrir tekjum frá öðrum skattgreiðendum í landinu. Ekki getum við kosið um þær. Við ætlum sko ekki að berjast undir erlendum fána. Og við ætlum allra síst að drepast hérna. Það getum við ekki hugsað okkur"

- "Mér er nokkuð sama um flest í þessu landi nema mig og fjölskyldu mína. Ég er ekki hluthafi í þessu ríki, enda er ég ekki ríkisborgari hér. Þess vegna hringi ég heim til að rödd mín fái eitthvert vægi, eða læt Íslendinga á Íslandi hringja í mig til að segja þeim hversu gott ég hef það. Ég verð að sannfæra mig um gistitilveru mína hér á þennan hátt"

- "Ef ég get engum sagt frá hinni gengisfelldu og sviðsett "betri tilveru" minni hérna, þá er ég í vondum málum og á á hættu að verða fyrir verulegum vonbrigðum, því það ER erfitt að búa ekki í sínu eigin landi"

Þannig eru nú þessir hitamælar

Ef allir í landinu þarna væru svona, þá væri þar ekkert ríki, engin þjóð og algerlega óbúandi fyrir erlenda gesti í því. Þá myndi ríkja stjórnleysi (anarkí) og allir vera í stríði við alla alltaf. Það sama gildir um þá sem flytjast búferlum til Íslands

Þjóðríkið er ekki sjálfgefinn hlutur. Það er eitt af því dýrmætasta sem við eigum. Og VIÐ eigum það! Það er málið

Fyrri færsla

Evran er voldugt ógnarvopn ráðstjórnarfars


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Enn og aftur hittir þú naglann á höfuðið. Nákvæmlega svona. Þetta er fólkið sem sér alltaf grænna gras hinumegin.

Ragnhildur Kolka, 23.1.2015 kl. 21:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Langflestir sakna heimalandsins og koma aftur, oft á efri árum eða til þess að hvíla í íslenskri mold.Bara eitt dæmi af mörgum; Vinkona mín var jörðuð hér fyrir 2 árum eftir að hafa búið í BNA.um 50 ár. Hún vildi hvíla hjá mömmu og pabba sínum þótt léti eftir sig mann og 2 börn.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2015 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband