Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórn Noregs á neyðarfund í seðlabanka - og frankinn maður!

Í dag, föstudaginn 16. janúar árið 2015, munu skelkaðar forsætis- og fjármálaráðherraínur Noregs halda neyðarfund með seðlabanka Noregs, því kviknað er í olíufjármálum landsins vegna þess að hrávörubólan frá 2002-2008 er loks endanlega púnkteruð. Olía landsins mun líklega aldrei aftur stíga í verði yfir 100 Bandaríkjadali tunnan, sem er horror fyrir massífar fjárfestingar norska ríkisins í bólunni

Á meðan heldur álverið í Straumsvík áfram —tryggt og öruggt— að mala peninga og gróða inn í ríkissjóð og hagkerfi Íslendinga. Álverið hóf gullframleiðslu á fullum afköstum fimm árum áður en Norðmenn gátu að ráði farið að selja olíu sína og heilum 18 árum áður en Mikhail Gorbachev hringdi undir áhrifum perestroika úr nýjum Nokia-síma kommakeisarans í félaga Boris Nikolayevich Yeltsin og pantaði hrun Sovétríkjanna. Sovétríkin og Nokia, eins og við þekktum það, eru nú dauð og arðbærni olíuiðnaðar Noregs er sökum bólumyndunar og verðfalls hrokkin í baklás. Laun og kostnaður í honum verða að lækka ferlega mikið því eins og áður segir, standa litlar vonir til að olíuverð fari nokkru sinni aftur upp fyrir 100 Bandaríkjadali tunnan

Fennt hefur nú í kaf yfir svo kallaðar "norðurslóðir" á innan við tólf mánuðum. Standa því nú —við brostnar landfestar— hin fljúgandi hollensku draugaskip martraðarmanna operating out of Zürich í Sviss, botnfrosin við teiknaða djúpsjárvarhöfn Finnafjarðar, sem betur fer er ekki finnskur. Raunveruleikinn skolaði skynseminni skyndilega í land

Svo gerðist einnig það í gær að svissneski seðlabankinn tók niður það þak sem hann hafði byggt yfir gengi svissneska frankans gagnvart evru. Hækkaði frankinn á sekúndubroti allt að 30 prósent gagnvart sumum gjaldmiðlum. Það þak var byggt til að stöðva útflutnings-eyðileggjandi hækkun frankans gagnvart evru sem rekja átti (og á enn) rætur til hrikalegs fjármagnsflótta úr evru og yfir í franka Svisslendinga. Þetta þýddi að svissneski seðlabankinn þurfti að selja og selja franka og kaupa og kaupa fyrir þá að hluta til evrur og evrusvæðis-eignir sem hann vill ekki eiga, því það að eiga evrur í miklu magni er gríðarlega áhættusamt. Þær eiga á hættu að hverfa undir Ponzileik Evrópusambandsins, sem nú rífur kjaft og hefur í hótunum við stjórnlaga- og stjórnarskrárdómstól Þýskalands í gegnum gervidómstól sambandsins, European Court of Justice (ECJ) þ.e. Evrópudómstólinn, sem grundvallaður er á lagalegri uppskrift ESB til einræðis

En lengi getur vont versnað. Í næstu viku er líklegt að ECB-sogrörsseðlabanki troika-klíku Þýskalands muni innleiða kerfisbundin uppkaup á pappírum svo kallaðra ríkisstjórna evrusvæðis, sem allar eru í óleysanlegum ógöngum vegna einmitt óafturkræfrar upptöku evru. Þannig að þar mun opnast ný glufa fyrir seðlabanka Svisslendinga til að henda í ECB-seðlabankaling Evrópusambandsins þeim evru-eignum sem svissneski seðlabankinn hefur verið neyddur til að kaupa fyrir franka sína. Svissneska seðlabankanum er því líklega mikið létt yfir að geta sótthreinsað evrur burt úr bókum bankans. Evran féll strax um rúmlega 1,5 prósent gagnvart Bandaríkjadal, sem er vinsælasta lífeyrisfjárfesting Þjóðverja, ja. Fossa því verðmætin burt úr evrulandi, sem smám saman mun kalla á byggingu nýs Berlínarmúrs til að stöðva flóttann. Um leið innleiddi svissneski seðlabankinn 0,75 prósent neikvæða stýrivexti. Það kostar því mínus 0,75 prósent fyrir banka að parkera verðmætum í frönkum. Eins konar stöðumælasekt fyrir flýjandi fjármagn frá hinu rotnandi evrusvæði, sem orðið er hið efnahagslega niðurfall veraldar, samkvæmt nýrri skýrslu World Bank;

World Bank janúar 2015 blaðsíður 20-21

Mynd: full stærð

Fyrri færsla

Aðstöðumunur Ríkisútvarpsins (RÚV)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert engum líkur Gunnar! Það er þá glóran sem gutlar í fjöruborði Finnafjarðar,það er þó hvalreki mar!

Helga Kristjánsdóttir, 16.1.2015 kl. 06:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband