Leita í fréttum mbl.is

Aðflug evru-Ítalíu á ruslahauga evrusvæðis

S&P lækkaði lánshæfnismat Ítalíu á föstudagskvöldið eftir lokun markaða. Þeir urðu, samkvæmt kröfu ESB-Brussels um að ekki sé gengið um á peningagólfi evrunnar nema á snjóþrúgum, að bíða með fréttatilkynninguna um þessa jólagjöf til Ítalíu, þar til markaðir lokuðu

Ítalía er því höfnuð í þeirri stöðu að vera aðeins einu þrepinu fyrir ofan ruslflokk ríkisskuldabréfa. Enginn hagvöxtur hefur verið í súper-öldrunarhagkerfi Ítalíu samfellt hin síðustu 13 árin. Eftir samfelldan 13 ára barning, stendur Ítalía steinrunnin í sömu sporum og hún var árið 2000 - alveg eins og var ævilangt í öllum Sovétríkjunum

Fari Ítalía í ruslflokk þá mun Frakkland fylgja henni þangað, því útrás franskra stórbanka til Ítalíu hefur komið Frakklandi í þá aðstöðu sem fimm þúsund galematis útibú franskra banka á Ítalíu þýða fyrir alþjóðlega lánshæfni Frakklands. Sem þá mun zappast eins og rústuð rauðspretta til hins óþekkjanlega og taka björgunarsjóði evrusvæðis með sér í fallinu

Þá mun kvikna í Þýskalandi og DDR-Merkel giftast Putin og þau hefja búskap í nýju DDR Evrópusambandsins. Mun DDRÚV þá ekki segja neinum frá neinu í ESB frekar en fyrri daginn á gjaldþrútinni ekki-fréttastofu-vakt þess ríkis í ríkinu

2014-árbók yfir Hagtölur Norðurlanda er nú komin út. Hægt er að nálagst útgáfuna á vefsetri norsku hagstofunnar hér

Menningar-Sovétríki Íslands koma þar við sögu, því þau nema 3,3 prósent af landsframleiðslunni. Þetta Sovétríki Íslands er meira og stærra en nokkurt Norðurlandanna eyðir í hin lífsnauðsynlegu varnarmál sín. Þetta hobby snobb glingur á kostnað íslenskra skattgreiðenda virkar eins og blaut tuska framan í andlitið á bandamönnum okkar, sem látnir eru um að bera hitann og þungann af þjóðaröryggi Íslendinga. Þetta er svo skammarlegt að ekki er hægt að segja nokkrum manni frá þessu. En nú stendur þetta þarna öllum til sýnis

Fyrri færsla

Myntbandalag ESB: vissu ekki hvað þeir voru að gera


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband