Leita í fréttum mbl.is

Hin leynda dagskrá verkalýðsforystunnar

"Það getur ekki verið að þeim standi á sama"

Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni veltir fyrir sér þrá og afstöðu forystu verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu, sem, eins og hann orðar það, "er óskiljanleg"

Þessi afstaða hennar er mér ekki óskiljanleg. Það er hún ekki því að Evrópusambandið er allra tíma stærsta musteri massífs atvinnuleysis og hnignunar í Evrópu áratugum saman. Þangað laðast öfl eins og þessi, því ömurlegt ástand treystir tilverugrundvöll valda hennar. Helsta markmið svo nefndrar verkalýðsforystu í dag er að viðhalda sjálfri sér og völdum hennar. Henni stendur nú orðið á sama um flest annað en tilhrifsuð völd

Ekkert hefur verið eins slæmt fyrir atvinnuástandið og efnahagslegar framfarir í Evrópu og valdhrifsun Evrópusambandsins. Í dag hefur Evrópusambandinu meira að segja tekist að endurskapa 1930-aðstæður á meginlandi Evrópu. Hver hefði trúðað því er Margrét Thatcher lét af völdum; Að Þýskaland réði þegar yfir meginlandi Evrópu á ný árið 2013, er frú Thatcher lést

Svarið við spurningu Styrmis er því miður að miklu leyti þetta:

Ástæðan fyrir því að verkalýðsforystan á Íslandi berst fyrir innlimun Íslands í Evrópusambandið er sú hin sama og þegar verkalýðsforystan aðhylltist Sovétríkin, sem hún gerir jafnvel enn, því enn steytir hún þann kreppta hnefa framan í þjóðríki okkar (e. the Nation-State)

Verkalýðsforystan hefur frá upphafi aldrei þolað þjóðríkið sem verandi þá fremstu manngæskuberandi stofnun mankynssögunar sem það er. Og allra síst hefur hún þolað sterkar stofnanir þjóðríkisins á borð við lögreglu, ríkislögreglu og dómstóla. Áður fyrr og áratugum saman voru þessar stofnanir þjóðríkisins hótun við framvindu alþjóðlegrar byltingar sósíalista og kommúnista í anda glæpagengis kommúnista Sovétríkjanna og leppríkja þeirra

Í dag hefur verkalýðsforystan neyðst til að afskrifa möguleikann á því að komast fyrir eigin afli til valda innanfrá í þjóðríkinu með aðstoð byltingar sem kollvarpað gæti þjóðríkinu sem hinni fremstu manngæskuberandi stofnunar þjóða

En svo heppilega vill nú til að nýtt fyrirbæri í anda gömlu Sovétríkjanna er upprisið og sem verkalýðsforystan álitur að hún innan þess geti stigið til metorða og frekari valda. Og í leiðinni gæfist henni kostur á að útþynna eða jafnvel útrýma þjóðríkinu og stofnunum þess samkvæmt hinum gamla draum um alræði hennar í glæparíkinu á borð við Sovét. Þetta fyrirbæri nefnist Evrópusambandið í hinni gömlu og útjöskuðu Evrópu. Og sem laðar til sín andlýðræðisleg öfl eins og mý að mykjuskán

Svo einfalt er svarið það: hin leynda dagskrá verkalýðsforystunnar er þessi. Alveg á sama hátt og hin leynda dagskrá verkalýðsforystunnar í heimsstyrjöldinni síðari í Evrópu var sú, að styrjöldin myndi brjóta upp og undirbúa jarðveginn fyrir byltinguna sem hægt yrði að koma á er þjóðríkið lægi sem sundursprengd stærð og volg gróðurmold handa þessum öflum til að planta sér í. Þetta var martröð allra sannra andspyrnuhreyfinga í Evrópu; þ.e.a.s sósíalistar og kommúnistar innan hennar með þessa leyndu dagskrá. Þessi leynda dagskrá verkalýðsforystunnar er í ætt við falschfahrer er nú kallar sig "Já Ísland"

Verkalýðsforystuna ber ekki lengur að líta á sem sanna verkalýðsforystu, heldur fyrst og fremst sem óheillavænlega blöndu af ábyrgðarlausu ólögmætu pólitísku afli af elítutagi. Og sem jafnvel ennþá, árið 2014, getur reynst hættulegt sjálfri tilvist þjóðríkis Íslendinga. Þessi vellaunuðu elítuöfl skáka nú í skjóli ASÍ

Fyrri færsla

Finnland stefnir í skipbrot í evrum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þegar laun forystu verkalýðshreyfingarinnar í Danmörku voru tekin fyrir í fjölmiðlum þarlendis fyrir örfáum árum, kom í ljós að laun toppanna í verkalýðshreyfingunni voru síst lægri en hjá toppunum í samtökum atvinnurekenda.

"Af hverju eruð þið með svona gerræðislega há laun spurðu blaðamenn? ofan í allt annað sem þið skammtið ykkur sjálf?".

Jú, svaraði forysta verkalýðsins, við getum ekki verið þekkt fyrir að vera á lægri launum en viðsemjendur okkar. Getum ekki verið á lægri launum en þeir sem sitja á móti okkur við samningaborðið.

Sem sagt: Tvenn elítusamtök sitja við sama borð og skammta sjálfri sér á meðan þessir tvennir aðilar skammta launþegum oft engu - en sjálfum sér ofurlaunum.

Í Þýskalandi hafa venjulegur launþegar ekki fengið raunlaunahækkun í 16 ár.

Gunnar Rögnvaldsson, 14.4.2014 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband