Leita í fréttum mbl.is

Finnland stefnir í skipbrot í evrum

 

Atvinnuleysi í Finnlandi frá 1959 til 2014

Mynd, Trading Economics; Atvinnuleysi í Finnlandi frá 1959 til 2014

Lars Christensen fjallar um evruríkið Finnland á heimasíðu sinni. Finnland hefur nú misst helsta fjöregg eins fyrirtækis í landinu er Nokia nefnist. Hvorki Evrópusambandsaðild né evruupptaka Finnlands getur enduruppfundið hið glataða fjöregg Nokia

Þetta áfall og óöryggi sem dunið hefur yfir launþega og heimili landsins hefur nú læst klóm sínum um háls finnska hagkerfisins (e. widespread idiosyncratic shock). Það er smám saman að farast. Og þessa köfnun er ekki hægt stöðva með aðstoð evrunnar og aðild landsins að ESB —þvert á móti— því að á síðasta uppgjörsári greiddi Finnland 1,7 miljarða evra nettó til Evrópusambandsins í Brussel. Aðildin að ESB og upptaka evru hefur ekki fært landinu neitt nema óafturkræf massíf óleysanleg vandamál

Samdráttur í landsframleiðslu Finnlands árið 2009 er hin alþjóðlega fjármálakreppa skall á varð svo hrikalegur vegna evruaðildar landsins að hann náði níu prósentustigum af landsframleiðslu, sem svarar til reksturs eins heilbrigðiskerfis. Þetta er mesti efnahagslegi samdráttur sem orðið hefur í Finnlandi síðan 1918

Fullveldi Finnlands í peningamálum hvarf algerlega og óafturkræft með evruupptöku ásamt stórum hluta fullveldis landsins yfir utanríkis- efnahags- og viðskiptastefnu er hvarf með ESB-aðild landsins 1994

Eins og að ESB-aðildin og upptaka evru og dauði Nokia væru ekki nóg af áföllum fyrir Finnland, þá lítur út fyrir að nýtt stórt áfall —e. asymmetric shock— sé að leiðinni yfir landið er nefnist; kreppa í Rússlandi

Lars Christensen segir að Finnland standi í þetta skiptið varnarlaust gegn nýrri kreppu í Rússlandi því í þetta skiptið á Finnland enga mynt sem það getur látið falla til að mæta áföllum og súgþurrkun eftirspurnar og skattatekna frá og í Finnlandi. Horfurnar fyrir Finnland eru því þær að landið mun þurfa að búa og sætta sig við miklu minni efnahagslegar framfarir, hagvöxt og velmegun en frjáls lönd geta búið við, um langa ókomna framtíð, er evran dag og nótt vinnur skemmdarverk sitt á Finnlandi til langframa

Atvinnuleysi í Finnlandi hefur nú lagt sig fast á ESB-hæðum, eða eurosclerosis, það er að segja á skelfilegum 7-10 prósentustigum í venjulegu ESB-árferði. Hvert skyldi þá ný rússneskt kreppa ofan í dauða Nokia fara með Finnland? Líklega til hins þriðja heims evrulanda

Á meðan, eða frá 1969, heldur álverið í Straumsvík viðstöðulaust nótt sem nýtan dag áfram að mala gull inn í hagkerfi Íslendinga. Þjóðhagslegt mikilvægi þess má bera saman við það nettó þjóðhagslega mikilvægi sem Nokia hafði um tíma fyrir efnahag Finnlands

Krækja; Currency union and asymmetrical supply shocks – the case of Finland (Lars Christensen)

Fyrri færsla

Evran ER mynt Evrópusambandsins, það er sænska krónan ekki

Tengt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fall Nokia hefði orðið í hvaða hagkerfi sem var, því að dramb er falli næst. Fyrirtækið var orðið að hálfgerðum guði í landinu eins og látið var með það sem "stolt" Finnlands.

Ég er einn af þeim sem skipti við Nokia frá upphafi farsímanna á Íslandi en það urðu greinileg straumhvörf fyrir nokkrum árum. Þá var greinilegt að í stað þess að huga fyrst og fremst að því að halda forystu í gæðum var farið að reyna að græða á fljótlegan hátt.

Ég keypti snjallsíma, sem reyndist vera með rafhlöðu sem ekki var hægt að skipta út. Ekkert var gert til þess að láta kaupendurna vita af þessu.

Í ofanálag var rafhlaðan þannig gerð viljandi, að hún entist aðeins rétt fram yfir ábyrgðartímann, 2 ár, þannig að kaupendurnir stóð frammi fyrir því að þurfa að kaupa nýjan síma eftir rúm tvö ár eða að láta gera við þann gamla á rándýran hátt.

Ég var svo heppinn að rafhlaðan dó rétt áður en ábyrgðartíminn var úti í stað þess að bila rétt á eftir.

En þá þurfti að senda símann til Svíþjóðar til viðgerðar og ég fékk 16 þúsund krónu reikning í hausinn þótt síminn væri í ábyrgð!

Nokia var svo óheppið að flett var ofan af þessum svikum þeirra í Ameríku og farið í mál við fyrirtækið.

Afleiðingin varð hrun á trausti, en traust er grundvöllur viðskipta.

Þegar ég síðan neyddist til að endurnýja símann og fékk mér Samsung kom fram himinhrópandi munur á uppsetningu og notagildi.

Með hreinum ólíkindum var hve erfitt og flókið hafði verið að nota Nokia símann miðað við hinn nýja Samsung Galaxy. 

Hundruð þúsunda viðskiptavina hafa áreiðanlega svipaða sögu að segja.

Fall Nokia var ekki aðeins fall eins fyrirtækis heldur fall skjaldarmerkis landsins, gríðarlegt áfall fyrir traust á Finnum, sem erfitt verður fyrir þá að bæta upp.

Græðgi og yfirlæti urðu Nokia að falli.   

Ómar Ragnarsson, 9.4.2014 kl. 10:50

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar

Það er afar erfitt að búa til gott stýrikerfi. Mun erfiðara en flestir gera sér grein fyrir. Allir bestu heilar veraldar á því sviði sem mörgum öðrum sviðum upplýsingatækni flytja til Bandaríkjanna og fá þar vinnu við sitt hæfi. Evrópa er á þessu sviði næstum tómhent. Hér má til dæmis nefna að eitt stærsta vandamál Apollo 11 verkefnisins var tölvunarlegs eðlis; þ.e. að finna upp og forrita —á þeim tíma þegar enginn vissi hvað hugbúnaður var— stýrikerfi og örgjörva sem sigldi geimfarinu rétt á réttan stað og heim aftur til jarðar frá tunglinu árið 1969.

Nokia hóf strand sitt —áður en stjórnendur fyrirtækisins gerðu sér grein fyrir því— á því að geta ekki þróað stýrikerfi sitt áfram og nógu hratt. Nokia átti sína bestu daga á meðan framleiðendur tölvustýrikerfa spiluðu ekki með í þessum bransa. Nokia bjó til marga góða síma á meðan sími var bara sími.

Nú um daga er sími ekki sími, heldur bara eitt forrit í lófatölvu.

Svipaða þróun sáum við í PC-geiranum. Þeir sem áttu ekki sitt eigið stýrikerfi frá upphafi helltust fljótt úr lestinni. Restin af þeim bransa er deyjandi og þar á meðal er fyrirtækið Samsung.

Að eiga bæði sál og líkama sem eina held skiptir hér öllu máli.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því er Nokia springur í tætlur ofan í maganum á Microsoft. Það gæti orðið veruleg slæm og illa lyktandi skvetta, því Microsoft er fallandi fæti á sama hátt og Nokia var svo lengi fallandi. En bara með öfugum formerkjum; því frystigámur vélbúnaðarframleiðanda-X, frá landi húlla búlla Y, stýrður af MS Windows, lítur ekki endilega vel út á endastöðinni hjá kaupandanum og notandanum. Og við því getur Microsoft lítið sem ekkert gert annað en að draga segl sín verulega saman áður en þau rifna

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.4.2014 kl. 12:18

3 identicon

Sæll Gunnar, var ekki banabiti Nokia að reyna að hanga á Symbian draslinu sínu, það var glatað, menn þurftu að sækja eitthvað þróunar drasl til Nokia með allskyns constraints á sama tíma og Android var komið og menn sóttu bara frameworkið til google og insertuðu í eclipse, þá voru þeir komnir í gang að forrita fyrir Android snjallsíma, kostaði ekkert.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 14:43

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Kristján

Ég treysti mér ekki  til að svara þessu hér, því þetta er svo flókið mál.

En Ómar minntist hér fyrir ofan á fyrirbærið græðgi.

Í því sambandi get ég hins vegar svarað því hér að það var pólitísk græðgi sem bjó til þennan fábjánapening sem heitir evra og sem allt er að drepa og sem hver einasti maður með fimm aura virðis hagfræðimenntun í hausnum sá að var efnahagslegt og lífsgæðalegt brjálæðisverk sem þjösnað var yfir Evrópu af ESB-elítunni.

Það er sárt ef finnska þjóðin þarf að leggja líf og land sitt að veði fyrir elítuverk Evrópusambandsbrjálæðisins. Hélt maður að hrun Sovétríkjanna hefði komið vitinu fyrir ESB-elítu landsins.

Hér heima sáum við hina pólitísku græðgi að ömurlegum verki er Vinstri grænir seldu sál sína vegna óstjórnlegrar pólitískrar græðgi.

Efnahagsleg græðgi getur verið slæm, en hún er EKKERT miðað við hina pólitísku græðgi sem leggur lönd og ríki í rúst.

Hér hefur Evrópusambandselítan ekkert lært af tvennum heimsstyrjöldum. Ekkert lært
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 9.4.2014 kl. 15:23

5 identicon

Þú segir hver einasti maður með fimm aura virðis hagfræðimenntun, hvernig þekkjum við þá úr, við sáum Villa Bjarna með miklum rembingi gagnrýna hugmyndir Frosta Sigurjónssonar um bindiskyldu, og sagði það lélega hagfræði og ekki hefði verið mælt með henni í þeim kennslubókum sem hann hafi verið að kenna í Háskólanum, Voru það ekki lærisveinar Villa Bjarna að stórum hluta sem settu Ísland næstum því á hausinn?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.4.2014 kl. 18:29

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég notaði Nokia síma á meðan símar voru símar, en nú nota ég bara einfaldan Doro, enda nenni ég ekki að kaupa mér Samsung unglinga síma annað hvert ár til þess að svara í þegar konan mín hringir og tilkynnir að það sé matur.  

Hrólfur Þ Hraundal, 9.4.2014 kl. 19:45

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Fimmaurar eru álíka mikilsvirði og Villi Bjarna.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.4.2014 kl. 19:48

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrólfur

Þar small þetta í.

Og þakkir fyrir greinar þínar í Morgunblaðinu. Þær smella líka vel í.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.4.2014 kl. 23:47

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Kristján

Í háskólum var áhættustýring líka kennd og gagnaðist illa, eins og við sjáum. Reyndar held ég að mikið af þeirri hagfærði sem kennd var í háskólum frá og með ca. 1985 - er síðustu greinandi reynsluboltar kreppunnar miklu 1929, létu af störfum og kreppan mikla máðist út úr minni kynslóðanna - hafi verið frekar léleg fræði í praxís þó svo að hún hafi litið vel út á pappírnum.

Hvers vegna skyldi ekki mega nota bindiskyldu ef hún virkar sem hjöðnunarmeðal? Afnám vel reyndra hefða í bankarekstri átti sér ekki bara stað hér heima, heldur einnig og sérstaklega í Evrópusambandinu. Þar voru musteri "The new Economy" byggð og sem höfðu það eina tilætlaða markmið að auka samruna ESB, en sem svo breyttist í sambruna.

Brýnasta verkefni ESB-seðlabanka Evrópusambandsins er því að búa til nýja fjármálabólu svo hratt sem auðið er og sem teppabombar ESB saman í eina nýja ruslahrúgu; Sambandsríkið. Að gera ástandið enn einu sinni svo slæmt að það eina sem staðið getur á lyfseðlinum verði loksins The New Imperial State of Europe.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2014 kl. 19:51

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þegar rætt er um bindiskyldu þá þarf maður að muna að reglurnar um "mark to market" (þ.e.a.s að verðleggja eignir (útlán fjármálastofnana) samkvæmt markaðsvirði) komu í veg fyrir að góðar og þaulreyndar eldri reglur í bankarekstri væru notaðar; þ.e. að leggja til hliðar vissu hlutfalli af útlánuðum peningum í góðæri til að mæta eignatapi í óveðrum. Þessir varasjóðir stækka þá í góðæri (en þá má ekki snerta) og minnka svo þegar slæmir tímar ganga í garð. 

Bindiskylda á innlán missir marks ef engin útlán eru í gangi. Ég myndi frekar nota það sem Danir notuðu áður en ESB bannaði þeim það; þ.e.a.s. "hensættelser til tap".

En svo kom "mark to marekt" og því fór sem fór. Solvens-hlutfallið dugði ekki til að mæta hrað-rotnun í eignasöfnum fjármálastofnana og svo kom tail-risk og hjó hausinn af nýju hagfræðinni

Gunnar Rögnvaldsson, 10.4.2014 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband