Leita í fréttum mbl.is

"dwell upon its horrors"

Above all

Þann 16. nóvember 1934 sagði Winston Churchill í ræðu að margir héldu því fram að besta leiðin til að komast hjá styrjöldum —þið vitið; að varðveita friðinn— væri sú að dvelja ætti stanslaust non-stop við myndina af hryllingi þeirra

Það er einmitt það sem lævísir áróðursmenn Evrópusambandsins hafa gert. Þeir hafa stanslaust viðhaldið þeirri mynd að þjóðríkið sem stofnun (e. institution) hafi verið orsakavaldur síðustu heimsstyrjaldar og að þjóðríkjum meginlandsins þurfi því að tortíma, svo að halda megi friðinn

En þegar nánar er að gáð sést að Evrópusambandið var í ruslahrúgum fyrst og fremst stofnað til að skaffa Þýskalandi og Frakklandi fjarvistarsönnun frá brennuvörgunum sjálfum sér. Því sem eitt stykki Evrópusamband væri betur hægt að komast hjá því að framtíðin kæmi og segði; "sjáið þið, þarna fara brennuvargar meginlandsins, samir við sig, eins og áður". Framtíðinni er hins vegar af blekkingunni ESB gert skylt að dvelja non-stop við gamlar hryllingsmyndir á meðan hið sama samband kemst á ný til keisaralegra valda yfir hinum gömlu elitæru og útjöskuðu vígvöllum meginlandsins

Ostpolitik Helmuts Schmidt sem gekk út á túkall og tvíkall var eitt af fyrstu krampakenndu ósjálfráðu taugaviðbrögðum hins fyrrverandi af öllu fyrrverandi í dulbúningi þess sem verandi eitthvað annað en einmitt hið sama gamla brunalið Þýskalands og síðast —en bara nú— brunandi smáskammtafræðilega fram á nýjum brautarteinum Evrópusambands yfir meginlandið

Ostpolitik Helmuts Schmidt gerði hinum fremsta og pólitískt erfðafræðilega sanna fjandmanni Evrópusambandsins númer eitt —Bandaríkjum Norður Ameríku— einungis erfiðara fyrir við að varðveita og tryggja friðinn á einmitt þessu eina og sama megnlandi tapranna í Evrópu. Schmidt lagði gömlu símalínur Þýskalands austur til þess að tryggja sér samvirðingu Frakka, sem þá voru Ameríku-hatarar meginlandsins númer absolut eitt og sem eru það jafnvel enn. Tækifærið í átt til "sambands" via stofnun ERM sem svo átti að byggja upp ESB var notað á meðan hvítinginn Carter ó bambi var varla við völd

The Time of the Nation-State is Over

Tími þjóðríkisins er búinn

- "forseti" leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, í ræðu þann 9. nóvember 2010

Nú er í annað skiptið barið að dyrum hjá dyravörðum þvaður-sannleikans um Evrópusambandið. En enginn kemur þar til dyra, frekar en í fyrri skiptin. Nema auðvitað sjálfur nefstubbur Evrópusambandsins í búningi forseta þess. Sá hinn sami "forseti" og hélt fimm þúsund orða ræðu um "friðinn" á meginlandi Evrópu frá árinu 1945 til loka kalda stríðsins. Það gerði hann í Berlín árið 2010 er þess var minnst að 21 ár var liðið frá falli múrsins. Og það gerði hann alveg án þess að minnast einu orði á þá staðreynd að það var þjóðríkið Bandaríkin í Norður-Ameríku sem tryggði og varðveitti þann frið sem fáráðlingurinn þessi og hinn fyrsti "forseti" leiðtogaráðs ESB, Herman Van Rompuy, hélt þarna í kringum sjálfan sig undir föllnum múr í Berlín árið 2010

Það sem sögunnar menn eiga eftir að velta alvarlegum vöngum yfir um ókomna framtíð er þetta; hver styggði friðinn sem þjóðríki Bandaríkjamanna í Norður-Ameríku kom á og tryggði með meira en algerlega lögmætu valdi sínu í Evrópu. Friðinn sem þjóðríkið Bandaríkin komu á og tryggðu með milljón sinnum meira lögmæti en alla aðra gat látið sig dreyma um, fyrr og allar götur Evrópu síðar 

Og hver var það sem strax varð svo veruleikafirrtur árið 1947 að hann fór að gramsa ofan í hinu gamla ruslatunnuveldi meginlandsins á öskuhaugum þess. Hver er þessi sá er nú blæs þar af öllu sínu afli lífinu í gamlar glæður brennandi rústa tapranna á meginlandi Evrópu!

Það að geta kastað af sér svona aðsvifsræðu um friðinn í Evrópu án þess að minnast einu orði á þjóðríki Bandaríkjamanna í Norður-Ameríku —né hvað þá að þakka því fyrir hann— er einungis á færi elítuveldis Evrópusambandsins. Það eitt er fært um slíkan hroka og gerræðislegar sjálfsbekkingar. Enda er Evrópusambandið fyrst og fremst stofnað til höfuðs þjóðríki Bandaríkjamanna. Fyrst og fremst og svo er enn. Og svo er enn . . 

Fyrri færsla

Hagvöxtur í Rússlandi gæti orðið Evrópusambandslegur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er vissulega rétt að fráleitt er að víkja til hliðar eða þagga niður hlut Bandaríkjanna í tvígang að koma til hjálpar þegar Evrópuríkin höfðu klúðrað heimsfriðnum.

En ef menn á hinn bóginn líta á Bandaríkin eins og guð sem komi til hjálpar í krafti almættis síns, má minna á hið gamla máltæki að guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.

Það hafa gömlu ófriðarríkin í Evrópu þó reynt að gera.  

Og hvað um Bandaríkin sjálf og eðli þeirra, sem felst í heitinu sjálfu?

Hvað um það að háð var blóðugt borgarastríð í Norður-Ameríku fyrir 150 árum til þess að koma í veg fyrir að ríkjasambandið liðaðist í sundur í tvö ríkjasambönd?

Eftir það stríð hefur ekki komið til stríðs í þeirri álfu.   

Af hverju er lausbeislaðra ríkjasamband í Evrópu svona miklu verra en fasttengdara ríkjasamband í Norður-Ameríku?

Ómar Ragnarsson, 26.3.2014 kl. 10:33

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið og skrif Ómar

Það eru frekar fáir sem gera sér grein fyrir því að samruni Evrópusambandsríkja er lengra á veg kominn en samruni sambandsríkja Kanada.

Þessi samruni ESB-ríkja hefur ekki gerst með samþykki fólksins. Honum er troðið niður hálsa borgaranna eins og í sovétríki. Undir einu allsherjar samsæri embættis- og stjórnmálamanna gegn kjósendum, þar sem lýðræðið er fótum troðið og þar sem reist hefur verið heil svikamylla um háls kjósenda til varanlegrar hengingar sem gelt hefur áhrifamátt atkvæðisréttar þeirra til frambúðar

Evrópusambandið er ekki þjóðríki og getur aldrei orðið það því borgarar þess hafa og eiga ekki með sér sameiginleg markmið, tilgang eða siðferði. Evrópusambandið getur því aldrei orðið þjóðríki á borð við Bandaríki Norður-Ameríku sem er "ein ósundranleg þjóð undir Guði", eða eins og þar stendur: "one nation, indivisible, under God".

Evrópusambandið getur heldur aldrei orðið sambandsríki eins og Bandaríki Norður-Ameríku. Það hefur enga demos og ekkert telosethos. Það mun og er þegar að þróast í átt að fyrirkomulagi sem minnir á heims- eða keisaraveldi að ríkisuppbyggingu, eða eins konar sovétríki nútímans.

Litlu ríkin í Evrópusambandinu héldu í sínum skiptiborðslega einfeldningsskap að það versta sem gæti gerst í tilvist þeirra í Evrópusambandinu væri það, að þau yrðu eitt "sambandsríki" af mörgum við stóra borðið í hinum nýju Bandaríkjum Evrópu. Að það væri það allra versta sem gæti gerst er þau eiginhandar-árituðu alla sáttmálana.

Þetta er sprenghlægilegt. Það versta sem mun gerast með smáríkin er óendanlega miklu verra en það sem öll þessi smáríki Evrópusambandsins halda að sé einmitt það sem þeim muni finnast verða hvað verst. Þau munu ekki verða eitt atkvæði við borðið í neinu "sambandsríki". Þau verða einungis ekkert í sovétbandaríkjum Evrópu. Verða ekkert. Verða eins og öll smáríki sem lent hafa í keisaraveldum og sovétríkjum. Transfers og tæmd innanfrá til botnslausrar hítar

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.3.2014 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband