Leita í fréttum mbl.is

ESB-umsóknin: Þá opinberu skömm verður að afmá af Lýðveldinu

Ríki —og alveg sérstaklega smá ríki— þola ekki að opinber skömm (igno•min•y) brjótist til valda undir áföllum og taki sér stöðu við hásæti æðstu lýðræðisstofnunar landsins til þess eins að fremja þar þá opinberu skömm sem umsókn Lýðveldisins inn í Evrópusambandið er. Hún er ekkert annað en opinber skömm. Þetta þolir Ísland ekki sem lýðræðisríki. Þetta verður að afmá. AF-MÁ!

Vegna þessara skammargjörða og svika stendur Lýðveldi Íslendinga fast með höfuð sitt inni í póstkassa Evrópusambandsins. Þessari stöðu bernsks lýðveldis okkar var komið á með því að misnota æðstu stofnun Íslendinga. Þetta er óþolandi

Þingmenn sækja umboð sitt til kjósenda. En ekki öfugt. Þeir höfðu ekkert umboð frá kjósendum til að senda þessa ESB-umsókn af stað í upphafi. Ekki frekar en þröng klíka þingmanna hafði undir handjárnaglamri, pólitískum hótunum og valdasmiti neitt umboð fyrir hönd lýðveldis Íslendinga til að sækja um inngöngu í Bandaríkin

Umsóknina verður umsvifalaust að afturkalla og draga alveg til baka. Óhæfuna og svikin gagnvart þjóðinni verður algerlega að afmáð og þau verða að hætta. Umsóknina á því umsvifalaust að draga til baka, fella niður og afmá

Þeirri íhlutunarstofu sendisveinaveldis Evrópusambandsins á Íslandi sem hér blandar sér í bæði stjórnmálaumræðu sem og líf íslensku þjóðarinnar og sem heldur uppi starfsemi hér á landi, verður einnig að loka tafarlaust. Evrópusambandinu og skósveinum þess verði gert að loka áróðursskrifstofu sambandsins á Íslandi

Og önnur umsókn inn í Evrópusambandið má aldrei aftur —ég endurtek; má aldrei aftur— koma á dagskrá hins háa Alþingis Íslendinga fyrr en að einlægur 75 prósenta meirihluti íslensku þjóðarinnar hafi í samfellt 10 ár sýnt að hún af fullri einlægni og heiðarleika vilji sækja um að Lýðveldið Ísland verði innlimað í Evrópusambandið og þar með í skrefum sambandsins lagt niður. Þetta mál er þess eðlis

Sterk rök og hjartahreinar tilfinningar íslenskrar þjóðar ættu hins vegar að krefjast allt að 800 ára umhugsunartíma, eins og síðast. Í faðmi þeirra sterku raka og hreinu tilfinninga fæddist til dæmis stofnun Sjálfstæðisflokksins sem stjórnmálaafls. Hér mega engin þjóðsvik slá rótum og festa sig í sessi, svo lengi sem við drögum andann 

Afmá verður opinbera skömm svikahrappa af Lýðveldinu

Fyrri færsla

Íþyngdarlögmál ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Vel að orði komist Gunnar og allt saman hárrétt.

Jónatan Karlsson, 24.2.2014 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband